Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 20
- Komdu, segir hún, falleg í svörtu siÖbuxunum. Hann svarar ekki, en horfir út. Regn. Sufellt bannsett regn. Gamall maður paufast upp götuna á móti regninu og kuldanum, lotinn er hann f herðum og þreytuleg- ur, þetta var regnsamt haust og hann kæmi andskotann ekki neitt. - Gerðu það komdu. Hun er nálægt honum og hann finnur ilminn af henni, regn- ið eykst og gamli maðurinn horfinn fyrir horn. - Komdu, segir hún enn, og hann heldur áfram að horfa á regnið. - Ég fer þá ein. Hann heyrir hana loka hljóðlega á eftir sér og veit hún stend- ur frammi á stigapallinum og bíður eftir hann komi, en hann kemur ekkert, tekið að skyggja og dregur heldur úr regninu. f vetur yrðu tvö ár sfðan fyrst. HÚn var á næsta bæ, veturinn sem hann var fyrir norðan. Hann mundi vel þegar honum þótti undarlega gott að hafa hana þarna við hlið sér og gekk hægt. Fullt tungl, veður stillt og frost, en þó ekki hjarn og þvf fremur erfitt um gang f þykkum snjónum, hálfhörnuðum. Hún var blfð og mild og allt það og lyktaði öðruvfsi en áðan, enda búin að vera lengi úti f kuldanum, skrýti- lega köld viðkomu, en þó heit. Miklar stillur og snjór, pfnulítið rómantfskt á köflum og stundum mikið. Hann heyrir hana ræskja sig frammi á ganginum og veit hún vill hann viti af henni þarna. f fyrra um þetta leyti var hann einmana og lét undan þegar hún kom og allt varð næstum eins og fyrr. En hann vissi þetta gat ekki gengið svona lengur og úr þvf hún hafði hring frá hinum, yrði þessu að ljúka núna, þó hún hefði ekki hringinn á hendi sér þegar þau voru saman, hún og hann. Hún er komin inn aftur, enda kalt að standa svona á myrkum stigapallinum. Gengur til hans. Hann herpir saman varirnar og einblmir út, stytt upp f bili og hvessir heldur, birtu bregður sem óðast. HÚn gerir rödd sfna svo biðjandi sem henni frekast er unnt og stendur þétt upp að honum. Byrjað að rigna á ný, stórum þung- um dropum. Þú veizt ég get ekki komið, þú veizt ---. Rödd hans svfkur hann og hann finnur hann muni ekki geta sagt miklu meira. Hár hennar er mjukt og eitt andartak skynjar hann ekkert nema hana, eitt andar- tak, meðan droparnir falla þungt á glugga næstum almyrks herbergisins. Hann losar hana snöggt úr faðmi sér og gengur enn út að glugganum. .Veturinn góða fyrir norðan hafði hún margoft sagt það væri allt búið milli hennar og hins, en hann vissi betur nú - þetta mætti ekki ganga svo annan vetur til. - Dyrnar lokast og hann heyrir hana ganga niður stigann, hljóðlega, en hratt. Dragsúgurinn hvfn við dyrnar litið augnablik, meðan útihurðin skellur að stöfum, regnið fellur ótt og hvessir heldur. Ilmurinn er ennþá f vitum hans og mjúkleiki lfk- ama hennar -- og það var mikið mánaskin og þau höfðu gengið lengi ----skrýtilega köld viðkomu, en þó heit --- aðeins hann Ilmurinn fyllir vit hans og gangurinn er undarlega dimmur og rödd hans bergmálar hás f vfðum stigaganginum, kastast milli kaldra veggjanna, unz hverfur út f tómið -- án svars. Björn Sigurbjörnsson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.