Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 35

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 35
101 Harrétt, sagöi maðurinn. Ég á tuttugu og sjö kanínur. Jörundur gapti. Tuttugu og sjö? ÞÚ mátt koma og skoða þær. Sumar eru osköp litlar. Langar þig ekki til þess? Ég get ekki komið með þér, sagði Jörundur hikandi. Ég verð að vera á verði. Alltaf, líka á nóttunni? Líka á nóttunni. Alltaf. Stöðugt. Jörundur horfði upp eftir kræklóttu fótunum. Frá því" á laug- ardaginn sagði hann snögglega. Ferðu þá alls ekki heim? ÞÚ verður þó að borða. Jörundur lyfti upp steini. Undir honum lá hálfur brauðhleifur og blikkdós. Þú reykir? sagði maðurinn, áttu píþu? Jörundur greip lurkinn sinn og sagði hikandi. Ég tygg það, ég er ekkert hrifinn af píþu. Þetta er leiðinlegt, sagði maðurinn og tók upp körfuna. ÞÚ hefðir mátt koma og skoða kanínurnar. Sérstaklega þær litlu. ÞÚ hefðir ef til vill getað fundið eina handa sjálfum þér. Ekki tjáir að tala um það. ÞÚ kemst ekki héðan. Nei, sagði drengurinn hryggur, Nei. Maðurinn bjóst til að fara. Jæja, ef þú verður að vera hérna. . . . leiðinlegt. Hann snéri sér við. Þú mátt ekki koma upp um mig, sagði Jörundur allt 1 einu. Það eru rotturnar. Fæturnir gengu eitt skref aftur a bak. Rottur? já, þær éta þá dauðu, lúkin. Þær lifa vist af þvú. Hver segir það ? Kennarinn okkar. Og þú ert bara að passa rotturnar, spurði maður- inn. Nei, ekki þær. Siðan sagði drengurinn svo lágt að varla heyrðist. Bróð- ur minn. Hann liggur hér undir. Þarna. Jörundur benti með prikinu á hrun- inn vegginn. Það féll sprengja á hús- ið okkar. Ljósið hvarf 1 kjallar- anum. Hann hvarf lúka. Við kölluðum á hann. Hann var miklu yngri en ég , bara fjögurra ára, Hann hlýtur að vera hér enn. Hann var miklu yngri en ég. . Maðurinn horfði niður a

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.