Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 24
- 90 - menntasögu þeirri, sem Vilmundur er byrjaður að birta undir nafninu Kaffihúsa- þankar. Hefur hann gert þar nokkrum skáldum svo góð skil ( Pandura, Joni frá Pálmholti, Daváð Stefánssyni og Sigurði Pálssyni ), að þeir eru nú sjálfir fyrst að átta sig á þvi, að ritverk þeirra fjalla í raun og veru um allt annað en þeir skrife uðu sjálfir um, eftir að hafa lesið snilli Vilmundar. Hvers virði verður Bok- menntasaga Kristmanns Guðmundssonar, þegar 42. árgangi Skólablaðsins lýkur ? Hrafn Gunnlaugsson. N. B. Undanfarandi ritsmáð ljáði höf. undir- rituðum til birtingar 1 Quid novi?, en þar sem yfirbragð hennar allt er svo fyndið, skemmtilegt og snjallt, sem raun ber vitni, sást ekki ástæða til að birta hana 1 hinum nafnlausu skemmtidálkum. Ennfremur taldi ritnefnd ástæðulaust að meina höf. birtingu • á hugðarefnum sín- um ( þ. e. "heimskt", "vitlaust", "brenni- vínsþorsti", "kynæði", "brókarsjúkar" etc. ). Mánudagsblaðið biðjum við vel- virðingar að fara svo gróflega inn 1 verka- hring þess, um leið og við hörmum, að greindum pilti eiris' og Hrafni skuli ekki' . takast betur. , . Mig langar 1 dufju Áslaug. Aldrei hef ég fyllzt meiri gleði en um daginn. Þær fregnir bárust nefnilega \ gegnum útvarpið, að búið væri að bjarga orðinu DUFJA. Með hjálp útvarps og eftirgrenslana \ þáttum þess, hafði tekizt að finna út, að dufjan væri sagnorð. Gömul kona á Vestfjörðum fullyrti nefni- lega, að hér væri sögn á ferðinni, og ekki nóg með það, heldur gat hún beygt hana og gefið viðunandi útskýringu á merkingu hennar, en hún var þessi : "Árið sem hann Gvendur minn> do, var ein af kúnum hér á bænum með júgurbólgu. Og einn morguninn þegar við komum út 1 fjós og ætluðum að fara að skoða þá veiku, það er að segja beljuna, sáum við bæði með eigin augum, að þrír dropar drupu úr einum spenanum af sjálfu sér. Þá segir Gvendur minn "dufjar nú sú sjúka". Tel ég því* að sögnin að dufja þýði, eða sé réttara sagt, notuð yfir það, þegar mjólk drýpur af sjálfu sér úr bólgnu júra. " Eins og ég hef áður sagt get ég vart dulið gleði mína yfir þessari miklu upp- götvun. Hugsið ykkur bara,hvað úslenzkt mál og menning, að ég tali nú ekki um bókmenntir, hefðu farið á mis við, ef þessi ágæta sögn "hefði fallið \ gleymsku og dá", svo ég leyfi mér að vitna \ þjóð- skáld. Ættu menn að hugleiða betur þá gúfurlegu fórn og vinnu, sem margt fólk, er metur ættjörðina einhvers, hefur lagt \ að bjarga gömlum orðum, sem enginn notar lengur. Ég segi nú svona fyrir mig, "hvar yrðu úslenzk menning og bókmennt- ir staddar eftir svo sem nokkra áratugi, ef þessara manna nyti ekki við". Það hlýtur þvi að vera ósk allra sannra fslendinga, að ríkisstjórnin bæti nokkrum mönnum 1 hóp þeirra manna, sem vinna að þessu ómetanlega þjóðræknisstarfi og veiti stærri fjárupphæðir til þessara rannsókna. En svo ég snúi mér nú að þvú, sem ég var að tala um \ upphafi, væri þá ekki at- hugandi, hvort nafnorðið dufja væri ekki til, og þá hvort það þýddi ekki eftir allt saman mjólk úr bólgnu júgri, lekin af sjálfu sér. Ef svo væri, væri hér. hik- laust um mjög merka uppgötvun að ræða. Því” hver veit nema einhverri glæpablók- inni dytti \ hug að skella útlendu orði yfir þennan atburð, ef hann væri einhverntíma \ nánd við belju með jugurbólgu. Annars er það hreint og beint hryllilegt, að vita til þess, að útlendingar leiki lausum hala og babli þessi hrognamál, sem aldrei hafa skapað neinar bókmenntir af viti, svo smábörn heyri. Væri ekki ráð að kenna þeim útlendingum, sem ferðast ætla um landið, íslenzku, áður en þeim yrði leyft svo mikið sem að stíga einni tá á fslenzka grund. h.g. Aths. við H^O. Engu vatni út ég skvetti yfir menntaskóla lýð, en eina bollu \ mig setti á embættisins stuttu tið. Eyjólfur Kolbeins. Frh. á bls. 107. j

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.