Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Síða 37

Skólablaðið - 20.12.1966, Síða 37
147 - PIET HEIN er einhver alskemmtileg- asti ljóöasmiður, sem ég hef lesiö eitt- hvað eftir. Hann kom fyrst fram með ljóð árið 1940, og er ekki ólíklegt að Steinn Steinarr hafi numið af hans ljóð- um. "En almindelig kone" kallar Piet Hein þetta ljóð sitt, hvers fyrsta og síð- asta vísa hór er : Jeg er ikke en engel - jeg er en almindelig kone Det er ikke de store prcblemer, men mand, börn og hjem. Först var der manden og ungen. Sá kom de andre. Sá fik jo ungerne unger. Nu gaelder det dem. Fred - det er ikke en engel, der kommer med gaver ned til en viljelös klump uansvarlige kvaj. Freden er os, som vil kæmpe for livet mod magten. Freden er ikke en engel. Freden er mig. ARI JÓSEFSSON hét ungur maður, sem orti kvæði. Hann var skáld gott, og þrátt fyrir það, að hann gæfi aðeins út eina bók, þá tókst honum vel upp, og betur en mörgum byrjandanum. Fyrir nokkrum árum lét Ari Josefs- son lifið með sviplegum hætti. Eins og svo margir aðrir orti Ari kvæði, sem bar yfirskriftina Strfð. Honum tókst vel upp og óneitanlega betur en t. d. Sigurði Pálssyni 1 40. árg. l.tbl. Skólablaðsins. Stríð Undarlegir eru menn sem ráða fyrir þjóðum Þeir berjast fyrir föðurland eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigum ekkert föðurland nema jörðina einga hugsjón nema lifið ÞAÐ SEM MÉR ÞYKIR athyglisvert, en um leið neikvæðast, á nýafstaðinni Skólaskáldavöku á Iþökulofti, er sú nýja afturúr stefna, sem virðist sífellt byggj- ast á því, að allt eigi að vera fyndnara á kostnað þess, sem að baki liggur. Þetta er vissulega góðra gjalda vert, en hitt hlýtur að vera réttmæt krafa, að eitthvað örlítið sé á bak við, frá hendi höfundar. Þórarinn Eldjárn játaði hreinskilnis- lega \ upphafi sögu sinnar, að hún væri það sem hún var. En svo var ekki um alla. Það var heldur leiðinlegt að sjá og heyra Pétur Gunnarsson me'o bezt unnu og bezt meintu sögu kvöldsins, fara út af laginu, vegna þess að hann fann réttilega, að hann átti ekki heima \ "stemningunni", sem búið var að skapa með ekki neinu. Á kvöldi sem þessu hlýtur stemning- in að vera það, sem mest er um vert. Ef allir þeir, sem þarna flytja verk sin, hafa \ huga, að gera ekkert á kostnað hennar, þá ætti vart að vera hætta á ferðum. Einnig eiga menn að athuga að vera vel undirbúnir og bera þá virðingu fyrir kvöldi sem þessu, sem tilheyrir. Ekki til dæmis að draga upp fimmkalla asamt ljóðum sínum og böðla öllu á pontunni, eins og henti Kristján Guðlaugsson. Slíkt er ósköp litið snjallt. Kvæði Guðsteins um Tröð var fyrir neðan allar hellur. FRÉTZT HEFUR, að leiknefnd hafi tekið upp á því nýmæli að ætla ekki norður með leikritið. Hlýtur þetta að teljast furðuleg ráðstöfun. Vinnan, sem þeir, er að Herranótt starfa, er svo mikil, að norðurferðin er ekki nema sjálfsagður hlutur og upplyfting fyrir þá. Ef ástæðan er sú, að þetta állt se of þungt \ vöfum, þá hefur verið farið af stað með rangan hlut. Slikt á ekki að eiga sér stað. GAGNRÝNI á stjórn Framtfðarinnar hefur verið talsverð að undanförnu, og hún réttmæt með öllu. En - siðan hún upp- hófst, hafa verið haldnir tveir málfundir, og þeir báðir verið afbragð, og Frt. lii sóma. - Hlutverk Framtúðarinnar er að halda málfundi, og ef hún heldur svona á- fram, fer gagnrýnin að verða óþörf.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.