Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 20
130 - að þvi miður áttaði ég mig alls ekki a því augnabliki að hér gæti verið um pélitískan áréður að ræða, annars hefði ég beðið ólaf að láta það vera. " Ennfremur segir rektor: "Auk þess er ég ekki tortrygginn að nátturufari og fyrir þvá urðu mér þessi mistök á, sem eg harma. " Þessi athuga- semd rektors ber þess glögg merki, að ekki hafa B-listamenn komið fram 1 réttu ljósi eða upplýst rektor, hvað verða myndi til fróðleiks á hófinu og hver tilgangur boðsins var. í öðru lagi, ber að víta þa framkomu forustumanna B-listans, er þeir sýndu fulltrúum bekkjardeildanna og 6. bekkingum öllum, með því að ólafur duldi þá sannleikann um hver að hófinu stóð. ólafur gætti meira að segja ekki samræmis í kynningu hófsins og tjáði hann sumum, að boðið kæmi frá Stúdentaráði, öðrum að "Háskólastúdentar" stæðu að baki þess og enn öðrum, að Stúdentafélag Háskóla fslands byði þeim til hófsins, en gætti þess vandlega að nefna ekki nafn bakstuðnings sins, þ. e. a. s. B-listann, 1 boðinu. Án efa hefur framsóknarmanninn grunað, að ekki hefði verið vænlegt til árangurs að nefna hið rétta, og þessvegna flagga fölsku flaggi án þess að blikna. Öllum hlýtur að vera ljóst, að ekki hef- ur boðinu legið til grundvallar mannkær- leikur og fórnfýsi forystumanna B-listans, heldur er aðeins skákað 1 Jpví skjólinu til að koma á framfæri á lævisan hátt fagnað- arerindi þeirra. Aðför þeirra B-lista- manna að nemendum MR skulu menn sér i minni festa og brynja sig gegn slíkri framkomu, þvá að án efa eiga menn eftir að mæta þvílíku aftur af hálfu sömu aðila, er í Haskólann kemur og eiga þá auðveld- ar með að forðast gaspur þeirra og gylli- boð. 10. des. 1966 Árni ól. Lárusson Nota bene : Þeim, sem vilja kynna sér nánar mál þetta, skal bent á eftirfarandi hugverk : 1) Árni öl. Lárusson : "B-listamenn Hf rjúfa friðhelgi Menntaskólans " ( Morgunblaðið 8. des. bls. 12 ) 2) Einar Magnússon : "Athugasemd" ( Morgunblaðið 9. des. bls. 16 ) 3) Anonymus : "PólitÚskur áróður í MR" ( Þjóðviljinn 10. des. bls. 12 ) 4) Anonymus : "Vaka mótmælir pólitísk- um áróðri í M. R. " ( Morgunblaðið 10. des. bls. 31 J 5) Anonymus : "Þjóðviljinn hleypur a sig" ( Morgunblaðið ll.des. bls. 2 ) 6) Reykjavíkurbréf : "Hoflaus frekja" ( Morgunblaðið 11. des. bls. 17 ) Ritnefnd Að lokum . Vetur er genginn í garð, og komið er svartasta skammdegi. Dagana styttir óð- um, og lærdómsokið á herðum nemenda eykst að sama skapi. ÞÓ standast margir allar þrekraunir og bila hvergi, þótt á reyni við lesturinn, og er það vel. En þeir eru einnig ófáir, sem láta hug- fallast, þegar harka færist í leikinn. Slíkir menn sinna náminu lítið, og óleyst verkefni hrannast upp fram undan. Heils- an bilar oft, þegar skyndipróf eru á næsta leiti, og ósjaldan nær örvæntingin há- marki sínu, þegar menn keppast í frímín- útum við lestur "versjóna" eða kvæða- skýringa fyrir næstu kennslustundir. Samvizkukvalir valda mönnum þunglyndi, og þeir leggjast túðum í botnlaust hugar- víl. Þeir vita hverju er um að kenna, og sjálfsásökunina fær ekkert hamið. Tauga- kerfið leggst í rúst og allt atferli manna til orðs og æðis ber vott um algjöra vit= firringu. Nú fyrir skömmu var það eitt sinn, að ég ( sem tilheyri siðarnefnda hópnum ) tók afskaplegt þunglyndiskast. Ég var svo illa á mig kominn, að ég gat ekki komizt hjá þvi að finna sálarheill minni stefnt í voða. Ég lá andvaka í rúmi mínu heila nótt án þess að mér kæmi dúr á auga. Þá heltóku mig voðalegir vonleys- isórar um framtúð mina, og mér rann mjög til rifja tilhugsunin um óforbetran- legan aulahátt og dusilmennsku á liðnum æriárum, svo að ekki sé nú meira sagt. Ég vissi að hverju stefndi, og þegar ekkert bráði af mér, vildi ég leita mér huggunar og hugfróunar í einhverju, sem gæti veitt mér hvíld frá þessum sálar- pínslum. Samdi ég þá agnarlítið ævin- týri, sem trauðla gæti átt sér stað í raun- veruleikanum, enda liður í flótta mínum Frh. á bls. 149.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.