Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 34

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 34
Kvöldroðinn varpaði rauðleitum geislum á holan gluggann 1 ve^ggjabrotinu. Ryksky sveimaði ýfir halfhrundum reyk- háfnum. Kynlegur friður hvíldi yfir rústunum. Hann hafði lagt augun aftur. Brátt mundi myrkrið skella á. Hann fann að einhver hafði komið og stóð nú fyr- ir framan hann. Nú taka þær mig, hugsaði hann. En þegar hann opnaði augun ofurlitið, sá hann aðeins tvo fætur 1 Rottumar (ScFa umnatur rifnum buxum. Þeir voru svo kræklóttir, að hann gat sóð upp 1 heiðan himininn milli þeirra. Hann vogaði sér að lííta hærra og sa, að þetta var gam- all maður. Gamli maður- inn hélt á körfu og hníf. Fingur hans voru moldugir. Sefurðu hér? spurði maðurinn og horfði niður á óstýrilátt hár drengsins> Jörundur starði pireygður á sólina, milli krækl- óttra fóta mannsins og svaraði. Nei, ég sef ekki. Ég verð að vera hér á verði. Maðurinn kinkaði kolli. Einmitt það, þess vegna hefurðu þetta stóra prik hjá þér. já, svaraði Jörundur, hvergi smeykur og hélt dauðahaldi um prikið. Hvers vegna verðurðu að standa vörð hérna. Ég get ekki sagt þér það. Drengurinn ríghélt enn í prikið. ÞÚ hlýtur að vera að gæta fjársjóða, sagði mað-j urinn. Hann lagði körfuna frá sér og þurrkaði vandlega af hnifnum á annarri buxnaskálminni. Nei, ég er svo sannarlega ekki að passa neinn fjársjóð, sagði Jörundur fyrirlitlega, langt frá þvá. Nú, hvað ertu þá að passa? Ég get ekki sagt það, ég er bara að passa dálítið annað. Nú, látum svo vera, en þá segi ég þér auðvitað ekki hvað ég er með hérna í körfunni. Maðurinn stjakaði frá sér með fætinum. O, sagði Jörundur með lítilsvirðingu, ég get vel ímyndað mér hvað þú hefur 1 henni, auðvitað kanínufóðul Ja, hver fjandinn, sagði maðurinn. Þú ert prýðis- náungi. Hvað ertu gamall? Níú ára. Að hugsa sér, níú ára. Veiztu þá, hvað þrisvar sinnum níu eru mikið. Auðvitað, svaraði drengurinn. Síðan sagði hann til þess að vinna tfma. Það er afskaplega auðvelt. Hann einblíndi aftur á himininn milli kræklóttra j fóta mannsins. Sagðirðu ekki, þrisvar sinnum nfu? Það eru tutt- ugu og sjö. Ég vissi það strax.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.