Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 6
RITDOML lyleð lækkandi sólu og vaxandi vetur- hörku, kom út annað Skólablaðið 1 rit- stjórnartíð Vilmundar Gylfasonar og sveina hans. Blaðið, gult með svörtum kili og gotneskum blaðhaus, sem minnir mjög á nafn víðlesnasta og bezta auglýsinga- blaðs landsins, er 32 síður, snyrtilega uppsettar og bera greinilega sviþmót smekkvísi Ölafs Torfasonar. Forsíðu- mynd sama manns er skemmtileg, en litt skiljanleg, en það er önnur saga. Vilmundur Gylfason ritar nú styttra og mun auðskildara Editor dicit en í síðasta blaði. Frekar mikillar svart- sýni þykir mór gæta hjá Vilmundi, en ef til vill má um kenna hrímköldu hausti og horfinni sumarblíðu. Og hver veit nema andlitin, sem Vilmundur mætir, hafi fengið nýjan vonarglampa 1 tóm aug- un, þegar lóan kemur að vori, ( eins og margfrægt er orðið 1 íslenzkum kveð- skap ). Ingólfi Margeirssyni er margt til lista lagt, bæði til munns og handa, en hingað til hefur mér þótt Ingólfi takast betur við dráttlist en ritað orð. I” kvæði hans á bls. 38-39, Síðla dags í október, gæt- ir sama hausttregans og hjá leikbróð- urnum, ritastjóranum. í kvæðinu er margt, sem veit á gott, og virðist Ing- ólfur 1 framför frá útkomu skólaljóðanna frægu. Aldrei hef ég Jaó getað sætt mig við algjört formleysi í kveðskap ungra manna, þegar hrynjandi vantar i fslenzk- an skáldskap, rímaðan eður ei, með ljóðstöfum eða án þeirra, finnst mér alltaf eins og meira sé ort af vilja en getu, að útras tilfinninganna beri formið ofurliði. En nóg um það. ósagt læt ég um ritdóm jóhannesar Björnssonar fyrrverandi ritstjóra. Réttlæti Kristjáns Guðlaugssonar fjall- ar um eilift yrkisefni, illa meðferð a vorum smæstu bræðrum. Fremur klént byrjendaverk, en þó held ég, að Kristján geti miklu betur, ef vilji og einbeitni sitja í fyrirrúmi. Á bls. 42-43 eru nokkrir v'alinkunnir nemendur látnir úthella skoðunum sínum á yrkingum nemenda í M. R. JÓn Thor- oddsen kemst langbezt frá hlutverki sínu á bráðskemmtilegan hátt. Sigrún Guðna- dóttir er að vanda lítt málug í grein sinni, sem er bæði litlaus og nett og mundi sóma sér vel í hvaða ungmenna- félagsriti sem væri. Jens ÞÓrisson og Hjörleifur Sveinbjörnsson svara af still- ing og festu í fullri alvöru. Er það vel. H. T. nýliði í fjölmennum skáldahópi skólans birtir sitt fyrsta kvæði x blað- inu á sxðu 44. Hrafnskvæði H. T. er ó- dýr kveðskapur og hefði höfundur mátt láta kvæðið óbirt enn um hrúð sér að skaðlausu. Tré sama manns lxkjast fjölda smásagna, sem birzt hafa á und- anförnum misserum um hugsanagang barna. H. T. virðist hafa orðið fyrir á- hrifum af ólafi Torfasyni, hverju sem það sætir. Sagan er þó mun betri en kvæðið. Quid novi er skemmtilega rætið. Embættismannatalið fremur dauflegur lestur og myndir Margrétar Reykdal ekki eins góðar og það, sem hún hefur bezt gert. Stórum eru þær þo betri en sams konar spédrættir undanfarinna 2ja ára. Blekslettur eru nú ritaðar af 3mur mönnum og heldur óskemmtileg lesning. J. Þ. ræðir um scriba scholaris málið í umvöndunartón. Kristján P. Magnússon minnist á eilíft ráp fundarmanna á sam- komum Framtíðarinnar og kemur með ráð til úrbóta. Enn einn áhugamaðurinn Frh. á bls. 103.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.