Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 32
Baldur Hrafnkell Jónsson :
5JÁ11SMQR5
Leikrit 1 einum þætti,
sem er kafli x 600 bls. verki
Þátturinn gerist í draumi.
Sviðiö.
Dómssalur. Hálfrökkur, sæti dómara, saksóknara og sakbornings
eru 1 forgrunni. Fyrir aftan eru borð og stólar úr kennslustofu.
Kennaraborð vantar. Dómari og saksóknari ganga inn og ræða sam-
an um leið og þeir hefja störf sxn. Smám saman birtir yfir sviðinu
og sakborningur kemur í’ljós 1 sæti sínu. Hálfgert lífleysi hvilir yfir
sviðinu og sakborningur virðist í fyrstu ekki gera sér grein fyrir hlut-
verki sínu. Samtölin eru háð lögmálum draums, að því er virðist
sundurlauslxm symbólisma.
Leikreglur.
Allt, sem skrifað er innan sviga, skal lesið upp jafnóðum og verkið
er flutt. Sá sem fer með hlutverk Tatking wu-wei má improvisera
að vild, rjufa verkið og deila á það. Þeir sem hafa á hendi hlutverk
dómara og saksóknara skulu halda sér fast við handritið og þusa í
gegnum það með augljósum merkjum taugaveiklunar, því hraðar sem
aftar dregur.
saksóknari. Haldið þér að hann liggi þarna?
dómari . Liklega, við höfum ekki orðið varir við neitt ennþá.
Ég man þá tíð er hann seitlaði þarna rólega fyrir augum allra.
Það gaf manni einhverja öryggistilfinningu.
dómari og saksóknari hefja ná störf sín.
saksóknari. Tatking wu-wei, yður er gefið að sök að hafa hrundið af stað öldu sundr-
ungar og óánægju innan þessarar stofnunar með vissum aðferðum, sem teliast.,
Aðferðum .?. .
Afram, áfram.
aðferðum, sem teljast ólögmætar, klúrar og saknæmar samkvæmt lögum
þessarar stofnunar.
Stofnunar? Hvaða........
saksóknari. Tatking wu-wei, yður er gefið að sök að hafa breytt farvegi læksins og
veitt honum undir þessa stofnun með það 1 huga að grafa undan hornsteinum
hennar.
Þetta er fjarstæða.
Hvað er fjarstæða?
Ein ásökun nægir.
Ef eitt er tekið brott, er ekkert eftir.
Ég neita.
Haldið áfram saksóknari.
saksóknari. Hver er afstaða yðar til trúmála, trúið þér á Guð?
wu-wei. Ég trúi öllu.
saksóknari. Þér trúið þá á Guð ?
wu-wei. Nei, kristindómurinn neitar öðrum sannleika, en sinum eigin.
Ég sækist eftir innsýn 1 hið eilifa. Þannig öðlast maður mikla vizku, sem
mismunar ekki og er ekki hlutlæg, heldur dvelst x allsherjar faðmi.
wu-wei.
dómari.
saksókn.
wu-wei.
wu-wei.
dómari.
wu-wei.
dómari.
wu-wei.
dömari.