SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 27
13. febrúar 2011 27 tengt. Það spurðist út og við vorum fengn- ir til að spila hér og þar. En það var aldrei planið að slá í gegn! Þetta vatt hins vegar upp á sig og öllum þótti það mjög skemmtilegt.“ Björn Valur segir það vissulega und- arlegt að horfa á sjálfan sig á hvíta tjaldinu, „á stóru tjaldi og í góðum mynd- og hljóð- gæðum. Það er dálítið um liðið síðan byrj- að var á myndinni en hún er góð yfirreið yfir það sem við höfum gert og það var mjög áhugvert að sjá þetta svona í sam- fellu. Menn eru sammála um að við getum verið dálítið roggnir með okkur! Yfir því hvað við höfum gert til hliðar við að- alstarfið, enda lítum við ekki á okkur sem tónlistarmenn. Það er langur vegur frá því. En svona verkefni þjappar mönnum sam- an, gerir vinnustaðinn skemmtilegri og lundina léttari.“ ... svo byrjuðum við bara.“ Sævar Guðmundsson leikstjóri klippti myndina og fingraför hans sjást á verkinu, segir Ingvar. Er greinilega ánægður með starf Akureyringsins. Myndin var ein fimm ár í vinnslu. „Ég hafði heyrt lag með hljómsveitinni og fékk svo allt í einu þessa hugmynd, þar sem ég sat á Kaffivagninum; að gera heimild- armynd um hljómsveitina og sjómennsk- una. Þá kviknaði á perunni, ég hringdi í Björn Val og svo byrjuðum við bara!“ segir Ingvar. Björn Valur segir í myndinni að líklega hafi meirihluti sjómanna aldrei ætlað sér að ílendast í starfi. Margir ætli sér á sjóinn í því skyni að vinna sér inn peninga til þess að eignast hús og bíl og koma upp fjöl- skyldu og snúa sér síðan að einhverju og njóta samvista við fjölskyldu. „En svo er ekki aftur snúið,“ segir hann. Magnús Ólafsson segist hafa upplifað myndina fyrst og fremst sem „heim- ildamynd um sjómennsku, en auðvitað kemur líka fram þetta sérstaka áhugamál að vera í hljómsveit sem þvælist um landið og spilar á ýmsum stöðum,“ segir hann við blaðamann. „Ég byrjaði 18 ára á sjó en hætti 25 ára. Þá var mig búið að langa að gera eitthvað annað og endaði sem kennari við Tónskóla Ólafsfjarðar og hafði kennt í ein 18 ár þegar ég varð skólastjóri. Nú er ég skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar,“ segir Magnús við blaðamann, en skólastjórinn útsetur tónlist hljómsveitarinnar, tekur upp og framleiðir geisladiskana. „Það er líka mjög sérstakt hvernig kom- ið er inn á fjölskyldulíf sjómanna, bæði hvernig þeim líður úti á sjó og þegar þeir koma heim. Hvað börnunum finnst um líf sjómanna og hvað pabbi þeirra er að gera,“ segir Magnús. Alveg ekta Magnús segir markhóp hljómsveitarinnar fólk um og yfir fertugu. „Fólk kaupir disk- inn af því að það á ættingja sem eru á sjó eða tengjast sjónum og sala hefur gengið vel. Fólk hefur gaman af tónlistinni en það hefur örugglega sitt að segja að við hagn- aðurinn af sölunni rennur til slysavarna- skóla sjómanna.“ Magnús segist hafa spilað í mörgum hljómsveitum „en Roðlaust og beinlaust er sú skemmtilegasta. Þetta er alveg ekta, hér er enginn í neinu gervi.“ Ingvar Þórisson segir góða stemningu hafa verið í Tjarnarborg þegar myndin var sýnd. „Það var vel mætt, fólk kom líka frá Siglufirði og Dalvík og góður rómur var gerður að myndinni. Stemningin var öðruvísi hér en í Reykjavík; það var eins og fólk væri meira á varðbergi hér en ég held að allir hafi verið hæstánægðir og mikið var klappað í lokin,“ sagði Ingvar. „Það er mikilvægast af öllu fyrir mig að skynja að fólk í Ólafsfirði sé sátt við myndina,“ segir hann. Ingvar Þórisson kvikmyndagerðarmaður.Nokkrir skipverjar í Tjarnarborg; Ingimar Viktorsson, Ragnar Björnsson, Jón Hjörtur Sigurðsson, Ottó Harðarson og Andri Viðar Víglundsson. Félagarnir í Roðlausu og beinlausu syngja á sjómannalagahátíðinni í Paimpol á Bretaníuskaga í Frakklandi. Hjónin Ríkharð Lúðvíksson skipverji og hljómsveitarmeðlimur og Aðalbjörg Ólafsdóttir koma á kvikmyndasýningunu í Tjarnarborg með afabarnið Amöndu Marteinsdóttur. ’ Þegar við sömdum fyrsta lagið á sínum tíma grunaði engan okkar hvers konar ævintýri yrði úr þessu Ljósmynd/Svavar Berg Magnússon Ljósmynd/Svavar Berg Magnússon

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.