Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 3
I. Það er gamall barlómur, og ef til vill heldur leiðigjarn, að ræða um ungt fólk á hverjum tíma, getu þess, dug, fram- tíðarhorfur og sjonarmið. En þetta eru þó ein af þeim fjölmörgu leiðindum, sem eiga rétt á ser, þar sem það er óhrekj- andi staðreynd, að tími hvers ungs manns og hverrar ungrar konu hlýtur að koma, þannig að þau eigi að taka við. Og hversu svo sem svo vantraust þeirra, sem eldri eru og reyndari, á sór djupar rætur, þá verður þetta vart umflúið. Máltækið, að heimurinn fari versn- andi, er ekki uppfinning þeirrar aldar, sem við lifum, sfður en svo. Það er nærri jafn gamalt manninum sjálfum og hefur 1 flesta staði reynzt honum vel, hefur verið mótvægi á þær framfarir, sem átt hafa sér stað utan við sálarlíf hans. Það hefur vakið upp þrjózku ein- staklingsins og hann hefur viljað sýna, að merking þess er þrátt fyrir allt röng. Slík þróun heyrir að visu fortiðinni til, en hún hefur reynzt henni heppileg. SÚ æska fortíðarinnar, sem nú er ell- in eða gröfin, hefur haft margt og flest umfram okkur, sem erum æska þessa tíma. Kannske fyrst og fremst minna af öllu veraldlegu, minni tækifæri. En þess vegna hefur hún lært að bera virð- ingu og getað höndlað þau lffsgæði, sem féllu í hennar hlut, af meira öryggi. Hún hefur ráðið betur við hraðann - og haft meiri skilning á þvi, hver helztu verðmæti mannsins eru, og hvar þau er að finna. Hið síðasttalda er vissulega það, sem mestu máli skiptir og einnig það atriðið, sem markar skýrustu línurn- ar við galla nútimabarnsins. II. Það er svo margt, sem maðurinn álít- ur ávinning og til bóta, en sýnir sig svo vera allt annað 1 reynd. Eitt slíkt hef- ur bitnað á áslenzkri æsku, þeirri sem nú er að spretta úr grasi. Það, að hafa nóg af öllu og þurfa aldrei að kviða næsta degi sakir veraldlegs skorts. Velamenningin hefur vissulega veitt öllum næg fæði og klæði.en hefur hún rækt það hlutverk sitt, sem varðar gildi einstaklingsins þannig af hendi, að ein- hver geti verið stoltur ? Það er álitamál, hvort nokkurn tíman hafi lífsleiðinn markað eins djúp spor í heildarmynd æsku 1 þjóðfélagi sem á ás- lenzka æsku 1 dag. Og það er margt, sem æskunni leiðist. Ekki sizt^það ný- næmi, hversu mjög henni er hrosað fyrir svo mikið sem fegurð, hreysti og gáfur. HÚn hefur of mikla peninga milli handa, sem síðan eru búnir, þegar þeirra verður þörf. Undir niðri er æskumaðurinn ekk- ert of ánægður með allt það fjármagn, sem rennur á milli handa hans. Lífsleiði ungs fólks hefur raunar kom- ið enn betur 1 ljós 1 nágrannalöndum okkar, velferðarrfkjum. Og þar er reyndin sú, sem hún og er að verða hér, að til þess að reyna að vinna bug á tómlætinu, sem jafnan fylgir lífsleiðanum, þá tekur ungur maður eða kona upp á einhverju nýju, ein- hverju, sem veldur tímabundinni gleði og ánægju, en þeim mun lengri og leiðin- legri eftirleik. Eða eins og skáldið sagði : Þess bera menn sár, um ævilöng ár, sem aðeins var stundarhlátur. ( H. H. ) Og annað nýtt og afbrigðilegt við þá æsku, sem hér er á þessu landi, eru ný viðhorf og nýjar skoðanir gagnvart menntun. Rétt er það, að nú er það ekki neinum erfiðleikum bundið að kom-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.