SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 20
20 13. febrúar 2011
viti menn. Bátur kom og sótti ferða-
langana. Reyndar hafði Sverrir talað við
bróður Ármanns í síma og Runólfur var
með kveðjubréf frá Ármanni upp á vas-
ann. Á Heggstöðum var vel tekið á móti
þríeykinu og veitingar bornar fram.
Bátsflutningur yfir
þrjá firði sama daginn
Kvatt var með þakklæti og gengið áfram
yfir Heggstaðanesið að Bálkastöðum,
ysta bænum við austanverðan Hrúta-
fjörð. Óvænt heimsókn en mönnum eigi
að síður vel tekið. Veitingar góðar. Vel
var brugðist við fyrirspurn um flutning
á bát yfir Hrútafjörðinn. Komið var að
landi í vík við bæinn Kolbeinsá eftir 7-8
km siglingu en ekki var við komandi að
fá að greiða fyrir flutninginn. Því næst
var gengið út með Hrútafirði yfir
Stikluháls og inn með Bitrufirði sunn-
anvert þar til komið var að Þamb-
árvöllum. Enn var beðið um bátsflutn-
ing, nú yfir Bitrufjörðinn að Óspakseyri,
og var það sjálfsagt. „Þannig höfðum
við fengið bátsflutning yfir þrjá firði á
einum degi, allt án nokkurs endur-
gjalds,“ segir Óttar en á öllum við-
komubæjum voru bátar til sjóferða.
Á Óspakseyri skildi leiðir enn á ný.
Þangað var kominn Rögnvaldur í Ólafs-
dal að sækja Sverri. Reiðmenn kvaddir
og óskað góðrar ferðar. Af fjallsbrúninni
að vestan blasti við dýrðleg sýn, sem
aldrei rann náttúruunnandanum Sverri
úr minni; Gilsfjörðurinn með sinni
fjallaumgjörð, fossinn Gullfoss sunn-
anvert og bæirnir Kleifar og Gilsfjarð-
arbrekka í botni fjarðar.
„Eftir stóðum við Vestfirðingarnir og
ekki var laust við að við fyndum til að-
stöðumunar,“ segir Óttar.
Þeir Runólfur þrömmuðu út með
Bitrufirði, sömu leið og Ólafsdælingar
hófu sína reið, og komu að kvöldi að
bænum Gröf en þar bjó Guðmundur
Einarsson sem Runólfur þekkti til. Þar
fengu þeir kvöldmat, gistingu og morg-
unverð en ekki fékkst að borga fyrir.
Á fimmta degi ferðar voru allir ferða-
langarnir komnir til síns heima nema
Runólfur og Óttar. Eftir góðan næt-
ursvefn héldu þeir frá Gröf og yfir
Bitruháls. Þeim hafði verið sagt að fylgja
símalínunni yfir hálsinn en nú vildi svo
til að dimm kafaldshríð skall á, svo
dimm að rétt grillti í næsta símastaur er
sá næsti hvarf úr augsýn. Allt fór þó vel.
„Þetta var í eina skiptið í ferðinni sem
ég varð smeykur,“ rifjar Óttar upp.
„Mér er minnisstætt þegar ég var kom-
inn niður á undirlendið og varð litið
upp bratta hlíð Bitruhálsins og sá
klettabeltin á hálsbrúninni. Þá hugsaði
ég með mér: Hefðum við nú villst þarna
uppi á hálsinum!“
Í Stóra-Fjarðarhorni var piltunum
veittur góður beini og reiddir yfir tvær
ár er falla í Kollafjörðinn svo að þeir
blotnuðu ekki í fæturna. Að því búnu
var haldið út með og út fyrir Kollafjörð-
inn. Horft inn Steingrímsfjörðinn og
virtist Óttari gönguleiðin óralöng.
Gengið var þar til komið var að bænum
Kirkjubóli í Tungusveit, þar sem vel var
tekið á móti félögunum og gæddu þeir
sér á mjólk og brauði.
Eftir hressinguna var áfram haldið og
gengið fram á tvo menn við árabát við
víkina utan við Hólmavík. Buðust þeir
til að skjóta Óttari og Runólfi yfir vík-
ina. Á Hólmavík höfðu tvímenningarnir
uppi á skólabróður Runólfs, Þórði
Björnssyni, sem átti vörubíl. Skutlaði
hann hinum göngulúnu mönnum inn að
Ósi í Steingrímsfirði en þangað var
ferðinni einmitt heitið þennan daginn.
Pöntuð hafði verið næturgisting og tók
Gunnlaugur bóndi hress á móti gestum.
Að morgni sjötta ferðadags, sem var
sunnudagur, leyfðu félagarnir sér að
sofa út. Saltkjötinu gerð góð skil í há-
deginu. Eins og um hafði verið samið
kvöldið áður voru nú látnir í té tveir
reiðbúnir hestar undir ferðamenn og
fylgdi Magnús sonur Gunnlaugs þeim
upp allan Staðardal að Kleppustöðum
sem var innsti bærinn í dalnum. Óttar
telur að sinn hestur hafi lagst til sunds,
tekið nokkur sundtök við vaðið yfir
Staðarána. „Mér brá, hafði aldrei
sundriðið áður. Runólfur taldi þetta
raunar ólíklegt en ég held mig við mína
upplifun. Áin var í vorleysingum!“
Á Kleppustöðum sneri Magnús við og
var aðstoð þeirra feðga lengi í minnum
höfð. Óttar segir þá eitthvað smávegis
hafa fengið að borga fyrir lánið á hest-
unum en annað ekki.
Hvor tveggja Langidalur
stóð undir nafni
Bóndinn á Kleppustöðum fékk þeim
teina í hendur í þeim tilgangi að reka
niður í gegnum snjóalög á leiðinni yfir
Steingrímsfjarðarheiðina, til að kanna
hvort holt væri undir, vatnsrennsli.
Gengu félagarnir síðan upp brattann að
heiðinni og yfir hana. Komu þeir að
Bakkaseli í Langadal seint um kvöldið.
Fengu hressingu og gistingu – en aðeins
eitt rúm.
Eftir morgunverð í Bakkaseli var
haldið af stað út Langadalinn í fylgd
ráðsmannsins á bænum sem reiddi þá
félaga yfir Langadalsána. Í minningu
stóð hvor tveggja Langidalur ferð-
arinnar undir nafni, að sögn Óttars, en
að vísu var þessi ekki genginn allur,
heldur beygt af leið og farið yfir hálsinn
að vestan. Komið niður að Arngerð-
areyri en þaðan voru þeir fluttir yfir
Ísafjörðinn til Svansvíkur af Halldóri
bónda. Ekkert tekið fyrir, tíðkaðist ekki
meðal sveitunga Runólfs.
Gengið var yfir báða hálsa á milli
Reykjafjarðar og Mjóafjarðar sem voru
erfiðari yfirferðar en ætlað var vegna
bratta. Komu félagarnir við á bæjum og
heilsuðu upp á ábúendur sem voru ann-
aðhvort venslafólk eða góðkunningjar
Runólfs. Þá var haldið áfram að Skála-
vík við Mjóafjörð austanverðan, þar sem
þeir fengu enn einn bátsflutninginn, nú
yfir fjörðinn að Látrum um kvöldið. Þar
með var aldursforsetinn í hópnum,
Runólfur, kominn heim til sín að kvöldi
sjöunda dags ferðarinnar. Var það að
vonum kær heimkoma. Átti Runólfur
nokkra aura eftir í buddunni en hann
lagði upp frá Akureyri með tuttugu og
átta krónur. Hafði hann raunar bak-
tryggt sig með lán frá Óttari, sem var
með hvorki meira né minna en fjörutíu
og fimm krónur, en ekki kom til þess.
Óttar gisti um nóttina á Látrum og svaf
vært – einn í rúmi.
Hoppaði upp á brimbrjótinn
Áttunda og síðasta ferðadaginn tók Ótt-
ar Djúpbátinn á Látrum út á Ísafjörð en
siglt var út Djúpið fyrir alla firðina.
Segir hann þetta hafa verið fyrirhafn-
arlítinn ferðamáta, kannski nokkrir
mjólkurbrúsar á leið í kaupstaðinn Ísa-
fjörð. Svo heppilega vildi til að við
bryggju á Ísafirði lá bolvískur fiskibátur
sem var við það að leggja af stað heim.
Fékk Óttar far með honum. Við komuna
til Bolungarvíkur hoppaði hann létt-
fættur upp á brimbrjótinn og gekk síðan
rakleiðis heim til foreldra sinna. Þar
með var yngsti göngugarpurinn kominn
heim, síðastur þeirra allra. Hvíldarþurfi
og þunnur á vangann, eins og hann
orðar það í ferðasögu sinni. Fjögur
yngri systkini biðu spennt eftir honum
og það fimmta á leiðinni. Langþráð
stund upp runnin.
Óttar segir að foreldrar hans hafi ver-
ið afskaplega ánægðir að fá hann heim.
Spurður hvernig þeim hafi yfir höfuð
litist á ferðalagið svarar hann því til að
þau hafi ekki amast við því. „Það mun-
aði líka miklu að það var sími á nánast
hverjum bæ sem við komum á, þannig
að við gátum látið vita reglulega af okk-
ur. Þau þurftu fyrir vikið ekki að bíða í
rúma viku eftir fréttum af ferðum mín-
um. En þeim létti örugglega að sjá
mig.“
Spurður hvort hann hafi ekki verið
þreyttur við heimkomuna kinkar hann
kolli. „Eflaust hef ég verið þreyttur en
ánægjan yfir því að vera loksins kominn
heim yfirgnæfði allt annað á þessari
stundu.“
Hefur ekki gengið þessa leið síðan
Eflaust leikur lesendum forvitni á að
vita hvort Óttar hafi gengið til baka til
Akureyrar um haustið. Svarið er nei.
Hann fór með báti. „Ég hef ekki gengið
þessa leið síðan og ætli það verði úr
þessu,“ segir hann kíminn.
Eftir á að hyggja þykir Óttari sláandi
hvað menntaskólanemar utan af landi
þurftu oft að hafa fyrir hlutunum á
þessum árum. „Það tók krakkana á Ak-
ureyri yfirleitt um fimm mínútur að
ganga heim,“ segir hann brosandi en
fellst á að átta dagar séu vitaskuld öfg-
arnar í hina áttina. Hafa ber líka í huga
að framhaldsskólar voru ekki á hverju
strái á þessum árum. „Ekki misskilja
mig,“ segir hann síðan eftir svolitla
þögn, „ég er ekki að kvarta. Er þvert á
móti sannfærður um að þetta hafi mót-
að mig og styrkt fyrir lífsbaráttuna sem
fór í hönd. Þetta ferðalag hefur alla tíð
verið mér hugleikið.“
Fyrirsögn hér
Akureyri
Bolungarvík
Ísafjörður
M
jó
ifj
ör
ðu
r
Ísa
fjö
rð
ur
Steingrímsfjörður
Hólmavík
Bit
ruf
jör
ðu
r
H
rú
ta
fjö
rð
ur
M
ið
fjö
rð
ur
Blönduós
Varmahlíð
Öxnada
lsheiði
Öx
na
da
lu
r
Gönguleið Óttars, Runólfs og Sverris vorið 1940
Grunnkort: Landmælingar Íslands
’
Eflaust hef ég
verið þreyttur en
ánægjan yfir því
að vera loksins kominn
heim yfirgnæfði allt
annað á þessari stundu.