Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 41

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 41
107 - BLEKSLETTUR, frh. af bls. 90. CONFITEOR ( -fessus sum, fiteri, dep. 2 ). Ég undirritaður játa að hafa gerzt sekur um að skrifa ósannindi í Skólablaðið. t klausu um tolleringar undir heitinu H2O 1 Quid novi, 2. tbl. 1966, er hverri lyginni raðað ofan á aðra. Þessa klausu skrifaði eg. Eina afsökun mín er su, að ég var ekki sjálfur viðstaddur þá atburði, er frá grein- ir, heldur bárust mór villandi og áareiðan- legar heimildir, sem eg hirti ekki um að staðfesta. Ég vona, að gáleysi það og ung- æðisháttúr ,~, sem lýsa sér 1 þessum létt- úðugu skrifum geti orðið víti til varnaðar. Eyjólfur Kolbeins hefur gert þessu máli fullkomlega skil bæði í pontu„i I'þöku og í framanritaðri stöku. Hefur hann nu að mínu viti hreinsað sig fullkomlega af þeim rógburði og lygum, sem fram komu 1 þess- um ómaklegu níðskrifum. Enda ætti það að standa fjærst mór að ófrægja Eyjólf á nokkurn hátt, samvizkusamasta og kapps- fyllsta umsjónarmann, sem ég hef nokkurn tíma átt yfir höfði mór. Og veit óg, að þá mæli eg fyrir hönd gjörvalls IV. -bekkjar B síðastliðinn vetur, sem nú eygir skelegga forystu, skapfestu og járnaga Eyjólfs Kol- beins 1 móðu glæsilegs tímabils, þegar hann dvaldist enn í máladeild. Vildi óg nöta tækifærið og vísa í eitt skipti fyrir öll á bug slúðri og hvískri um svokall- aða "Kolbéins-harðstjórn", "týranniseringu" og "mikilmennskubrjálæði". Og hvað hefur Eyjólfur hlotið að launum? Ekkert ! Fáeinir hafa flutt honum þakkar- orð (enginn kennari hirti þó um slíkt ) og enn hefur hvergi sózt bóla á hinum hefð- bundnu verðlaunum, bók, fyrir einstaklega reglusaman og hnökralausan embættis- feril. ÞÓtt óg sé ósammála Þórði Erni og Eyjólfi um, hvar setja skuli mörkin við skrifum í Skólablaðið, geri óg mér nú grein fyrir þvú, að greinarkorn þetta 1 síðasta blaði var bæði heimskulega smá- smugulegt, eins og þeir hafa báðir tekið fram (vínarbrauð-bollur, - hvað á slíkt að gera 1 skólablað ? ), og til einskis annars en ala á rig milli kennara- og embættis- mannastóttarinnar annars vegar og nem- enda hins vegar. Við Eyjólfur ræddum þetta mál af hóg- værð og stillingu yfir glösum fylltum CocaCola á nýafstaðinni árshátíð og höf- um nú sætzt heilum sáttum, eftir að grennslazt hafði verið fyrir um forsend- ur og sannleik í málsatvikum. Eru mál þessi nú útrædd af okkar hálfu. ólafur H. Torfa son RITDÓMUR, frh. af bls. 103. bridgeþátt G. B. 1 blöðum gagnfræða- skóla eða verzlunarskolans, þunn fyndni. Heildarsvipur blaðsins er ekki nógu góður, miðað við það, að hór er ekki um fyrsta blað nefndarinnar að ræða, en ef til vill má um kenna, að blaðið hefur að geyma embættismannatal á mörgum síðurn, sem þar með eru dæmdar til að falla dauðar. Uppsetning á pessu blaði er mjög góð, sem og á súðasta blaði. Vonandi má vænta betri árangurs 1 framtiðinni af ágætlega skipaðri rit- nefnd. Reykjavík, 13.nóv. 1966. óttarr Guðmundsson í. JjáttúruHæð i_tim_a_ _hjá_ 4 ._-U_ Örnólfur : Lítil fluga getur aldrei orðið stor fluga, þó hún borði mikið. r söngtíma í 4-U Atli Heimir : Hvað vorum við (nú aftur) að gera 1 siðasta tíma ? tJr bekk : Spila póker ! Atli Heimir : Hver er orsökhljóðs? Brynjólfur : Röskun á þögn.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.