Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 28
- 94 - Editor, eða ekki er allt sem sýnist. Skemmtilegheit. Nytt tímarit hóf fyrir skömmu göngu sína 1 skólanum. Nefnist þaö "skóla- tíðindi". Er það undir stjórn hins heims- fræga inspectoris scholae. Hefur þessi utgafa hinn merkasta rekstursgrundvöll, eins og l.tbl. sýndiHjóslega. Vakti margt athygli eins og t. d. hin frumlega fyrirsögn : "Betra seint en aldrei/eða skýrt frá sumarstarfi". Er þetta senni- lega eitt bezta hugverk Baldurs G. til þessa og skýrir sálarskipulag piltsins bet- ur en flest annað frá hans hendi. Þá var nafn Kristins Einarssonar birt vegna hinna fjölmörgu nemenda, er ekki hafa seð það áður á prenti. En sá er ljóður á, að ekki nógu margir þekkja hinn hlédræga nemanda 1 sjón, en heyrzt hefur að úr því verði bætt innan tíðar og hann sýndur í* "Málara"-glugganum við Banka- stræti. Verður það nánar auglýst sáðar. í heftinu er einnig ferðasaga eftir Sigurð Arnalds. Var það frá ferð sjötta bekkjar. Allir nemendur vita nú, að það var ægi- lega gaman. Loks er greint frá póstkass- anum, hinni stórmerku uppfinningu in- spectoris, sem halda mun nafni hans á lofti, meðan vötn renna til sjávar. Haldiði kjafti. Mannabarna- vinurinn og lands- ins menntaða.sti playboy , Guðni Guðmundsson, sá sami og kenndur er við lfkamshluta rótt fyrir neðan nefið á sér, er orðinn einn helzti frömuður íslenzkra myndútsendinga, svo sem al- þjóð er kunnugt. ÞÓ munu þýðingar Guðna aðeins vera lítið brot af starfsemi hans. Hitt er 1 þvú fólgið að klappa þulunum á vinstri rasskinn og brosa, leiðrétta þýðingar Péturs H. Snæland og koma svo sem oftast á skrifstofu sjónvarpsins, þvá það mun alltaf vera svo gaman, þegar hann fer. Af skiljanlegum ástæðum hefur Guðni ekki enn fengið að sjást á skerminum. Vilmundur Gylfason ritstjóri ( sjá nán- ar ársrit allsherjarsamtaka íslenzkra áhugakvenna um hannyrðir 1 heimahús- um 1948-1966 ), hefur látið gera sér svohljóðandi nafnspjöld: Vilmundur Gylfason EDITOR Reykjavik ísland, Ice- land, Islande, Island ( þý. ), Island ( da. no. sæ. ), simi, telefón: 14387. Spjöldin eru fimm sinnum tíú sentimetrar, bleik að lit en letrið gult. t hægra horni niðri er skjaldarmerki Vilmundar, liítil flaska, ( sennilega blekbytta ), sem hann hefur sjálfur teiknað. Þegar Hrafn Gunnlaugsson, vinur Vilmundar og bróðir Þorvalds ( sjá lögfræðingatal ) sa spjöld- in, hló hann bókmennta- og leikhusa- hlátrinum í tvo daga út af fíflsku Vil- mundar. Hrafn heldur að editor þýði edjót. Uppskurður á herörum. Loks kom að því*! Rektor hefur skorið upp herör gegn pólitfskum virðingum. Gengur umhyggja hans fyrir tilfinn- ingalifi þeirra nu svf- nm ? nemenda her- skældra, sem faðerni sitt geta rakið til lands- feðra, svo langt, að hann gerði heiðarlega til- raun til að afnema skemmtikrafta Fram- tíðarballsins, Gunnar og Bessa, að sögn, en þar var Vigfúsi að mæta. En hvers vegna máttu þá sumir kynna óáreittir og sumir flytja ræðu og sumir syngja ? Veit rektor ekki, að til eru fleiri tilfinningar en föðurást ? Ha ? Þá hefur rektor lýst yfir eldheitri fordæmingu sinni á hvurslags pornógrah í þessum ævagamla skóla. Meðal ann- ars hefur hann vítt þá forseta Listafé- lagsins og forseta Framtfðarinnar fyrir sóðalegan og hrottafenginn dónaskap í

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.