SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 4
4 13. febrúar 2011
Mannanafnanefnd fær á hverju ári
um það bil hundrað umsóknir um
nöfn til umfjöllunar. Dæmi um
nöfn sem hefur verið sótt um sem
eiginnöfn en nefndin hefur hafnað
á undanförnum mánuðum eru
Andru, Thalia, Cæsar, Yana og
Anya. Þá var nafninu Emmy hafn-
að en Emmý samþykkt í kjölfarið.
Á sama tíma hefur fjöldi nafna
verið samþykktur, þar á meðal
Gæfa, Botnía, Karim, Sefanía,
Leona, Lér, Nóam, Roxanna og
Níní.
Ágústa Þorbergsdóttir, formað-
ur mannanafnanefndar, segir að
líklega verði aldrei samin manna-
nafnalög sem allir verði sáttir við.
Hún bendir hins vegar á að
mannanafnalög séu ekki sér-
íslenskt fyrirbæri. Slík lög sé með-
al annars að finna á öðrum Norð-
urlöndum og í Þýskalandi svo
dæmi séu tekin. Í Danmörku er til
dæmis mannanafnaskrá eins og
hér á landi og í dönskum lögum er
sambærilegt ákvæði um að eig-
innafn megi ekki vera þannig að
það geti verið nafnberanum til
ama. Í færeyskum manna-
nafnalögum er einnig kveðið á um
að fornöfn verði að samræmast
þarlendum málvenjum.
Mannanafnalög eru ekki séríslenskt fyrirbæri
Í Danmörku eru einnig mannanafnalög í gild og sérstök mannanafnaskrá.
Slík lög eru einnig að finna á hinum Norðurlöndunum og í Þýskalandi.
Morgunblaðið/Ómar
Í
slenskir aðdáendur Elvis Presley kættust í
vikunni þegar mannanafnanefnd samþykkti
nafn kóngsins sem eiginnafn. Áhugamenn
um sagnfræði verða þó að bíða enn um sinn
eftir að geta skírt afkomendur sína Ívan Grimmi
en nefndin hafnaði nafninu Grimmi. Umræður
blossa reglulega upp þegar mannanafnanefnd
birtir úrskurði sína og fárast sumir yfir að slíkri
nefnd sé yfirleitt haldið úti og skilja ekki for-
sendur hennar fyrir því hvað er samþykkt og hvað
ekki.
Mannanafnanefnd fylgir lögum um mannanöfn
sem samþykkt voru árið 1996. Þar er kveðið á um
að nöfn verði að geta tekið íslenska eignarfalls-
endingu eða hafi unnið sér hefð í málinu, þau megi
ekki brjóta í bága við málkerfið og verði að vera
rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensk-
unnar nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Í vinnu-
lagsreglum eru svo hugtök eins og hefð skýrð og
vísar nefndin til þeirra í úrskurðum sínum.
Hundrað umsóknir ár hvert
Ágústa Þorbergsdóttir, formaður mannanafna-
nefndar, segir að árlega berist nefndinni um það
bil hundrað umsóknir um nöfn. Rithátturinn sé
langalgengasta ástæðan fyrir því að nöfnum sé
hafnað en til dæmis er sótt um að skrifa nöfn með
c eða z eða þá ypsilon í stað joðs. Ákveðin nöfn
geta vikið frá þessum skilyrðum um ritun í sam-
ræmi við íslenskar ritreglur ef þau teljast hafa
unnið sér hefð í málinu. Til þess að meta það styðst
nefndin við vinnulagsreglurnar sem koma fram í
frumvarpi til mannanafnalaga. Samkvæmt þeim
er það fjöldi nafnbera sem skiptir mestu máli þeg-
ar metið er hvort nafn telst hafa unnið sér hefð.
„Þess vegna eru sum nöfn sem komast í gegn sem
hafa þessa stafi eins og Victor en Hector hefur ver-
ið hafnað því það eru miklu færri sem bera það.
Tökunafn sem er ritað á erlendan hátt þarf að hafa
unnið sér hefð til að vera samþykkt,“ segir hún.
Í lögunum um mannanöfn er einnig kveðið á um
að nafn megi ekki vera þannig að það geti orðið
nafnbera til ama. Gefur augaleið að þar er um
töluvert huglægt mat að ræða. „Það er erfitt að
vega og meta. Það er mjög sjaldan vísað til þess og
mjög fá dæmi um það. Satanía er dæmi um það.“
Gert er ráð fyrir að fólk noti nöfn sem sótt er um
til mannanafnanefndar. „Þetta er umsókn-
areyðublað og það er greitt gjald fyrir, þannig er
að vissu leyti komið í veg fyrir að fólk sæki um að
gamni sínu,“ segir Ágústa. Varla séu dæmi um að
nöfn sem samþykkt eru séu ekki notuð. Hún segir
að nokkuð sé um að fólk sem komið er yfir tvítugt
vilji taka upp nöfn sem það sé kallað í vinahópn-
um en Ágústa setur spurningarmerki við hvort
það sé eitthvað sem þarf að vera skráð í manna-
nafnaskrá.
Zíta fékkst ekki samþykkt
Sigríður Ólafsdóttir hefur í átján ár reynt að fá
kvenmannsnafnið Zíta samþykkt í manna-
nafnaskrá. Spurðist hún fyrir um nafnið fyrir þrjár
eldri dætur sínar sem eru 18, 16 og 10 ára gamlar
en fékk alltaf neikvæð svör. Sótti hún loks form-
lega um nafnið til mannanafnanefndar fyrir dóttur
sína sem fæddist árið 2009, fyrst sem eiginnafn og
svo sem millinafn. Amma dóttur hennar sem fædd
er árið 1935 ber nafnið sem eiginnafn en auk þess
bera tvær frænkur hennar nafnið sem millinafn.
Var nafninu engu að síður hafnað þar sem það
samræmdist ekki íslenskum rithætti.
„Það er ekki eins og við séum að fara langt aftur
í ættir. Þegar það er komin hefð fyrir nafni og fólk
er ekki að búa til einhverja vitleysu þá finnst mér
þetta mjög dapurt,“ segir Sigríður. Hún segist þó
ekki vera á því að fólk eigi að mega skíra hvað sem
því sýnist. Um svipað leyti hafi nafnið Tarfur og
Kaktus verið samþykkt. „Þetta er fyrir neðan allar
hellur þegar er verið að samþykkja nöfn sem er
bara verið að finna upp. Þetta er komið út í vit-
leysu. Ef við hefðum skírt hana erlendis hefði
þetta þurft að fara inn í þjóðskrá. Þetta er í raun og
veru mannréttindabrot, það er ekkert flóknara en
það,“ segir Sigríður.
Hvað fær barnið
svo að heita?
Eiga mannanafnalög að
ákveða hvað má skíra?
Íslensk drengbörn mega nú bera nafnið Elvis svo það er ekki loku fyrir
það skotið að Íslendingar eignist sinn eigin Elvis Aron í framtíðinni.
Morgunblaðið/Ernir
Vikuspegill
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Samkvæmt Hagstofunni eru
algengustu nöfnin enn hefð-
bundin. Þannig skipa Jón, Sig-
urður, Guðmundur, Gunnar og
Ólafur sér í efstu sæti karl-
mannsnafna. Þá eru Guðrún,
Anna, Sigríður, Kristín og Mar-
grét algengustu kvenmanns-
nöfnin á landinu. Enn er því
einhvers að bíða þar til Elvis
blandar sér í toppbaráttuna.
Jón og Guðrún
enn algengust
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8,
112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
einfaldlega betri kostur
40%
afsláttur
af öllum
púðum
VETRAR
HÁTÍÐ KORPUTORGI11. - 13. febrúar