Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 15
Fl£KHHfiURWIV Út úr fjar- lægðinni kemur flækingurinn , einn og vina - laus. Eins og vind- urinn æðir hann um sveitirnar viðstöðu- laust, ýmist til ama eins og norðangjólan, eða hressilegur og upplifgandi sem sunnanþeyrinn. Og það er vetur og skaf- renningurinn fýkur yfir heiðarnar og niður 1 dalina, fennir yfir lágan kotbæinn, sem stendur einn sér 1 helgreipum öræfanna. f bænum bíður konan með barnahópinn sinn, bíður eftir bónda sín- um heim frá húsunum. Á heiðarbæjunum eru gesta- komur fátíðar yfir vetrarmánuðina. Þó ber svo við nú, að guðað er á glugga, þvi myrkrið er skollið á, og ekki er siður að knýja dyra eftir að skyggja tekur. Guð blessi þig, segir konan og gengur fram eftir göngunum, en úti fyrir stendur flækingurinn, veður- barinn og snjóugur frá hvirfli til ilja. Konan vúsar komumanni til stofu, dregur af honum sokka og færir honum þurrt, og þá kemur bóndinn. Svo ber konan fram mat, og flækingurinn segir fróttir neðan úr byggðinni, meðan hann matast. Nú er hátíð 1 kotinu, því" hór er flækingurinn eins og sunnanþeyrinn, en á stórbýlinu niðri 1 sveitinni var hann sem . norðangjólan, þar þykir óþarft að eyða mat í slíka menn. En hór gleður hver gestur, og um kvöldið kveður flækingurinn rímur og segir sögur, því hann hefur víða farið, margt séð og margt heyrt. Og næsta kvöld kveður hann aftur rímur og segir fleiri sögur. En hinn þriðja dag kveður hann lftilláta kotbúana, sem fagna hverjum gesti, jafnt ríkum sem fátækum. Og eilífðin heldur áfram og flækingurinn hverfur út í fjarlægðina.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.