SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 8
8 13. febrúar 2011
Kevin Turner er annaðhvort með heilahrörn-
unarsjúkdóminn CTE, sem einnig hefur ver-
ið kallaður boxaraveiki, eða hreyfi-
taugahrörnun. Turner spilaði amerískan
fótbolta fyrir New England Patriots og
Philadephia Eagles í tæpan áratug og
hreykti sér af því að vera harður í horn að
taka og ósérhlífinn, hvort sem hann var í
leik eða á æfingum. Hann fékk margsinnis
heilahristing á leikvellinum og varð fyrir
taugaskaða á mænu.
Turner hætti atvinnumennsku 1999. Þá
var hann farinn að finna fyrir sársauka, sem
gat leitt niður í báða handleggi. Nú er hann
41 árs og hefur ekki stjórn á útlimum sín-
um.
„Ég get enn haldið um stýrið,“ sagði
hann í samtali við The Boston Globe í
haust. „En ef ég fæ mér íste á veitingastað
þarf ég að halda um bollann með báðum
höndum, eiginlega eins og tveggja ára barn
með stútkönnu. Börnin mín héldu að ég
væri að grínast, það er erfitt að segja þeim
að ég geti ekki haldið á honum með ann-
arri hendi.“
Turner hefur sagt að hann ætli að gefa
heila sinn og mænu til rannsókna eftir sinn
dag rannsóknarstofu Boston University í
heilaskaða. Vísindamenn þar komust að
því að atvinnumaðurinn fyrrverandi, Owen
Thomas, hefði verið með CTE á byrj-
unarstigi þegar hann framdi sjálfsmorð í
apríl í fyrra. Andre Waters, sem lék fyrir
Philadelphia Eagles, framdi sjálfsmorð
2006. Hann var þá 44 ára, en vefirnir í
heila hans voru eins og úr 85 ára gömlum
Alzheimers-sjúklingi. Í grein eftir Ben
McGrath í The New Yorker er vitnað í ákall
frænku Waters um að hætt verði að senda
unga, verðandi fóboltaleikmenn til leiks.
Heilinn eins og í 85 ára Alzheimers-sjúklingi
Kevin Turner er skaddaður eftir feril sinn í NFL. Í byrjun febrúar kom hann fram á fundi í Tex-
as til að vekja athygli á hættunum í amerískum fótbolta.
Reuters
M
et var sett í sjón-
varpsáhorfi í
Bandaríkjunum
þegar úrslitaleik-
urinn í ameríska fótboltanum, hin
svokallaða Ofurskál, fór fram fyrir
viku. Talið er að 111 milljónir
manna hafi verið límdar við skjá-
inn á meðan Green Bay Packers og
Pittsburgh Steelers áttust við og
162,9 milljónir hafi að minnsta
kosti horft á hluta af leiknum. Am-
erískur fótbolti er vinsælasta íþróttin í Banda-
ríkjunum. Það kann því að hljóma eins og
mótsögn að framtíð íþróttarinnar sé í óvissu,
en sú er raunin að margra mati vegna hinnar
gríðarlegu slysahættu, sem henni fylgir.
Átökin á fótboltavellinum eru gríðarleg og
leikmenn nota líkama sína eins og múrbrjóta
til að stöðva andstæðinginn. Iðulega er afleið-
ingin heila- og mænuskaði.
Tilhneiging hefur verið til þess að þegja um
þennan fylgifisk íþróttarinnar, en blaðamað-
urinn Alan Schwartz hefur með skrifum sínum
í The New York Times um algengi heila- og
taugahrörnunarsjúkdóma, til dæmis truflanir á
útlimastjórn (chronic traumatic encephalo-
pathy) og hreyfitaugahrörnun (amyotrophic
lateral sclerosis) í leikmönnum, vakið heitar
umræður og í vetur hafa þessi mál verið ofar-
lega á baugi innan fótboltadeildarinnar, NFL.
Um mánaðamótin birtist grein í tímaritinu
The New Yorker eftir Ben McGrath um hætt-
urnar sem fylgja amerískum fótbolta. „Leik-
menn í NFL eru fimm til nítján sinnum líklegri
en fólk almennt til að hafa fengið greiningu
um heilahrörnun,“ skrifar McGrath.
Leikmenn í am-
erískum fótbolta
nota höfuðið til að
stanga andstæð-
inginn og höggið
getur verið svipað
því að lenda í
minniháttar bíl-
slysi. Ætla má að
þegar tvö at-
vinnulið stilla sér
upp á leikvellinum séu 20% leikmanna komin
með heilahrörnun á byrjunarstigi.
Hætturnar eru ekki bara í atvinnumennsk-
unni. Á milli 1982 og 2009 mátti rekja 295
dauðsföll beint eða óbeint til amerísks fótbolta
á skólastiginu sem sambærilegt er við efstu
bekki grunnskóla og fyrstu bekki mennta-
skóla.
Sunnudag einn í október fengu 11 leikmenn í
NFL heilahristing vegna samstuða og var eftir
því tekið þótt það væri ekki langt yfir meðal-
lagi. Ástæðan var sennilega sú að daginn áður
hafði leikmaður Rutgers-háskóla lamast í
samstuði í leik. Þrír leikmenn voru sektaðir
samanlagt um 175 þúsund dollara og hótað
með leikbanni ítrekuðu þeir brot, sem telja
mætti að gengju of langt. Hugmyndir um að
draga úr ofbeldinu inni á vellinum fengu hins
vegar ekki góðar viðtökur og heyrðust kvart-
anir um að nú ætti að setja leikmenn í bleik
pils.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem ofbeldi í
amerískum fótbolta vekur deilur. Um alda-
mótin 1900 þótti ofbeldið svo geigvænlegt að
fram komu kröfur um að banna íþróttina.
Leikmenn voru kallaðir skylmingaþrælar nú-
tímans og 1897 birtist teikning í blaðinu New
York World af beinagrind merktri orðinu
„dauði“ og fyrir neðan stóð „tólfti leikmað-
urinn í hverjum fótboltaleik“. Árið 1905 var
einstaklega blóðugt. Þá létu 18 leikmenn lífið í
háskólaboltanum og 159 slösuðust alvarlega.
Eins og McGrath lýsir því í The New Yorker
var hugmyndin sú að halda í þau einkenni
leiksins, sem þóttu herða unga drengi án þess
að fylla líkhúsin. Theodore Roosevelt Banda-
ríkjaforseti kvaddi háskólaþjálfara í Hvíta hús-
ið til að ræða hvernig mætti koma á umbótum
í íþróttinni áður en almenningsálitið snerist
alfarið gegn henni. „Ég hef ekki nokkra samúð
með yfirgengilegri tilfinningasemi, sem vill
pakka ungum mönnum inn í bómull,“ sagði
Roosevelt. Eftir inngrip forsetans var leyft að
senda boltann upp völlinn og varð það til þess
að opna leikinn og draga úr hinum banvænu
árekstrum.
Nú virðist aftur komið að tímamótum í am-
erískum fótbolta. Stöðugt fleiri stórskaddaðir
fyrrverandi leikmenn stíga fram á sjón-
arsviðið. tíðni alvarlegra áverka er mun lægri í
öðrum íþróttum fyrir utan fimleika og hnefa-
leika, en iðkendur þeirra greina eru mun
færri.
Almenningsálitið hefur ekki snúist gegn
amerískum fótbolta, en nýjum lækn-
isfræðilegum upplýsingum um hætturnar fyrir
leikmenn gæti fylgt lagaleg áhætta og skaða-
bótaskylda. McGrath greinir frá því að á þessu
ári megi búast við tveimur hópmálsóknum
fyrir hönd leikmanna, sem nýverið eru hættir,
á hendur NFL á þeim forsendum að lífi og lim-
um þeirra hafi vísvitandi verið stefnt í hættu á
leikvellinum.
Vígvöllur
ameríska
fótboltans
Heila- og mænu-
skaði hrjáir
marga leikmenn
Ziggy Hood, varnarmaður Pittsburgh Steelers, jafnar um Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay
Packers, í úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum fyrir viku. Green Bay Packers unnu leikinn.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Dauðinn í fótbolt
anum.
Ofbeldi er ekki að-
eins snar þáttur í fót-
bolta; hann er óður til
ofbeldis. Þess vegna
kunnum við að meta
hann. Ef við tökum
það í burtu, höldum
áfram að reyna að
hemja villimennsk-
una, verður leikurinn
að engu, hvað sem
líður aldri og hæfi-
leikum.
Buzz Bissinger,
blaðamaður og dálka-
höfundur
Óður til
ofbeldis