Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 33

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 33
dómari. wu-wei. dómari. wu-wei. dómari. wu-wei. saksóknari. Þér eruð þá Tao--isti ? wu-wei. Eða nautabani (hérna stendur ha, ha, uh hum ). Nei ég er sko ekki á flótta, nei, nei, ég hef bara samþykkt reglurnar og lifi samkvæmt þvi. Ekkert kemur mér á óvart. ( þetta er nu annars meiri helvítis dellan, skiljið þið þetta? Ekki skil ég það ). saksóknari. Þér álítið yður þá ekki getað syndgað? wu-wei. An Guðs er syndin fjarstæða. Hvað eigið þér við? Það sem er fjarstætt kallið þið Guð og útskýrið þannig það sem þið skiljið ekki. Þetta er Guð. Þetta er fjarstæða. Hvað er fjarstæða? Ein vitneskja er næg þeim sem leitar. Hana hef ég. En ég hef tvær ák( j )ærur gegn mér, ein er nóg. Tvær ák( j )ærur eru fjarstæða. Þær geta verið ágætar hver útaf fyrir sig, en báðar saman. Fjarstæðan liggur i mismuninum. saksóknari. Þér ásakið mig um tvöfeldni. wu-wei. Einfeldni væri nu rétta orðið. saksóknari. Hvers æskið þér, sannleikans? wu-wei. Að leita sannleikans er ekki það sama og að leita hins æskilega. saksóknari. Ég er hérna til þess að reyna að grafast fyrir um hið sanna í málinu, en þér hugsið of óskipulega og gerið mér erfitt fyrir. Reynið að sameina hugsanir yðar og miða við þekkt fyrirbæri. Að hugsa er að læra að sjá á nýjan hátt. Það er í samræmi við kenningar okkar, en til þess þarf þekkingu háða hlut- lægum fyrirbrigðum eins og t.d. þyngdaraflinu. Þó að dýr og menn hyrfu af yfirborði jarðar myndi það ekki glata gildi sínu, það myndi bara ekki hafa neitt til þess að virka á. Ef maðurinn væri hugarburður, hefðu lög hans þá fullt gildi? saksóknari. Væru þau þá til? wu-wei. Líklega ekki, þg.ð sem við vitum ekki um er ekki til.--------------- Ég játa. Ja? Ég játa ( hérna stendur játa, játa, játa ) að hafa álitið hugsun manna fyrst og fremst löngun þeirra og að hafa lýst frati á eignaréttinn og álitið það vera nóg að vera eitthvað, en nú veit ég að það er rangt. Það er ekki nóg að stökkva, maður verður að vita hvert stokkið er. ( hér stendur tapar niður þræðinum, dómarinn hughreystir hann ). É£ játa að......að. dómari. Ja, haldið bara áfram. wu-wei. að hafa sýnt kæruleysi, ábyrgðarleysi og skilningsleysi gagnvart þekkingar- leysi (þetta er nú meira leysið hérna) og nauðsyn sérhæíðra manna á sviði vxsinda, stjórnmála, dómsmála, kennslumála og tæknilegra framfara. Mig hefur eiginle^a alltaf langað til þess að vita þetta. Annars, annars veit ég heil- mikið og er agætlega ^reindur, já, já, og, og, viðlesinn og öðlast reynslu á ýmsum sviðum, já, ja, æ ég held ég hætti þessu. dómari. Afram, áfram. wu-wei. Nei, ég er hættur. dómari. En þér megið ekki fara. Brjóta gömlu hlekkina, ha, nei hvert farið þér? Þér getið þetta ekki. Fara nýjar leiðir, ææ. saksóknari . Hann er farinn. wu-wei. dómari. wu-wei. dómari. wu-wei. smá þögn dómari. Er hann þarna ennþá? saksóknari: Ég veit það ekki, hsinn sezt ekki. En þérhafið séð hann. Já, en það er svo langt síðan, hann getur alveg eins verið farinn þess vegna. Tjaldið. dómari.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.