Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 5
- 71 IV. Það hafa allir tækifæri til mennta, sem það geta, og raunar miklu fleiri. Þetta er staðreynd, erfið viðureignar, en sem ungt fólk verður að horfast í augu við. Hun hefur gert það að verkum, að hin oftlega dáða sjálfmenntun, sem Hriflu-Jonas hóf til skýjanna fyrir eina tíð, er að mestu ur sögunni. í þessu nútímaþjóðfélagi okkar fer að verða held- ur litið um þessa menn, sem af þjóðfé- lagslegum ástæðum hafa lent á annarri hillu í þjóðfélaginu en þeir hafa raun- verulega tilheyrt. Slíkt er engan veginn heppilegt, þvi einmitt þessir einstakling- ar, þeir sem sjálfum finnst þeir hafa lent "neðar" í þjóðfélagsstiganum en efni stóðu til, hafa verið hið nauðsynlega tengjandi afl á milli stétta. Framtfðin býður upp á hættulega stéttaskiptingu, en sem verður að forðast 1 lengstu lög. Á þessu landi voru eitt sinn sveita- heimili, hver töldu nokkra tugi þegna. Þar þótti mikill galli, hve þau voru út úr menningunni svokölluðu, hve þau stóðu strjált og erfitt var að komast á milli bæja. En þar skapaðist samfélag, góður andi og ágæt skilyrði til að ala upp nýja einstaklinga. Einstaklingnum varð litil hagsbót að þvi að lifa 1 stærri heildum. Það verður fátæklegra lif, þrátt fyrir allt. V. Kannske er ógurlega ljótt að opna munn og segja eitthvað ljótt um ungt fólk. Að minnsta kosti á sú skoðun sér nokkurn hljómgrunn. Og kannske sizt, þar sem um er að ræða mann ungan að aldri og ekki barnanna beztan. Ég veit það ekki. En alla vega er það vist, að 1 þessu þjóðfélagi eru að gerast miklar breyting- ar, svo miklar, að einstaklingurinn hef- ur ekki haft tækifæri til að melta þær og læra að hegða sér í samræmi við þær. Ef til vill lærir hann það, ef til vill ekki. En þetta breytingaskeið er rétt að hefjast. Og nái ekki helvítis sprengjurn- ar að ganga milli bols og höfuðs á mann- kyninu, þá er þess að vænta, að breyt- ingarnar fari að komast á verulegan skrið. Til þess að þola slíkt þarf sterkt fólk og vel undirbúið. Og ef svo á að vera þarf að breyta, ekki fyrst yhri að- stæðum, - heldur hugarfarinu. Auðvitað er æskan innst inni ekki á nokkurn hatt frábrugðin því", sem verið hefur. En breytingarnar hafa komið of snöggt. HÚn er ráðþrota og frekar en að gera ekki neitt, er gert eitthvað, fálmað, og i flestum tilfellum er um mistök að ræða. Mistök, sem stafa af vankunnáttu. - En, það er langt súðan maðurinn uppgötvaði leið til að hamla gegn vankunn’- áttu. Það hefur bara gefið góða raun. Ég held hún sé kölluð kennsla. Desember 1966. Vilmundur Gylfason Ú R r R Slagviðri um nótt S K Köld er nóttin úr MÓin MÓr, U og niður streymir regnið : dimmt öskur, svarað af hlátri vindsins, hljóð úr skjólgóðum skóginum. ( 7. eða 8. öld ) B ý f 1 u g a Kvik er býflugan gula frá bikar til bikars, langt fer hún með sól, djarflega flýgur hún út á viða sléttuna og sameinast örugg systrum sínum í býkúpunni. ( 7. eða 8. öld ) Lauslega hefur snarað Kristinn Einarsson, eftir enskum þýðingum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.