SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 18
18 13. febrúar 2011
Þ
að var ekkert far að fá, hvorki
með báti né bíl, þannig að þau
reimuðu bara á sig skóna og
gengu heim, áttmenningarnir
úr Menntaskólanum á Akureyri vorið
1940. Það sem sætir tíðindum er að
heimili ungmennanna voru ekki bein-
línis handan við hornið, þau voru úr
Dala- og Mýrasýslu, Mjóafirði og Bol-
ungarvík. „Grundvöllurinn var heim-
þráin,“ segir einn göngumanna, Bolvík-
ingurinn Óttar Ísfeld Karlsson, sem var
aðeins fimmtán ára á þessum tíma. Fé-
lagar hans sjö voru aðeins eldri. Spurð-
ur hvort hann hafi gert sér nokkra grein
fyrir því út í hvað hann var að fara
svarar Óttar með því að skella upp úr.
„Nei, það gerði ég ekki.“
Óttar er sá eini úr hópnum sem enn
lifir en göngufélagar hans þetta vor
voru bræðurnir Gunnar og Héðinn
Finnbogasynir frá Hítardal, Mýrasýslu;
systkinin Soffía og Gestur Magnúsbörn
frá Túngarði, Fellsströnd, Dalasýslu;
Snorri Jóhannesson frá Efranesi, Staf-
holtstungum, Mýrasýslu; Runólfur Þór-
arinsson, Látrum, Mjóafirði og Sverrir
Markússon frá Ólafsdal í Dalasýslu. Öll
voru þau úr sveit og fyrir vikið vanari
að ferðast fótgangandi og á hestum en
Óttar sem alinn var upp í sjávarþorpi.
Ekki man Óttar hverrar gerðar
skórnir sem hann gekk á voru en þeir
hljóta að hafa verið býsna slitgóðir.
Frásögnin sem hér fer á eftir er ann-
ars vegar byggð á samtali við Óttar en
hins vegar er stuðst við ferðasögu sem
hann skráði og færði afkomendum sín-
um og vinum fyrir síðustu jól. Sú frá-
sögn byggist á ítarlegri ferðasögu Sverr-
is sem einnig hafði að geyma frásagnir
þeirra Soffíu og Runólfs.
Hópurinn kastaði kveðju á skóla-
meistara sinn, Sigurð Guðmundsson,
þriðjudaginn 21. maí 1940 og fékk far
með bíl út með Eyjafirðinum, að fyrsta
óökufæra snjóskaflinum í Öxnadalnum.
Hófst þá gangan. Gist var í Bakkaseli
um nóttina og greiddu þau þrjár krónur
á mann fyrir gistinguna. Ekki var nægur
fjöldi rúma í Bakkaseli og þurftu sumir
að tvímenna í rúm um nóttina og varð
ekki mjög svefnsamt.
Morguninn eftir var gengið upp
Bakkaselsbrekkuna og haldið vestur
Öxnadalsheiði. Snjóskaflar voru víða á
veginum, voru þeir harðir undir fót og
göngufæri fyrir vikið gott. Þegar þreyta
og svengd surfu að var knúið dyra á
bænum Ytri-Kotum. Vel var tekið á
móti göngumönnum á hlaði úti þar sem
húsakostur var þröngur. Bornar fram
veitingar, mjólk, brauð og kaffi, og
engin greiðsla þegin.
Dagverður í torfbæ
Síðdegis var komið að Silfrastöðum og
snæddur dagverður í torfbænum þar,
hangikjöt og uppstúfur, en húsbændur í
Bakkaseli höfðu hringt á undan hópn-
um. Þaðan var gengið niður fyrir Bólu,
þar sem hópurinn fékk bílfar dágóðan
veg. Mun það hafa verið pallbíll og
stóðu þeir sem ekki komust fyrir inni
hjá bílstjóra uppi á pallinum og héldu
sér í bílhús og grindur. Gustaði um
pallverja.
Bíllinn flutti ferðalangana alla leið að
Víðimýri að skafl einn mikill hefti för.
Mannskapurinn var hins vegar vel
hvíldur og ákvað að halda áfram vestur
yfir Vatnsskarðið og reyna að fá næt-
urgistingu í Bólstaðarhlíð. Sóttist gang-
an vel á björtu vorkvöldinu. Ekki
reyndist mögulegt að fá gistingu í Ból-
staðarhlíð en hópnum tjáð að hann
mætti halla sér í fjóshlöðunni. Var það
boð þegið. Oft höfðu áttmenningarnir
sofið betur en þá nótt.
Að morgni þriðja dags var gerð til-
raun til að kveðja heimilisfólkið í Ból-
staðarhlíðinni og þakka fyrir en dræmt
var undir tekið, ekki væri fyrir mikið að
þakka. Þegar Óttar rifjar þetta upp í dag
undrast hann ekki viðbrögð húsbænda,
það hafi verið ungæðisleg tilætl-
unarsemi að halda að átta manna hópi
fólks sem kom óforvarandis seint um
kvöld yrði boðið til svefnskála.
Því næst var gengið meðfram Ból-
staðarhlíðarfjalli og inn Langadal, áð á
Æsustöðum hjá séra Gunnari Árnasyni.
Ekki hafði verið neytt matar síðan á
Silfrastöðum og brást klerkur af ljúf-
mennsku við beiðni um næringu. Voru
veitingum gerð góð skil.
Eftir hressingu var gengið niður
Langadalinn en fljótlega fundu menn að
þreytan var farin að segja til sín og
vegalengd milli hvílda æ styttri. Skó-
tauið var farið að gefa sig og fótsærindi
farin að láta á sér kræla. Komið var á
Blönduós að kvöldi og brauðfötin þurr-
ausin í veitingasölu samkomuhússins
áður en hópurinn fékk bílfar vestur að
Gljúfurá. Þaðan var gengið vestur Víði-
Grundvöll-
urinn var
heimþráin
Vorið 1940 gengu átta
nemendur við Menntaskólann
á Akureyri til síns heima að
afloknum prófum. Það væri
svo sem ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að þau
bjuggu á Vesturlandi og
Vestfjörðum. Einn úr hópnum,
Bolvíkingurinn Óttar Ísfeld
Karlsson, man þetta ævintýra-
lega ferðalag eins og gerst
hefði í gær.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ljósmynd: Ragnar Axelsson rax@mbl.is