Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 42

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 42
Ég var orðinn blautur af svita. Ég þorði ekki að hreyfa mig 1 sætinu. Hver taug mín var þanin til hins ýtrasta. Ég vætti varirnar 1 sífellu og gaut augunum útundan mér. Ég sat nokkurn veginn fyrir miðjum vagninum. Á næstu stöð átti ég að fara út, en ég vissi ekki hvernig ég átti að fara að þvÉ Það var mér um megn. Ég þorði ekki að standa upp og taka 1 bjöllustrenginn. Allt fólkið mundi stara á mig. - Ég gat það ekki. Ég vissi það mæta vel, að ég var lumma. Ég vissi sannarlega, að ég var lítill og hallærislegur. Ég fálmaði sjálfhentur eftir treflinum, sem var um hálsinn á mér. Ég flýtti mér að losa hann af mér. Ég var þess fullviss, að ég liti út eins og gamall og hokinn krypplingur, ef ég tæki hann ekki af mér þegar 1 stað. ónotahroll setti að mér, Ég var viss um, að stelpurnar aftast í vagninum mundu skella upp úr, ef ég stæði upp. - Ég var sem lamaður. - Nú nálgaðist vagninn óð- um stöðina. Ég sá móta fyrir biðskýlinu. En það var enginn á stöðinni . . , enginn sem vagnstjórinn varð að stoppa til að taka upp í. Af hverju stóð enginn upp og hringdi? Þá yrði unnt að skjótast út án þess eftir yrði tekið. - Enginn stóð upp. - Ég bað til Guðs, en fékk enga áheyrn. Alls kyns hugsanir ásóttu mig. Hafði allt, sem móðir mín hafði sagt mér um Guð, aðeins verið til að blekkja mig? Yar allt, sem hún hafði sagt mér um hjálpsemi Guðs.upp- spuni og blekking ein? Ég hriðskalf. Taugaspennan var að ná hámarki. Ég var viss um, að nú væri ég orð- inn rauðflekkóttur í framan. Að hugsa sér vonzku þessa heims. já, ég var áreiðan- lega orðinn rauðflekkóttur. Ég var kominn á fremsta hlunn með að æpa. Mig lang- aði til að æpa, en það var eins og ósýnileg hönd tæki fyrir kverkar mér. - Örvænt- ingin heltók mig. Og nú...........ók vagninn framhjá stöðinni. Ég fann hjartsláttinn aukast óskaplega, alltaf meir og meir. - Ég fann tár renna niður rjóðar, brennheitar kinnarnar. Þetta var mér um megn. Nú var mælirinn fullur. Hjartsláttur minn óx enn. Blóðþrýstingurinn var kominn langt yfir markið. Allt hringsnerist fyrir augum mér. Ég var lumma. Ég var lumma, litil græn lumma. Græn lumma, græn, græn. Ég var grænn, grænn eins og lítil lummuleg blaðlús. . . . og Guð. Hvar var Guð ? Guð, nei, Guð var ekki til. Guð hlýddi ekki á bænir mínar. Af því að ég var lumma og grænn eins og lítil ræfilsleg blað- lús. Smæð minni voru engin takmörk sett. Ég var eins og örsmá lús. Ég, ég, ég............. Allt i einu kom skær blossi, allt varð hvítt og rautt og svolítið af fjólubláu með. Höfuð mitt sundraðist 1 þúsund hluta, hugsanir minar og minni ruku út 1 tómið með háum hvin og síðan sökk ég niður í botnlaust hyldýpismyrkur. Snjöll lífsreynslusaga þessi er endurprentuð úr skemmti- ritinu "Likaböng", gefnu út af fyrirtækinu "Húsráð & Co. Ltd. " , þar sem ég er allt 1 öllu, forstjóri, einkaritari, sendill og lesandi. Helgi Guðmundsson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.