Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 34
Jesús Kristur frá Nazaret, hvað þetta
er stór og rauð appelsína sem þú ert að
horfa á elskan mín, sagði ung stúlka
með vindil við hund, sem lá á pianóstól,
og fannst lyktin 1 herberginu fyrir neðan
allar hellur. Mózart, Mózart ! hrópaði
stúlkan, og hundurinn tók að leika forleik
inn að brottnáminu úr kvennabúrinu, eft-
ir Wolfgang Amadeus
Mozart ^) með einni
kló. Hann lók ekki
nákvæmlega=allir geta
leikið nákvæmlega
en hann lék af tilfinn -
ingu 2). Ég leik ekki
nákvæmlega, sagði
hann, en ég leik líka
aðeins með einni kló.
Stúlkan brosti og 'sagði
hálft 1 hvoru 1 gamni
og hálft í hvoru 1 al-
vöru : Þú truflar mig
við lesturinn Michel-
angelo. Hvað ertu að
lesa, spurði hundur -
inn og sló _ feilnótu.
Orð, orð 3) Michel-
angelo svaraði hún og
sogaði djúpt að sór
reykinn úr vindlinum.
Herbergið var þrung-
ið rósailmi og Michel-
angelo var með rósa-
krans um hálsinn.
Hann sárlangaði í vxn-
ber en þorði ekki að
segja það. Hann hætti að spila og horfði
tómlega á nótnablöðin fyrir framan sig.
Um stund ríkti algjör kyrrð í herberginu.
Loks varð þögnin stúlkunni ofviða og hún
stökk á fætur og tók nokkur dansspor.
Ég vildi óska að þú segðir eitthvað
sagði hún um leið og hún strauk honum
á höfðinu. Ég er bara hundur, andvarp-
aði Michelangelo. Til hvers er hægt að
ætlazt af mór, hundi? Hann varð dapur
á svip: öll list er vitagagnslaus ^),
sagði hann svo eftir dálitla þögn. Ég
man þegar óg var lítill hvolpur, og
mamma míh gekk með mig í tunglsljós-
inu niður að ánni. Við hlustuðum á
froskana kvaka og sáum tunglið dansa á
vatninu. Svo komst þú Ágústa. Þú tókst
mig heim til þín og kenndir mór á
píanó. NÚ er eg
ekki venjulegur
hundur lengur, nú
er óg óvenjulegur.
En miklir- hótel-
brunar leiða af ser
miklar sorgir, og
ekki er óg að syrgja.
hið liðna.
Hættu. Michelangelo!
hrópaði stúlkan.
Hættu að rifja upp
þetta gamla og leið-
inlega. Skemmtum
okkur heldur ærlega.
Má óg bjóða þór
sherry? Hundar
drekka ekki sherry,
sagði Michelangelo
angurvær. En Hunts
portvín, Madeira,
Martini, Beefeater,
Bacardi, Dubonnet,
Long John, rakspára,
meira get óg ekki
boðið sagði hún.
Ég er ekki fylliraft-
ur, sagði hundurinn
stuttaralega. - Þá var barið. Fyrst
þrisvar sinnum lótt, siðan nokkrum
sinnum fastar. Hundurinn og stúlkan
litu skelfd hvort á annað. Nú var hle
skamma stund. Svo var barið aftur.
Stúlkan ræskti sig : Hver er þar? kall-
aði',hún. Þögn. Hver er þar? kallaði
hún aftur. Michelangelo stökk ofan af
píanóstólnum og læddist á bak við dumb-
Frh. á bls, 151.