SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Síða 37

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Síða 37
félagsskap í morgunskímunni en komst að raun um að eini mað- urinn á djamminu var ég sjálfur. Ég drakk og drakk, fékk mér í nös og bruddi pillur en taldi sjálfum mér trú um að ég væri ekki fíkill af því ég var ekki með sprautunál hangandi utan á handleggnum. Þetta kallar mað- ur að gera ekki greinarmun á draumi og veruleika. Meðalið mitt var alkóhól. Þegar mest var drakk ég tvær til þrjár flöskur af vodka á dag. Ég dó hér um bil, verra getur það víst ekki orðið.“ Mæltu manna spakastur, lagsi. Illu heilli. Og Sheen dó sann- arlega hér um bil. Í maí 1998 var hann fluttur með hraði á sjúkra- hús vegna ofneyslu lyfja. Lækn- um tókst að halda leikaranum hérna megin móðu og aftur var hann skikkaður í meðferð, þar sem hann hafði rofið skilorð. Á þeim tímapunkti sá faðir hans, Martin Sheen, ástæðu til að stíga fram og hvetja aðdáendur til að biðja fyrir syni sínum. Á fjögur lítil börn Aftur náði Sheen tímabundnum bata. Hann kynntist leikkonunni Denise Richards við tökur á myndinni Good Advice 2001 og gæfan virtist loks hafa gengið í lið með honum. Þau giftu sig og árið 2004 ól Richards honum dóttur, Sam. Var loksins að brá af gamla glaumgosanum? Nei, er svarið. Afdráttarlaust nei. Í mars 2005 sótti Richards um skilnað á grundvelli þess að Sheen hefði misst stjórn á drykkju sinni og hótað henni limlestingum. Hún var þá komin sex mánuði á leið með aðra dótt- ur þeirra hjóna, Lolu Rose. Í kjölfarið kom hatrömm forræð- isdeila sem lauk með því að Sheen og Richards komust að samkomulagi. „Við urðum að gera það sem er stelpunum fyrir bestu,“ sagði hann. Vorið 2008 gekk Sheen að eiga Brooke Mueller, sem hefur lifi- brauð sitt af fasteigna- viðskiptum. Rekkjubrögð þeirra báru ávöxt í mars 2009 þegar tvíburarnir Bob og Max komu í heiminn. Börn Sheens eru þá orðin fimm að tölu, hann eign- aðist dótturina Cassöndru Jade Estevez árið 1984 með þáverandi unnustu sinni, Paulu Profit. En vont getur verið að bjóða hundi heila köku. Á jóladag í fyrra var Sheen tekinn höndum á heimili þeirra hjóna fyrir að ganga í skrokk á Mueller. Vændi hún hann einnig um að hafa hót- að sér með hnífi. Þegar Sheen kom fyrir dómara í ágúst gekkst hann við „misgjörðum“ og var að launum dæmdur í áfeng- ismeðferð og skikkaður til að sækja 36 klukkustunda nám- skeið í reiðistjórnun. Þá var Sheen bannað að eiga skotvopn eins lengi og hann lifir. Hörð refsing fyrir vopnelskan mann. Sheen og Mueller hafa ekki sést saman frá því um síðustu jól og á dögunum greindi tímaritið People frá því að hann hygðist sækja um skilnað frá henni núna eftir helgina. Já, þið lásuð rétt! Hann frá henni. Eftir að dómur gekk kvaðst Sheen vera þakklátur og hlakka til að hlýða fyrirmælum dóms- ins, „halda áfram með líf mitt og komast yfir þetta“. Það gekk ágætlega. Þannig lagað séð. Þangað til hann pant- aði sér herbergi á Plaza ... 7. nóvember 2010 37 Charlie Sheen (skírður Carlos Irw- in Estevez) er 45 ára gamall, son- ur hins mikilsvirta leikara Martins Sheens og konu hans, Janet Templeton. Systkini hans þrjú eru öll leikarar, Emilio, Ramon og Re- née Estevez. Sheen gekk Thalíu ungur á hönd og kom fyrst fram í sjón- varpsmynd aðeins níu ára, The Ex- ecution of Private Slovik. Hann sló rækilega í gegn í Platoon (1986) og Wall Street (1987) en Oliver Stone leikstýrði báðum myndum. Til stóð að Sheen léki einnig í mynd Stones Born on the Fourth of July (1989) en á end- anum fékk Tom Cruise hlutverkið. Við það móðgaðist Sheen heift- arlega við Stone og unnu þeir ekki saman á ný fyrr en nýlega en Sheen fer með lítið hlutverk í nýju Wall Street-myndinni. Sterk endurkoma í sjónvarpi Sheen var í hópi eftirsóttustu leik- ara af ungu kynslóðinni á of- anverðum níunda áratugnum og myndir á borð við Young Guns, Ca- dence og Hot Shots! gengu vel. Á tíunda áratugnum hallaði hratt undan fæti hjá Sheen enda hafði kappinn öðrum hnöppum að hneppa. Mestmegnis kom hann fram í misheppnuðum gam- anmyndum. Aldamótaárið hljóp heldur bet- ur á snærið hjá Sheen þegar hann var fenginn til að leysa Michael J. Fox af hólmi í gamanþáttunum Spin City. Fékk hann einróma lof fyrir frammistöðu sína og vann Gullhnöttinn. Framleiðslu Spin City var hætt tveimur árum síðar en þar sem Sheen var aftur kominn rækilega á kortið gat hann valið úr verk- efnum. Árið 2003 tók hann að sér hlutverk Charlies Harpers í gam- anþáttunum Two and a Half Men en sá karakter er lauslega byggð- ur á Sheen sjálfum og myndinni sem fólk hefur af honum. Two and a Half Men hefur notið fádæma vinsælda vestra og fyrr á þessu ári skrifaði Sheen undir nýj- an samning sem gerir hann að einum hæst launaða leikara í sjónvarpi. Hermt er að hann fái tæpar fjörutíu milljónir króna fyrir hvern þátt. Hann ætti því að eiga fyrir skemmdunum á Plaza-hótelinu. Eins og margar stjörnur hefur Sheen lagt sitt af mörkum til góð- gerðarmála, einkum hefur hann lagst á árarnar með alnæm- issjúkum og safnað verulegum fjármunum gegnum tíðina. Sheen hefur ekki legið á skoð- unum sínum varðandi hryðju- verkaárásirnar 11. september 2001 og hvatti í fyrra Barack Obama Bandaríkjaforseta til að láta rannsaka málið betur. Ekki væru öll kurl komin til grafar. Sheen ásamt Michael Douglas í Wall Street á því herrans ári 1986. Stríðsmynd Olivers Stones, Platoon, gerði Sheen að stórstjörnu. Skrykkjóttur ferill Bræðurnir Emilio Estevez og Charlie Sheen hafa báðir helgað sig leiklist. M anneskjan er alveg svakalega sérstakt fyrirbæri. Maður er að sjá það alltaf betur og betur. Ekki síst vegna þess að ég held að engin lifandi vera á þessu jarðríki sé þeim hæfileikum gædd að flækja hlutina eins mikið og við gerum. Manneskjan er meist- ari í að flækja líf sitt. Og annarra. Við Íslendingar erum til dæmis búnir að flækja líf okkar allhressilega undanfarin ár. Við þurftum ekkert að gera það. En gerðum það samt. Í grunninn held ég að stór partur af flækjunni sé sá að við Íslendingar erum ekkert rosalega færir í mannlegum sam- skiptum. Til dæmis í endurgjöf (nota þetta orð til að hljóma eins og ég viti alveg rosalega um hvað ég er að tala). Flestir Íslend- ingar, að undirrituðum meðtöldum, stunda oft mjög einsleita endurgjöf. Og kallast hún neikvæð endurgjöf. Við erum mörg hver alveg rosalega dugleg í því að benda á allt hið neikvæða. Það sem megi nú gera betur varðandi hitt og þetta. „Menn eru bara hreinlega ekki að vinna vinnuna sína“ er setning sem hljómar ansi oft á Íslandi. Ég veit að það er atvinnuleysi og allt það, en mikið rosalega eru margir eitthvað ekki að vinna vinnuna sína þessa dagana. Jákvæð endurgjöf er bara orðasamband sem flestir Íslend- ingar þekkja ekki. Það er einhvern veginn eins og við Íslend- ingar þurfum að fara alveg í sérstakar stellingar ef við ætlum að vera jákvæð. Enda vitum við ekkert hvernig við eigum að vera þegar við erum í útlöndum og umgöngumst fólk sem stundar jákvæða endurgjöf. Roðnum og byrjum að tafsa bara. Enda erum við því ekki vön. Kanar eru alveg svakalega dug- legir í að hrósa. Enda eru þeir sí hrósandi allan daginn. Það er allt voða mikið „Great“ og „Awesome“ og „Good for you“ í Ameríku. Ég held að stór partur af flækju okkar Íslendinga sé sú að við reyndum að breyta þessu. Við gerðum okkur grein fyrir þessari botnlausu neikvæðu endurgjöf og byrjuðum bara allt í einu að hrósa öllum. Snérumst bara í hring. Allt sem allir gerðu og sögðu varð bara æðislegt. Allir urðu bara allt í einu flottir, frægir og fjáðir. Enda gerum við Íslendingar ekkert með hangandi hendi. Við förum alla leið. Við gengum svo langt að kolruglaðar hugmyndir manna fengu jákvæða endurgjöf. Til dæmis datt einhverju fólki það í hug að stofna dagblað í Danmörku á einhverjum tímapunkti. Sem var svolítið spes. Sérstaklega í ljósi þess að það eru alla- vega til svona sirka tuttugu og fimm dagblöð í Danmörku. Ég meina vöntun á lesefni er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður kemur til Danmerkur. En við Íslendingar vissum auðvitað betur. Þetta fólk sem sá um útgáfu dagblaða í Danmörku var auðvitað allt að gera þetta meira eða minna rangt. Enda dagblöð á Íslandi hafin yfir flest dagblöð heims- ins. Sko í gæðum alltso. Og svo fékk þetta fólk auðvitað lánað fyrir þessu dagblaði líka. Eðlilega. Þetta var bara svo jákvætt mál allt saman. Mannleg samskipti hafa líka oft á tíðum verið okkur Íslend- ingum þrándur í götu. Einu sinni var ég á fundi í Danmörku. Þetta hefur verið árið 2006 að ég held. Fundinum lauk og ég bað um að hringt yrði á leigubíl. Nú tíminn leið en leigubíllinn bara kom ekki. Þegar ég var búinn að bíða í allavega í svona fimm mínútur og alveg að missa þolinmæðina, bað ég Danann um að hringja á leigubílastöðina og koma því til skila að það væri Íslendingur sem væri að bíða og ef leigubíllinn færi ekki að koma myndi hann sennilega bara kaupa leigubílastöðina. Og loka henni. Þetta er náttúrulega lygi. En góð saga samt. Hefði alveg get- að gerst. Mín von er bara sú að við Íslendingar hættum að flækja hlutina. Lesum bara blöðin okkar í rólegheitum. Og bíðum eftir leigubílum í rólegheitum. Og byrjum svo áreynslulaust að hrósa fólki. Sérstaklega þegar það á það skilið. Líka Dön- um. Mannleg samskipti ’ Til dæmis datt einhverju fólki það í hug að stofna dagblað í Dan- mörku á einhverjum tímapunkti. Sem var svolítið spes. Pistill Bjarni Haukur Þórsson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.