Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 39

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 39
105 - mann en Þorstein frá Hamri. Þetta voru tveir ólíkir menn, ólafur sem kynnti Þorstein og ólafur sem kynnti GuÖberg. Erindi ólafs var gott í þetta skiptið, og kaflarnir skemmtilega valdir, nema kaflinn ur bókinni "Musin sem læðist". Þar var enga viðbót að finna við það, sem ólafur hafði sagt. Helgi Skúli sýndi, að honum fer ekki vel að lesa allt. RITDÓMAR HAFA áður verið gerðir að umtalsefni hór 1 þessum þönkum. Ritdómurinn, sem birtist í þessu blaði, sannacr ótvírætt, að höfundur hefur lesið blaðið, sem er meira en hægt er að segja um blaðið á undan. Ennfremur kemur berlega í ljós, að höfundur gerir ser nokkuð vel grein fyrir, hvert er hlutverk ritdómara, og mættu aðrir slik- ir talsvert af honum læra. óttar og aðra bið ég velvirðingar á visunauðgun- inni, sem hann drepur á. Slí*kt á ekki að eiga sér stað. JÓLAGLEÐI ER í nánd, og verður þar mikið um dýrðir. Heldur finnst mér þó inspector færast mikið 1 fang, þegar hann gerir nútúma tjáningarform að stuðli kvöldsins. Allt látleysi, sem löng- um hefur einkennt þessa hátúð, er að detta uppfyrir, og ef' vinnan verður ekki því* vandaðri, mætti búast við, að allt fari 1 handaskolum. Og er nokkur sá ungur maður til, hversu snjall, sem hann er, sem ekki er hægt að ofgera? En kannske heppnast leikritið. STARFSEMI SKÓLASKÁLDA virðist nú 1 nokkrum öldudal, hverju sem þvú líður. Yonandi er ástæðan þó ekki sú, ,að ' þessir menn hafi ofkeyrt sig á súðustu árum, eða finnist skólinn ekki veita sömu tækifæri og dagblöð ellegar viku- blöð. Slík sjónarmið eru röng. Listafélagið hefur tækifæri til að veita þessum mönnum mikil og skemmtileg tækifæri, sem og hefur verið gert síð- ustu árin. Vonandi, að slikt hafi ekki gleymzt í ár. ÞAÐ HEFUR VAKIÐ nokkra eftirtekt, hvað busar virðast sýna félagslúfi litinn ahuga. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Það telst til undantekninga, ef þeir láta sjá^sig í pontu hjá Framtíðinni, svo og a þeim öðrum skemmtunum skól- ans, þar sem litil sem engin von er um dans. Busar eiga að vera og geta verið öflugur burðarás. Þeir eiga að rúfa kjaft og skamma allt og alla. Og helzt eiga þeir að stofna eigin málfundaklúbb og gefa út blað. Og ekki sizt eiga þeir að tala á málfundum og láta þá, sem í félagslífinu eru orðnir gamlir, væru- kærir og íhaldssamir, vita, að þeir eru ekki einir í heiminum. ÞEGAR UM Beckettkynninguna er að ræða, tek ég mér í munn orð kunningja míns um hliðstæðu, sem var fyrir tveim- ur árum : HÚn tókst svo vel, að ég komst ekki inn. NÚ ERU JÓLABÆKURNAR óðum að streyma á markaðinn, og þykir sumum nóg. Ekki er þó vitað um neitt nýtt rit- verk, sem jafnast á við hinn þrúeina bóka- flokk Helgafells frá því* í fyrra, eða góða bok, sem jafnast á við Dægurvúsu Jakobíhu. Sú bók, sem mesta athygli hefur vakið til þessa, er Tómas jónsson Metsölubók. Enda er hún bráðskemmtileg, þótt vantrú- aður sé ég á, að hún marki txmamót í ein- um eða neinum skilningi. Einhvers er hægt að vænta frá Hannesi Sigfússyni, þó varla sé það mikið. - Snorri Hjartarson mun vera með nýja bók, og ekki komumst við hjá þvú að vita um Hemingway-þýð- ingu Kiljans. En heldur virðist bókamark- aður um þessi jól þó vera snauður af þvi, sem gott tekur talizt. ÞAÐ HEFUR VALDIÐ talsverðri og eðlilegri óánægju, hvernig niðurröðun í félagsstarfseminni hefur farið fram. Það hefur iðulega átt sér stað, að um fleira en eitt hefur verið að ræða, og fólk þess vegna misst af einhverju, sem það ógjarnan vill vera án. Með betra skipulagi ætti að vera hægt að skipuleggja þetta.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.