Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 19
- 129 - Hitt er öllu verra, þegar menn og konur - rétt nýlega fyrir gafl gengi'n - taka upp á því aö áfellast jafnaldra sína og -öldrur. fyrir skort á ábyrgíj.siðferöis- og sóma- tilfinningu, eða öðrum virtum kenndum. En á þessu heíur talsvert borið meðal Menntskælinga undanfarið. Vonandi og væntanlega eru orð þessa fólks aðeins vangaveltur um tilgang.og þýðingu þeirra líkamlegu jafnt og andlegu óspekta og af- reka, sem fjölmörg skólabörn hafa 1 frammi, og hver ég leyfi mér að kalla frábær og engra breytinga þurfi. Þvi eftir töluverðar íhuganir þar að lútandi, kemst óg að þeirri gagnmerku niðurstöðu, að okkur Menntlingum er síður en svo alls varnað - hvað viðkemur hitt og þetta ! Her er þó ýmislegt undanskilið,og er óg þá komin að þvi, sem upphaflega var ætlunin að ræða. Hef óg þar með upp áðurmargheyrð harmkvæli viss hóps inn- an skólans, tugguna um áhugaleysi nem- enda á fólagslifi og -starfsemi. Sá hefur tíðum verið háttur embættis- manna og annarra, sem eitthvað hafa með fólagslegt viðhald 1 skólanum að gera, að býsnast yfir þátttökuleysi hinna og skegg- ræða "felagslegan doða" og af hverju hann geti stafað. ( Uppáhaldsorð slikra spekinga er auðvitað fólagslegur, eins og hór mun hafa komið í ljós. ) En er ekki aðeins verið að hilma yfir eigin sök með þvá að sakfella aðra? Liggur ekki sökin fyrst og fremst hjá þeim, sem hæst hafa og verstum látum láta? Getur það verið, að heilar stjórnir áður - mikilvirkustu félaga skólans, geri það að verkum, aðeins sökum leti og á- hugaleysis, að öll starfsemi lamazt ? Málfundafélagið Framtíhin hefur alla míha skólatíð verið einna fjörugast og mest áberandi allra samtaka skólans, og fer það vel. En nú bregður svo við, að tilvera hennar vill beinlíhis gleymast. Illa trúi ég þvá að kenna megi nemendum Um þetta. Nei - 1 þessu tilfelli hlýtur sökin að vera stjórnarinnar. Og eru þar allir meðtaldir - forseti, ritari, gjaldkeri og meðstjórnendur. Það liggur við að segja megi, að málfundahald, sem hlýtur að vera eitt helzta verkefni Framtíðarinn- Ur, hafi legið niðri það sem af er vetri. Loforð, m. a. s. loforð gefin út á prenti, hafa verið svikin.og er skemmst að minn- Ust mælskuskólans margumrædda, sem kafnaði 1 fæðingu. Slákur drullusokkahátt- ur verður ekki fyrirgefinn. Viti stjórn Framtíðaripnar ekki nú þeg- ar um óánægju felagsmanna 1 hennar garð, leyfi eg mór allra vinsamlegast að benda á hana. Vonandi bera sjálfsagðar kröfur áhugafólks um málfundahald o. 1. árangur. Letidýrahætti stjórnar Málfundafólags- ins Framtiðin verður að ljúka. 11.des.1966 Magdalena Schram Innrás undir fölsku flaggi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að 1 skóla vorum gætir margra grasa 1 félagslííinu. Nemendur hafa beitt ser fyr- ir mörgum fjölbreytilegum málum, bæði hvað varðar skemmtanir skólans og til eflingar félagslegum þroska síhum. Fram til þessa hafa oft á tiðum borið að garði gesti, sem miðla vilja nemendum af þekkingu sinni og reynslu. Oftast eru gestir þessir á vegum nemenda eða þeir koma í boði skólayfirvalda. Nær alltaf hafa heimsóknir þessar mælzt vel fyrir, þar eð ekki hefur verið um aðra gesti að ræða en valinkunna menn, hver á sínu sviði. Síðastliðinn 30.nov. var aftur á móti brugðið út á verri veg. ólafur Ragnar Grímsson, framsóknarprestur og einn aðalforystumaður B-listamanna 1 Háskól- anum, gekk' um ganga skólans 1 fylgd nýju stefanxunnar, Guðrúnar Kvaran, milli kennslustofa 6. -bekkjar og kölluðu bekkj- arráðsmenn og umsjónarmenn bekkjar- deildanna fram á gang, þar sem ólafur tjáði þeim, að 6. -bekkingum stæði til boða og væru hvattir til að sækja fullveldisíagn- að stúdenta l.des. í Þjóðleikhúskjallar- anum og væru þeir beðnir að koma þessu á framfæri við bekkjarsystkin síh. Það, sem einkum varð til að vekja reiði og andúð nemenda, var í fyrsta lagi, að ólafi skyldi heimilt af hálfu yfirvalda skólans að ganga 1 stofur til að auglýsa pólitiska samkomu fólags að öllu leyti óskyldu skólanum. Skýringu á þessu er að finna í 283. tbl. Morgunblaðsins, dags. 9. des. 1966. í athugasemd birtri á 16. siðu blaðsins segir Einar Magnússon rektor eftirfarandi : "En ég verð að játa,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.