SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 19
13. febrúar 2011 19
dalinn til móts við annan bíl, sem feng-
inn hafði verið til að sækja göngugarp-
ana og keyra þá til Hvammstanga en
þangað vildu Vestlendingarnir ólmir
komast enda hafði frést af rútuferð suð-
ur yfir Holtavörðuheiðina morguninn
eftir.
Vel var tekið á móti hópnum á gisti-
húsinu á Hvammstanga um miðnættið,
búið að bera krásir á borð. Síðan vísað
til svefnherbergja, uppbúið rúm fyrir
hvern og einn, viðbrigði frá nóttinni á
undan. Sæluhrollur fer enn um Óttar
þegar hann hugsar til þessa viðgjörn-
ings. „Fólksins á gistihúsinu á
Hvammstanga verður ævinlega minnst
með hlýhug og þakklæti,“ segir hann.
Við upphaf fjórða dags var komið að
kveðjustund. Leiðir skildi og Snorri,
systkinin Soffía og Gestur og bræðurnir
Gunnar og Héðinn héldu með rútunni
suður á bóginn. Eftir stóðu þremenn-
ingarnir Runólfur, Sverrir og Óttar fyrir
utan gistihúsið á Hvammstanga og
horfðu til vesturs. Eins og bekkjarbróð-
irinn Ármann Leví Jónsson frá Hegg-
stöðum hafði lagt til var gengið í norður
til móts við Heggstaði við vestanverðan
Miðfjörðinn og kallað yfir fjörðinn. Og
Óttar Ísfeld Karlsson segir
heimþrá hafa rekið sig af stað í
gönguna miklu árið 1940.
’
Þegar Óttar
rifjar þetta
upp í dag
undrast hann ekki
viðbrögð húsbænda,
það hafi verið ung-
æðisleg tilætlunar-
semi að halda að
átta manna hópi
fólks sem kom
óforvarandis seint
um kvöld yrði boðið
til svefnskála.
Göngugarparnir hvíla lúin bein í
Víðidal 23. maí 1940. Efri röð frá
vinstri: Óttar Ísfeld Karlsson, Héð-
inn Finnbogason, Gestur Magn-
ússon og Soffía Magnúsdóttir.
Neðri röð f.v.: Gunnar Finn-
bogason, Snorri Jóhannsson og
Sverrir Markússon. Áttundi göngu-
garpurinn, Runólfur Þórarinsson,
tók myndina á forláta kassa-
myndavél sem hann átti. Átta
myndir voru á filmunni og hefur
þetta sennilega verið sú seinasta.
Eins og sést var ekki til siðs að
brosa á myndum á þessum tíma,
þó sýnir Snorri einhverja tilburði í
þá veru. Athygli vekur líka að
drengirnir eru allir vel til fara og
með hálsbindi, nema Snorri. Þetta
er eina samtímaheimildin sem til
er um gönguferðina, svo vitað sé.
Óttar segir ekki hafa komið á óvart
að það var stúlkan í hópnum,
Soffía, sem varðveitti myndina.
Hvíla lúin bein