SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Qupperneq 34

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Qupperneq 34
K völdi er tekið að halla þegar fjórir menn ganga hægum skrefum inn á Commerzbank Arena-leikvanginn í Frank- furt. Fyrir þeim fer leðurklæddur mað- ur. Þeir stíga á hringlaga svið og virða mannfjöldann fyrir sér. Svo byrjar það. Bono ávarpar lýðinn á þýsku og vinnur á sitt band. Hann gengur varfærnislegum skrefum, líkt og hann sé brothættur. Þetta eru aðrir tónleikarnir eftir endur- komuna í Tórínó helgina áður. Röddin er kliðmjúk. Það kemur á Bono snýr aftur Í maí átti Bono á hættu að lamast á hægri fæti. Í ágústbyrjun steig hann á svið sem nýr maður. Í hönd fór þriðji hluti stærstu tónleikaferðar sög- unnar. Baldur Arnarson sá tvenna tónleika U2 og er eins og sveitin sjálf óviss hvert hún stefnir. Texti: Baldur Arnarson baldura@mbl.is Myndir: Baldur Arnarson og Zoë Robert óvart. Söngvarinn hefur endurheimt sviðsljómann og jarðtenginguna um leið. Það kemur líka dálítið á óvart. Hann hefur látið sauma á sig ný leður- föt og minnir nú á Fluguna, „alter ego“ sitt á ZOO TV-tónleikaferðinni. Um miðbik tónleikanna syngur hann óð um Aung San Suu Kyi. Ég lít í kring- um mig og sé textann renna niður rjóðar kinnar. Sumir klára ölið. Sunday Bloody Sunday, lag um hryðjuverkaárás á Írlandi, er nú sett í ír- anskt samhengi og er það umdeilt. One,

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.