Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 26
- 92 - FYRST var leiddur fram Mósi, foreldrar Björk af Sandi og Glumpi frá Syðri-Víöi- staðavöllum, eigandi Þórgnýr Þrastarson á Yzta-Steini. Þegar Bjarni 1 Kollsgili sá Mosa, varð honum að orði : "Mósi kemur, man ég þig, milli fjóss og hlöðu. Röskur vildir renna ^a mig, er reykta bauð þór töðu." Bjarni hafði reykhús áfast við fjósið, og hafði hey slæðzt inn og ónýtzt við haust- reykingar. Vildi Bjarni samt nýta heyið og bauð Mósa það, hálfpartinn 1 glensi, en þá rann Mósi 1 átt að honum, og slapp Bjarni naumlega, en hafði gaman af. Næstur MÓsa kom Beinsi, foreldrar Stjarnhyrna úr búi þeirra Oddsstaða-bræðra, Guðmundar og jóns Þórðar, og Hrímfaxi, ættaður að sunnan, eigandi Sigmundur 1 Úthlíð. Fannst öllum, sem viðstaddir voru, að reifið hefði mátt vera súðara á Beinsa, en brjóstbein var gott og fætur liðlegir. Ég hef það eftir Guðríði, móður Steins Orra á Fjallverpi og Steinunnar 1 Slakka, að veður hafi verið með bezta móti þennan sýningardag, eftir þvú sem hún hafði minni til samanburðar, og kom það sér vel, þegar næsti gripur, Mekón, foreldrar Christie af Graggastað og Preben, í búi Gunna danska, eigandi Þor' gils Grímsson, Arasonar af Akuriéifi, búsettur í Hlaðhólmi, steig fram, þvú eftir því’, sem bæði þeir Gásli í Utangarðstungu og Hrannar á Fjalldrepsá sögðu, þolir sú skepna ekki þoku eða regn, þá verður hún bandvitlaus. Næstur var leiddur fram Grámann, ( sem er samt hvítur ), foreldrar Blýdús af Koki og Klynni í Fjarkdal, eig- andi Hallfreður á Prestklakka, og var lítið markvert við Grámann, nema að hann er glaseygður. Næstur kom SkutilT, og þá byrjaði nú gamanið, undan Meymey frá Skarðstanga og Skopi Gríms í Innra-Flór, eigandi Friðleifur, skrifstofufulltrúi hjá Viðskiptaendurskoðuninni 1 Reykjavik. Lætin byrjuðu nú með þvx, að Skutull rann á undan leiðurunum og meiddi annan vúst eitthvað og hljóp svo eins og byssukúla suður öll tún og innfyrir. Varð þá Bjarna í Kollsgili að orði : "Hvað andskoti hleypur skratti, ætli honum sé mál? ! " Ekkert með það nema næstur er Kálmur, undan Mettu frá Laugahálsi og Krumma 1 Bitey, eigandi Skarphéðinn á Mörk. Kálmur er tíú vetra og fannst öllum, sem á horfðu, það vera mikill aldur. Þegar næsti kom, Glanni, sonur Krúklu á Héraði og Frikka í Höfn, var nú mér og fleirum farið að verða kalt, eigandi Snæbert á Litla - Rassgati, og lang - aði í kaffi. Byrj- ^ aði Dóri 1 Freð— JKk húsum að kaila : /1 " Eigum við ekki U.JML að fá okkur kaffi, strákar," og voru allir sammála nema Sæmundur á Þorskléni og Kristmann skalli á Frúarkosti. Geiri á Ytra-Rúg- brauði fékk þó mannskrattana inn með sér. Inni tek ég allt í einu eftir þvú, að ég er eitthvað öðru visi en ég á að mér og finn allt í eima, að ég er enn þá með húfuna á hausnum. Kemur þá Þóra, dóttir Bjarna yngra á Fremra-Osti og segist munu fara með hana fram. Ég læt hana hafa húfuna og segi svo við Kristlaug á Brynkufossi, en hann er nákunnugur hjónunum á Keralds' vík, sem brann hjá í fyrra, að helvíti sé hún mannvænleg hún Þóra, það sé munur en við kallarnir. Brosti hún við þvú, þvi hún hafði staðið rétt við norðurvegginn og heyrt til mín. Sungið var við raust yfir kaffinu, kvæði í léttum dúr, eins og "Nefndu ekki naflann á henni Fríðu" og " Skyldi hún skoppa frá mér, " og margt fleira, og setti nú Þóru hrúta&ýningu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.