SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 33
7. nóvember 2010 33 M ikið er kvartað undan neikvæðri umræðu í íslensku þjóðfélagi. Skemmst er að minnast gagnrýni Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands, í síðasta Sunnudagsmogga og nú tekur Friðrik Erlingsson rithöf- undur í sama streng. „En um þessar mundir er eiginlega gáfulegast að þegja,“ segir hann í samtali við Kol- brúnu Bergþórsdóttur. „Það er nokkurn veginn sama hvað sagt er, það er snúið út úr öllu. Maður bíður eftir því að þessi holskefla af rifrildi gangi yfir svo að fólk geti farið að ræða saman – ef það er þá einhvern tíma hægt hér á landi. Ég leyfi mér reyndar að stórefast um það. Umræðan er bara hártoganir og rifrildi, skætingur og þvættingur, allt frá hinu háa alþingi niður í alþingi götunnar.“ Og það er merkileg athugasemd, sem Friðrik kemur með, en hún er sú að enginn sé yfir annan hafinn í þessari umræðu. Jafnvel ekki listamennirnir, sem þó fara mikinn þessa dagana sem kjörnir fulltrúar í Reykjavík og sem frambjóðendur til stjórnlagaþings. „Listamenn hafa ekki meira hlutverk en aðrir, hvorki á þessum tímum né öðrum,“ seg- ir Friðrik. „Nafngiftin „listamaður“ gerir engan að stórmenni og er frekar tilgerðarleg, sérstaklega þegar menn titla sig sjálfir svo … Ég held að það sé leitun að skynsemi í hópi listamanna. Ég veit ekki hvar ætti helst að leita hennar. Mögulega hjá heimspekingum, þó er ég ekki viss. Kannski er hana helst að finna hjá ungu fólki, sem er heimspekingar af guðs náð, ómengað af biturð hinna eldri …“ Það má öllum ljóst vera, hversu mikilvægt er að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu. En það þýðir ekki að hún eigi að vera óstaðföst eða gagnrýnislaus. Það liggur til grundvallar lýðræðinu að öndverðar skoðanir mætast og ráðandi öflum sé veitt aðhald. Þess vegna er hláleg sú krafa ríkisstjórnarinnar að stjórnarandstaðan eigi að vera með í pólitísku samráði upp á punt, án þess að hafa nokkuð um gang viðræðnanna að segja. Jafnan þegar ráðherrar fara að ókyrrast vegna skoðanakannana eða mótmæla á Austur- velli, er stjórnarandstaðan kölluð til. Það er í besta falli feluleikur eða farsi, sem síst er til þess fallinn að ýta undir trúverðugleika stjórnvalda. Hugmyndir að betra samfélagi Í Sunnudagsmogganum hefur hafið göngu sína flokkur viðtala undir yfirskriftinni: Hug- myndir að betra samfélagi. Haukur Arnþórsson, doktor í stjórnsýslufræði, ræðir í dag um að margfeldisáhrif gagnavera geti orðið mikil hér á landi, þau geti dregið að sér erlend fyrirtæki og skapað ís- lenskum ný tækifæri, auk þess sem lega landsins milli tveggja markaðssvæða sé hag- kvæm. „Þessi tækifæri verður að nýta,“ segir hann. „Til þess að raungera þessa möguleika verða Íslendingar að horfa fram á við, þeir þurfa að skilja og ræða um tækifæri framtíðarinnar og þeir þurfa að grípa tækifærin. Annars breytast þau í ógnanir – og kreppan, fortíðarhyggja og röng forgangsröðun getur valdið því að svo fari.“ Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á þessum vettvangi á næstu vikum og mánuðum. Enginn yfir annan hafinn „Myndin fjallar um það þegar við hendum þessari týpu inn í þessar hrútleiðinlegu aðstæður sem íslensk stjórnmál eru.“ Gaukur Úlfarsson, framleiðandi myndarinnar Gnarr. „Komið þið bara með vantraust á þessa ríkisstjórn.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Það er betra að lifa lengur heldur en að taka einhverja áhættu út af fótboltaleik.“ Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari. Hætt hefur verið við að senda hann til dómgæslu í Jemen vegna hryðjuverka- ógnar. „Ég vinn eins og skepna en stundum horfi ég á fallegar konur. Það er betra að vera ástríðufullur gagn- vart fallegum konum heldur en að vera sam- kynhneigður.“ Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu. „Sé eftir að hafa stutt og kosið Besta flokkinn þegar ég sé búta úr Gnarr- myndinni og kynningu á henni í sjón- varpinu. Í bæði skiptin virtist að- albrandarinn vera sá að það sé óbærilega leiðinlegt að hlusta á Sól- eyju Tómasdóttur tala, í seinna skipt- ið um málefni innflytjenda, heyrðist mér. Þetta tal minnir mig óþægi- lega mikið á ein- eltisgerendur í grunnskóla.“ Auður Jónsdóttir rit- höfundur. „Það verða ekki öll fræin að plöntum.“ Jóhanna Sigurðardóttir. „Þetta fólk er með svarta beltið í ein- elti.“ Jón Gnarr borgarstjóri um borg- arfulltrúa annarra flokka. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal hausarnir þar voru nægilega margir til þess að ríkisstjórnin „nyti trausts“ þar inni fyrir. En hann gerði ekkert með slíka talningu. Af hverju ekki? Því svaraði hann sjálfur. Hann sagði að innan ríkisstjórnarliðsins væri ekki samstaða um það sem þyrfti að gera. Og Hermann Jón- asson vissi að það var það og það eitt sem var hinn raunverulegi mælikvarði á það hvort rík- isstjórnin nyti trausts sinna þingmanna. Ekki atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu. Og hvernig eru aðstæður núna? Hermann Jónasson vissi hvað hann vildi. Og hann hafði látið á það reyna hvort hann fengi stuðning við sínar til- lögur hjá hinum formlega stjórnarmeirihluta. Veit sitjandi forsætisráðherra hvernig hann stendur svona sitjandi eins og hann er? Hefur forsætisráðherrann sagt við Steingrím J.: Við verðum að setjast niður og sjá hvar við stönd- um. Það er ekki vitað. En svarið er einfalt. Frá ríkisstjórninni er alls engrar leiðsagnar að vænta. Það liggur ekki fyrir í mælingu, hvorki formlegri né óformlegri, hvort þingmeirihlut- inn sé fyrir hendi vegna þess að fyrir hann hafa aldrei verið lagðar þær tillögur sem duga til að bæta úr þeim ógöngum sem uppi eru í landinu. Skilaboð dauðans Sitjandi forsætisráðherra hefur ekki viljað sætta sig við það sem öllum finnst augljóst, að rík- isstjórnin sé dauðvona. Þó er líklegast að hún sé þegar gengin skrefinu lengra og sé þegar dauð. Forsenda fyrir útgáfu dánarvottorðs hennar er ekki hausatalning í atkvæðagreiðslu um vantraust, þótt sitjandi forsætisráðherra ríghaldi í þá skilgreiningu. Það er annað ótví- ræðara merki um að ríkisstjórnin sé dauð. Það vottar ekki fyrir lífi í henni. Dauðinn sendir ekki skýrari skilaboð en það. Mótmæli við upp- haf þingfundar. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.