Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 14
- 80 - unum niður. Þar héldu þau til austurs, til þess staöar, þar sem sólin var vön að koma upp, til ásanna 1 austri. Er þangað kom, sagði sólin við Yulzha : "Far þú nu til Denhabyggðarinnar á undan, svo þu getir gengið inn 1 Jjorpið í sömu mund og ég stíg upp á himininn. Himnaandinn mun bera þig þangað, skjotar en nokkur maður getur gengið. " En Yulzha hikaði og sólin mælti enn: "Ég veit, hvað þú óttast, Yulzha, og það er ástæðulaust. Solin gengur ekki á bak orða sinna, ég hef sagt ég ætli að koma, ég mun koma. " Yulzha hálfskammaðist sín. Himnaandinn lyfti honum nu á væng sér og þaut gegnum loft- ið, og fyrr en hugur manns skynjaði var Yulzha staddur rétt utan við þorpið og heyrði þytinn af vængjum andans fjarlægjast. Ferðin undir jörðina hafði verið löng og Yulzha sá að nú var morgunn og máninn nærri horfinn út 1 myrkrið. Allt var hræðilega kalt og dimmt. Hann þreifaði sig áfram og rakst fljótlega á yztu húsin. Mennirnir heyrðu, að einhver var á ferli og þá dreif að. Þeir báru kennsl á Yulzha og æptu : "Hvernig dirfist þú að koma hingað? Hér mátt þú ekki stfga fæti þínum fyrr en sól- in er komin aftur. " Og þeir gerðu sig líklega til að lumbra á Yulzha. En hann bandaði þeim frá sér og hrópaði: "En hún er komin, lítið á 3 " Og hann benti í austur. SÓlin var að risa á ný eftir ótal dimma daga og svo björt að mennirnir gátu ekki horft móti henni. En ofan af himninum hljómaði rödd andans: "Þessi eru orð sólarinnar: -- Saklausu fólki hefi ég gert rangt til með fjarveru minni. Þvi er ég komin aftur til Denhanna. En refsað skal þeim, er hrakyrtu mig, og skulu þeir allir þennan morgun missa yfirráð orða sinna og hugsana og vera vitskertir upp frá þvf. -- Þessi er dómur sólarinnar. " Það gekk eftir, er andinn mælti. í þvi sólin hélt upp á himininn 1 allri sinni dýrð og feg- urri en nokkru sinni fyrr 1 augum Denhanna, gengu af viti sínu þeir, sem hallmælt höfðu s ólinni. En um leið og þetta varð, heyrðu menn úr skógarjaðrinum eymdarlegt gól Rauðfugls nokk- urs, sem hafði sungið geðillskumessur sínar hvíldarlítið myrkurtimann allan og með lítt dulinni kæti. Enn þann dag 1 dag má heyra Rauðfuglana kveða ólundarbragi sfna meðan dimmt er af nóttu og reka upp aumleg væl, þegar sólin kemur upp, en um daga þegja þess- ir fuglar. Nú fögnuðu allir Yulzha eins og hann væri guð og kepptust við að sýna honum virðingar- merki. Hann fékk dóttur eins virtasta mannsins í byggðinni fyrir konu, og þegar höfðing- inn dó skömmu seinna varð Yulzha höfðingi Denhanna og hefur þeim sjaldan vegnað betur, en þegar Yulzha og Koiva, kona hans, stýrðu þeim. Þegar þau urðu gömul, dóu þau ekki eins og annað fólk, heldur flutti sólin þau á brott til lands síns. Þar dveljast þau og eru alltaf ung eins og sólin sjálf. Stundum fylgja þau henni á ferð hennar yfir himinhvolfið, en aðeins þegar skýjað er, þvf þau vilja ekki láta sjá sig, finnst það ekki viðeigandi, fyrst þau eru horfin úr heiminum á annað borð. Ef heppnin er með, geta menn þó séð þeim bregða fyrir milli skýjanna, hlið við hlið. Og sólin mun halda áfram að skína yfir Denhana af Yulzha, sem fór á fund sólarinnar....... eins lengi og þeir muna og segja söguna Mjöll Snæsdóttir X

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.