Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 31

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 31
- 97 - sem ekki veit. Ef þessu heldur áfram, veröur að fara að skipta nemendum 1 bekki eftir stjórn- málaskoðunum og jafnvel mætti kenna einum flokk x Þrúðvangi, öðrum 1 Casa nova etc. Finnst virkilega engum nema mer nóg komið ? Þessi blessaður mórall hér í skóla er á algjörum villigötum að minu áliti. Folk er orðið svo fullkomið og' yfir aðra hafið ( að eigin áliti ), að það er 1 raun róttri hætt að sjá aðra en sig sjálft. Skinhelgin og yfirborðsmennskan eru hreint að gera útaf við ýmsa, blessaðir einlægu smáborgararnir eru samir við sig. Hvernig væri. að við reyndum að taka rækilega 1 lurginn á okkur og athug- um, hvort ekki má rétta eilítið við þankaganginn. Líti nú hver í eigin barm, og ætla eg að þá muni allmargur roðna og skammast sxn; ef þeir eru þá ekki orðnir svo forhertir, að þeir sjái ekki bjálkann 1 eigin auga. Mér detta í hug eftirfarandi ummæli eins vinar mfns um t. d. almenningsálit- ið, og er þvú ekki að neita, að margt er til i þeim : "Byrgt er inni 1 siðum og skikkum allt sem mannlegt er, svo að mannshjartað fær aldrei útrás, og ef þessum mikla þrýstingi inni í siðunum og skikkunum tekst ekki að drepa allt þa,ð, sem fæddist með manninum, nema þá helzt liftóruna, þá er honum mikil hætta búin; það verður sagt, að hann hafi brotið af sér gagnvart þjóðfélaginu og blessað þjóðfélagið, sem vill gera hið bezta fyrir innihald sitt. Maðurinn er vanþakklátur, sjá allt það, sem allir aðr- ir voru fúsir til að fórna fyrir hann, og svo eru þetta launin! ! " Er hægt að fá öllu betri lýsingu á klemmu þeirri, sem þjóðfélagið og um- hverfi einstaklingsins hefur potað honum 1? Hversu margir eru ekki rígfastir þarna og komast hvorki aftur á bak né áfram? Það er ekki um annað að gera en berast með straumnum, án þess að láta heyra múkk í sér, þvú þá er voðinn vis. Einstaklingurinn er ekki neitt neitt, heldur koma hópbreytingar, sem breyta heildarsvipnum, sbr. kveðskaparölduna, karnabæjaryfirbragðið, bítlamenninguna, knarfakotstizkuna og fleira mætti nefna. Að visu má segja, að framangreint sýni, að fólk sé búið að fá leið á að berast með straumnum og vilji láta að sér kveða. En þannig hefur það alltaf ver - ið ; uppreisnarandinn kemur upp, en deyr skömmu síðar hægum dauðdaga, þar eð slikt mætir andstöðu hjá hinum eldri og reyndari. Og þar með er sú kynslóð orðin nákvæm eftirmynd þeirr- ar, sem fyrir er, og berst áfram með straumnum. Einhvers staðar hér að framan minnt- ist eg á móralinn hér í skóla, og er þá ekki langt hliðarhopp yfir í drykkju- menningu nemenda. HÚn hefur verið tið- rædd og það ekki af góðu einu saman. Finnst mér það sannast bezt að segja til háborinnar skammar, að ekki se hægt að halda svo skemmtun innan skólans án þess að þar mæti hluti nemenda með víni og keyrir um þverbak á hinum meiri skemmtunum skólans, þegar menn eru tíndir undan borðum að loknu balli um leið og hreinsað er annað rusl. Mér er minnisstætt, að úfyrra að lokinni jólagleði sagði háttsettur maður innan jólagleðinefndar : "Við' vorum svei mér heppin að sýna "skrautliðinu" skreyting- arnar í kjallaranum strax að loknum skemmtiatriðum, annars hefðum við set- ið laglega í þvi". Drykkjumenning nemenda hefur vist aldrei verið með afbrigðum góð, en það má þó nokkuð á milli vera. Reykjavík, 16. 11. '66 Sigrún Guðnadóttir. KORNPERLUGULL Magdalena Schram : Lög og prinsíþ, hvað er nú það ? Jóhannes Björnsson : Hver ætli verði latínudúx, ha ? Pétur Kjartansson : Spilar einhver með forseta Fram- tiðari'nnar ? Vilmundur Gylfason : Var vérið að segja að ég væri ruddi, ha? Stefán Friðfinnsson : Mikið er ég eitthvað feitur og sætur og ánægður.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.