SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 6
6 13. febrúar 2011
Hvarf systranna er ekki það eina
sem svissneska lögreglan og
starfsbræður hennar í nágrannaríkj-
unum hafa þurft að glíma við und-
anfarna daga. Í vikunni var einnig
blásið til leitar um alla Evrópu að
bræðrunum Tim og Loran, sem eru
7 og 9 ára gamlir, en þeir yfirgáfu
heimili sitt ásamt föður sínum, Erik
Z. til að fara í innkaupaferð á mánu-
dag. Sú innkaupaferð dróst heldur
betur á langinn því það var ekki fyrr
en á miðvikudag sem drengirnir og
faðir þeirra komu í ljós, og voru þá
staddir í vegasjoppu á Ítalíu.
Ekki er litið á málið sem glæpamál en talið er að
faðir drengjanna hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli.
Að sögn lögreglunnar var hann ákaflega ringlaður og
virtist ekki vera kunnugt um hvað var að gerast í
kringum hann. M.a. taldi hann sig vera staddan um 20
metrum frá heimili fjölskyldunnar. Sögðu taugalæknar
við háskólasjúkrahúsið í Zürich í samtali við sviss-
neska fréttavefinn 20 mínútur að faðirinn hefði hugs-
anlega fengið sjaldgæfa tegund af flogum, sjúkdóm
sem gerir ekki boð á undan sér.
Ekkert amaði að drengjunum, sem sátu og spiluðu
á spil með vörubílstjórum og skemmtu sér hið besta.
Faðir þeirra hefur hins vegar verið lagður inn á spítala
til rannsókna.
Lögregla gerði mikla leit að svissneskum bræðr-
um sem hurfu ásamt föður sínum á mánudag
Samsett mynd sem svissneskir fjölmiðlar birtu af þeim feðgum en þeir
þekkjast ekki þar sem fjölskyldan naut nafnleyndar í umfjöllun um málið.
V
onir um að svissnesku tvíburasyst-
urnar Alessia og Livia Schepp fynd-
ust á lífi urðu nánast að engu á
föstudag þegar fréttir bárust af bréfi
föður þeirra þar sem hann kvaðst hafa ráðið
dætrum sínum bana. „Stelpurnar hvíla í friði,
þær þjáðust ekki,“ skrifaði hann mömmu
þeirra. Og hann bætti því við að hann hygðist
einnig taka eigið líf.
Bréfið var póstlagt sama dag og lík hins kan-
adíska Matthiasar Kaspars Schepp fannst á
lestarteinunum í bænum Cerignola, nærri
Napólí á Ítalíu, hinn 4. febrúar. Hófst þá þegar
umfangsmikil leit lögreglu í þremur löndum
að stúlkunum sem teygði anga sína m.a. til
eyjarinnar Korsíku, en Schepp sást með dætr-
um sínum á ferju áleiðis þangað tveimur dög-
um fyrr. Heimurinn stóð á öndinni þar sem
hann fylgdist með því hvernig vísbendingar
bárust um ferðir þeirra en þær voru aðallega í
formi póstkorta og bréfa sem Schepp sendi
konu sinni á ferðalaginiu. Þá vakti það ekki
minni athygli þegar móðir stúlknanna, Irina
Lucidi, sem er svissnesk en af ítölskum ættum,
biðlaði til almennings í gegn um sjónvarp að
aðstoða við að upplýsa um hvarf þeirra.
Það voru þó ekki síst myndirnar af hinum
björtu og sakleysislegu tvíburasystrum sem
komu við taugar hjá almenningi. Þær voru
bara sex ára – það var óhugsandi að einhver
vildi vinna þeim mein, hvað þá þeirra eigin
faðir.
Nákvæmlega skipulagt
Annað kom á daginn. Lögreglan hefur upplýst
að Schepp virðist hafa undirbúið ferð sína og
stúlknanna vandlega en rannsókn á vinnu-
tölvu hans leiddi í ljós að hann skoðaði m.a.
áætlanir ferjunnar á vefnum áður en hann
sótti stúlkurnar til síns heima. Hann skoðaði
einnig vefsíður um sjálfsvíg, byssur og eitur. Á
heimili hans við Genfarvatn fannst erfðaskrá
sem hann skrifaði 27. janúar, áður en hann
sótti stúlkurnar.
Lögreglan hefur líka gefið upp að Schepp var
einn á ferð þegar hann sneri aftur til Frakk-
lands frá Korsíku sama dag og hann fyrirfór
sér. „Rannsóknin beinist núna fyrst og fremst
að því að kortleggja nákvæmar ferðir föðurins
frá þriðjudagskvöldi, þegar hann kom til Kor-
síku með dætrum sínum, og til fimmtudags-
kvölds, þegar hann var í grennd við Napólí á
Ítalíu,“ sagði talsmaður hennar á föstudag.
Á Korsíku hafa rannsóknarmenn m.a. leitað
í borginni Propriano þar sem ferjan lagði að
bryggju eftir siglinguna frá Marseille. Sömu-
leiðis hefur leitin beinst að bæjunum Mac-
inaggio og Calvi þar sem fjölskyldan eyddi
stundum fríum sínum. Þá hefur franska lög-
reglan rannsakað hvort Schepp hafi keypt
svefntöflur eða önnur lyf í apótekum í Mar-
seille sem hann gæti hafað byrlað dætrum sín-
um.
Vegabréfslausar á milli landa
Ekkert bendir til þess að Schepp hafi sýnt
dætrum sínum né móður þeirra ofbeldi, en
hálft ár er síðan þau slitu samvistir. Þau voru
með sameiginlegt forræði yfir stúlkunum en
stóðu í hatrammri skilnaðardeilu. Í póstkorti
sem hann sendi til fyrrverandi eiginkonu
sinnar sagðist hann ekki getað lifað án dætra
sinna. Alls hafa Lucidi borist átta bréf frá fyrr-
verandi manni sínum sem hann póstlagði á
Ítalíu, en fyrstu sjö þeirra innihéldu peninga,
samtals um 4.400 evrur, sem hann tók út úr
banka þegar hann var staddur í Marseille með
dætrum sínum. Ítalska lögreglan hefur að auki
fundið tvö bréf með peningum sem Schepp
reyndi að póstleggja til konu sinnar en setti í
póstkassa sem ekki eru í notkun.
Það hefur vakið furðu hvernig Schepp
komst með dætur sínar milli landa þar sem
vegabréf þeirra urðu eftir á heimili móður
þeirra í Sviss. Fjölskylda hans lýsir honum sem
ástríkum og hlýjum föður og að fjölskyldan
hafi skipt hann öllu máli. „Við erum sannfærð
um að sonur okkar og bróðir hljóti að hafa
þjáðst af geðröskun fyrst hann hefur getað
framið slíkt ódæði,“ sagði hún í yfirlýsingu til
fjölmiðla.
Frá einum af mörgum blaðamannafundum lögreglunnar í Vaud kantónu í Sviss en fjölmiðlar um allan heim fylgd-
ust með leitinni af þeim Liviu og Alessiu af miklum ákafa og birtu stöðugt fréttir af því nýjasta í málinu.
Reuters
Skilnaður
endar í
harmleik
Faðir svissneskra
tvíburasystra seg-
ist hafa banað þeim
Vikuspegill
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Myndir af þeim Liviu og Alessiu litlu birust margoft
í fjölmiðlum í síðustu viku og vöktu athygli.
Ljósmynd/Kantonspolizei Waadt
Nokkrir dagar liðu frá
því að lögreglan í
Sviss fékk vitneskju
um tilvist bréfsins
þar sem Schepp
greinir frá því að hann
hafi ráðið dætrum
sínum bana og þar til
hún greindi frá því í
fjölmiðlum. Að henn-
ar sögn var bréfinu
haldið leyndu af
„taktískum ástæð-
um“ og til að virða
einkalíf fjölskyld-
unnar, eins og fram
kemur í yfirlýsingu
lögreglunnar.
Héldu
bréfinu
leyndu
www.noatun.is
Fermingarveislur
Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun.
1990
KR./MANN
VERÐ FRÁ
AÐEINS