Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 23
Þýtt hefur Mjöll Snæsdóttir ó, til einskis gríþur þú hiÖ blómskreytta teponaztli, dreifir handfyllum blóma, þau visna aðeins! Nu syngjum við líka nýjan söng, höfum ný blóm 1 höndum okkar. Latum vini okkar gleðjast yfir þessum blómum. Og sorg okkar dvína. Engan skal sorgin buga, enginn láta hugsanir sínar villast á jörðunni. Sjáið blóm okkar ; dýrlega söngva okkar. Látum vini okkar gleðjast, sorg okkar dvína. Vinir ! Við höfum jörðina aðeins að láni. Við verðum að yfirgefa ljóðin fögru, við verðum að yfirgefa blómin fögru. Þess vegna syrgi ég, þegar ég syng fyrir sólina, við verðum að yfirgefa blómin fögru.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.