Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 24
svo ER MÉR Persónur : A.......... Sigurður Pálsson. Náskitilegur og rotinpúrulegur en þó ekki ósnotur með öllu. B.......... Spyrjendur. ( Sviðið er allnotaleg stofa 1 háskólahverfinu ) B : A : B: A: B: A: B: A: B: A: B: A: B: A: Ertu skáld ? Það geri ég upp við sjálfan mig. Mer finnst það sjálfsánægja að segja það beint út. En auðvitað finnst manni þetta svona innst inni. Sko sjáið þið til : Að setja kvæði á blað kemur að innan en það að vera skáld kemur að utan. Hvað fannst þér um Menntaskólalj óð ? Nu finnst mér að það hafi skort mikið á þá hjartans hógværð sem nauðsynleg er. Alltof mikið reynt til að gera þetta að einhvers kon- ar sensasjón. NÚ þakka ég guði fyrir að við fórum ekki með þetta í" útvarpið eins og til mála kom. Hvernig lízt þér á skólaskáldin núverandi ? Æ það er kominn í þau einhver hormóni. Margir yrkja bara til að yrkja, það þykir eitthvað fínt. Og það er staðreynd að margir koma nú fram með miklu lélegra pródúkt en menn hefðu leyft sér að koma með fyrir nokkrum árum. Og af hverju getur það stafað? Það er ekki svo gott að segja, en ég held að það stafi að miklu leyti af því hve miklu vægari gagnrýni birtist 1 Skólablaðinu nú en áður. Ég held að það sé öllum hollt að fá eitthvert andstreymi fyrst 1 stað svo menn geti sýnt hvort þeim er nokkur alvara. Það er búið að ryðja brautina fyrir fjölda smámenna sem sigla 1 kjölfar hinna, Menn eru ekki nógu harðir við sjálfa sig og ekki nógu hræddir við að birta. Helzt ættu menn að liggja veikir 1 rúminu áður en þeir birta nokkuð og koma með það fullir heim til ritstjóra. Ertu vel lesinn? Ég hef gluggað í sumt. ÞÚ safnar bókatitlum og höfundum 1 hillurnar þínar, eins og frægt er orðið ? Hver segir það? Fjölmargir, sem hafa heimsótt þig. Ég játa það ég hef oft keypt miklu meira af bókum en ég hef komizt yfir að lesa.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.