Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 4
114 - En hvaða hlutverki gegnir þetta allt þá? Eru þetta gagnslausir hlutir? Varla. Truin er siÖfraeði, kennir það, hversu mikils virði bróðurkærleikurinn er, og að hann byggist upp á nauðsynlegum eiginleik- um hvers og eins. Og hún kennir, að blóðhefndin er fekki réttmæt. Sem slík hefur kristin kirkja gert sitt. II. Hvað er kristin trú eða trúarbrögð yfir- leitt? Tilbúið vopn til þess að samræma hegðun mannanna við það, sem nauðsyn- legt er á hverjum tíma. Trúarbrögð hafa verið þróuð og verið móttækileg fyrir utan- aðkomandi áhrifum hinna veraldlegustu afla. Vegna forlagatrúarþáttarins gerði Múhameðstrúin Aröbum kleift að leggja undir sig mikil landsvæði. Gegnum ald- irnar hafa yfirmenn kirkjunnar stórhagn- azt á kristnu almúgafólki. Enjpað, sem liggur til grundvallar öll- um truarbrögðum.er fyrst og fremst sið- fræði. Siðfræði, sem þjóðsagan hefur síðan spunnið utan um hinar furðulegustu sögur. Það er því aukaatriði, til að mynda 1 kristinni trú, hvort einstaklingurinn játar og trúir sköpunarsögunni eða þvi, að Jesús Kristur hafi gengið á vatni, þvf hitt er aðalatriðið, að einstaklingurinn viður- kenni, hve siðfræði sú, sem kennd er við Jesúm Krist, hefur mikið til síns ágætis. En hitt er rótt, að trúin hlýtur að hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá þeim ver- aldlegustu, og þeir hafa vart haft á móti þvi, að fólkið tryði á annað, betra og feg- urra lif eftir þetta. Það eitt hefur gert fólkinu kleift að þola pínuna á jörð. Og þess vegna hafa trúarbrögð, hverju nafni, sem þau nefnast, aukið mjög á ham- ingju manna, gert þá nægjusamari og gert þá færa um að þola ýmislegt, sem þeir hefðu aldrei þolað án þeirra. En einnig látið þá sætta sig við ýmislegt, sem þeir hefðu aldrei sætt sig við án þeirra. Kærleikurinn hefur verið skætt vopn 1 hendi trúarinnar. Það er svo margt, sem gert er í nafni kærleikans, einnig barizt, drepið og höfðað til lægstu hvata manns- hugans. En hvað er kærleikur? Ef kristinn maður, sem trúir 1 orðsins fyllstu merkingu, fórnar lifi sínu 1 nafni kærleikans, hverju er hann þá eiginlega að fórna? Hans bíður eilíf sæla hinum megin skilningstrósins. Þetta er ekki fórn. En trúlaus maður, sem gerir slikt hið sama, þess vitandi, að hans bíður ekkert annað en að verða þáttur 1 jarðvegi fyrir komandi kynslóðir, er það' ekki hann, sem gerir kærleiksverkið ? En hvers virði er kærleikurinn þeim, sem engu trú- ir. - Sannlega sannlega segi óg yður, sá sem trúir hefur eilift líf. - jóh. 6.43-51 Eins og öll önnur öfl, sem hafa þjóðfe- lagslega þýðingu, var kristnin ekkert, sem gekk yfir á örskammri stund. Jesús Kristur var ekki það aflið, sem útbreiddi hana. Kristnin eignaðist einhvern öflug- asta áróðursmann allra tíma, þar sem var Páll póstuli eða Sál. Og þrátt fyrir það, að í kristninni fólst góð meining, jpá þurfti mikla og heldur óhreina stjórnmala- baráttu. Kristin kirkja varð eitthvert sterkasta veraldlega afl, sem sögur fara af. Og allur sá óþrifnaður, sem innan vó- banda hennar hefur liðizt þessi tæp tvö ár- þúsund sín, verður seint upptalinn. En hinu má heldur ekki gleyma, að margt nytsamlegt og gott hefur komið frá kirkj- unni. En saga kristinnar trúar hefur sannað það, að mennirnir standa ekki ætíð við það, sem einhverjir boðberar nýrrar stefnu hafa skráð á blað, jafnvel þótt þeir komist langt undir þeirrar stefnu yfirskini. Eftir fráfall frummerkisberanna eru öll meðul notuð, og þá ekki sízt þau, að breyta kenningunum eða breyta þeim ekki, þrátt fyrir það, að hið gagnstæða só nauð- synlegt. III . NÚtfmamaðurinn hefur ekki náð neinu óumdeilanlegu með tækni sinni, til þess eru þar of margir misbrestir á. Eitt af þvú, sem hann nú ætlar að fara að gera, undir þvú yfirskini að vita meira, er að athuga, með nákvæmum rannsóknum og nýtizkulegum, hversu mikið só hæft í þvú, sem í biflíúnni stendur. Slíkt er nánasa- legur smáatriðaupptíningur og gagnslaus með öllu. Kasansaki hefur ritað bók um ævi Jes- ús Krists ( Freedom and Death), hvar hann telur Jesúm hafa verið mann, sannan mann. Þessi maður átti í baráttu, innri baráttu um það, hvort hann ætti að giftast

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.