Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 26
- 136 - Nytt félag. Stofnað hefur verið félag hér 1 skéla. Formaður þess er Þorður Örn, ritari Stefán Örn og gjaldkeri jóhannes Örn ( alg. Björnsson ). Tilgangur þess er ó- kunnur svo og markmið. Margir hafa nu þegar sótt um inngöngu í félagið, til að mynda jón Örn, Kjartan örn, Gunnar örn, Guðmundur Örn, Ingólfur Örn, Eyjólfur örn og Örn. Skjaldar- merki félagsins sýnir örn að' ganga örna sinna. Fyrsta verkefni félagsins er bygging rúmgóðs fundarsalar, sem hljóta mun nafnið salerni. Flett ofan af ósóma. Nú hafa yfirvöld skólans ákveðið að halda aldrei framar sögupróf á Sal. Ástæðan mun vera sú, að einhver gam- all nemandi lét þau orð falla einhvers staðar, að á Sal mætti heyra nið sögunn- ar. Ber að fagna þessu, þvá að það hefur alltaf sýnt sig, að ístöðulitlir nemendur hafa leitazt við að notfæra sér þennan ágalla á salnum. Ó, allir þess- ir kommar. Vinur okkar, Pétur Kjartans- son, hefur beitt sér fyrir þvi!’, að Framtí’ðarstjórn lýsir yfir sitthverju um pólitískan áróður hér 1 skólanum. Slíkt ber ætáð að þakka, svo og að gleðjast yfir, og hrifning nemenda leynir ser ekki. Heyrzt hefur, að næsti skólafundur ætli að fela Pétri þessum, ásamt Árna Lárussyni, að verða sérstakir ráðgjafar um það, hversu megi leiða menn til fylg- is við sig og skoðanir smar. Pétur ætlar á næstunni að fara þess a leit við rektor, að hann þurfi ekki ævinlega að sitja á skólabekk með öllum þessum hálfkommum og þvá heldur að láta þessa hálfkomma kenna sér. Rektor mun skrifa 1 blöðin út af mál- inu. Eitthvað er að gerast. Femina pulchra scholae, Magdalena vinkona Schram, hefur verið athafnasöm á sviði framkvæmda innan skólans. Eftir að hún hafði sannað hæfileika sína svo ótvárætt, að jafnvel sexmaníakknum Kristni Einarssyni féllust hendur, fór hún að hafa hljótt um sig. En - oft kemur stormur á eftir logni, - búðið þið bara og mætið á Jólagleðina. Námskeið. Fyrirhugað er að stofna til dansnám- skeiðs innan skólans. Forstöðumaður námskeiðsins verður Jón Gröndal. Aðstoðarmaður hans verður jóhannes Björnsson, fyrrverandi ritstjóri, 1 sjötta bekk, sem mun kenna limamýkt 1 göngu- lagi og aðrar dúnmjúkar hreyfingar. Fylgja þvi verklegar æfingar frá hans hendi. Mælt verður á enska tungu á nám- skeiðinu. Uxinn er hugsi. Mikið lif— andis skelfing- ar ósköp væri gaman að vera jafn bráðger og Þorarinn Eldjárn. Eins og nemendur allir vita, geislar svo af þessum undurfagra pilti, hvar sem hann kemur og fer ( það síðarnefnda er nú öllu skemmtilegra ), að öfundin leynir sér ekki hjá skólapiltum. Þórarinn ( áherzla á a) hefur 1 hyggju að gefa út bók á næstunni, sem mun bera nafnið "Min eigin orð". Verður það samsafn af þvú, sem Þórarinn hefur skrifað og sagt og teiknað, frá þvi hann fékk fyrstu litabókina ( 11 ára sakir seinþroska ). Báðir tilvonandi kaupendur bókarinn- ar ( menningarvitarnir Baldur Guðlaugs- son og Þorvaldur Gunnlaugsson ) bíða spenntir, enda ekki á hverju ári, sem koma út tvær góðar minningabækur, þ. e. bók Þórarins og jónasar Þorbergssonar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.