SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 33
13. febrúar 2011 33
Þ
yrfti fimmtán ára unglingur að komast frá Akureyri til Bolungarvíkur í dag
myndi líkast til ekki hvarfla að honum að fara á tveimur jafnfljótum. Hann
myndi væntanlega hoppa upp í bíl eða flugvél og skila sér á áfangastað á
dagsparti. Í þessu ljósi er fróðlegt að lesa frásögn Óttars Ísfeld Karlssonar í
Sunnudagsmogganum í dag en hann gekk einmitt þessa leið vorið 1940. Þetta var fyrsta
stríðssumarið og enga ferð að fá, hvorki með bíl né bát, þannig að Óttar og sjö félagar hans
úr Menntaskólanum á Akureyri höfðu ekki um annað að velja en að arka af stað ætluðu
þeir að komast til síns heima. Óttar skilaði sér í foreldrahús á áttunda degi. Urðu það að
vonum miklir fagnaðarfundir.
Frásögn Óttars er skemmtileg heimild um tíðarandann í íslenskum sveitum fyrir sjö
áratugum. Eins og gefur að skilja þurftu göngugarparnir að koma víða við á bæjum til að
nærast og hvílast, stundum áttu þeir pantað pláss, stundum ekki. Alls staðar virðist þeim
hafa verið vel tekið og vel við þá gert enda þótt aðstaðan hafi verið misjöfn, eins og geng-
ur. Gestristnin og greiðviknin skín í gegnum frásögn Óttars og á mörgum stöðum var
engin leið fyrir hina ungu ferðalanga að fá gestgjafa sína til að taka við þóknun. Þá sjaldan
það tókst var það til málamynda. Ferðasaga Óttars Ísfeld Karlssonar ber íslensku bænda-
samfélagi fyrir miðja síðustu öld fagurt vitni.
Skotinn af leyniskyttu
Gangan sem Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur tók þátt í á dögunum var af öðru tagi.
Hún fór fram í borginni Derry á Norður-Írlandi og er farin árlega til að minnast fórnar-
lamba „blóðuga sunnudagsins“ 1972, þegar breskir hermenn skutu þrettán almenna
borgara úr röðum kaþólikka til bana og særðu þrettán aðra. Þykir gjörningurinn hafa há-
markað tímabil blóðugra átaka í sögu Norður-Írlands.
Sólveig hermir af göngunni, sem mögulega verður sú síðasta í röðinni, í blaðinu í dag og
ræðir jafnframt við nokkra heimamenn. Átakanleg er lýsing Pauls Devines á vígi móður-
bróður síns, Michaels McDaids, þennan örlagaríka dag í janúar 1972: „Michael var að
ganga í burtu frá hermönnunum þegar hann var skotinn í andlitið. Kúlan kom út rétt fyrir
neðan herðablaðið á honum og af afstöðu kúlunnar að dæma virðist henni hafa verið
skotið frá Derry-veggnum sem umlykur svæðið þar sem óeirðirnar náðu hámarki. Hann
var skotinn af leyniskyttu.“
Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er Devine ennþá sannfærður um að æskilegt sé að
sameina Írland. „Það á að gerast og mun gerast í framtíðinni, hins vegar er ómögulegt að
segja nákvæmlega til um hvenær það mun gerast. Það byggist allt á því að ráðamenn þurfa
að fara að tala saman, verkalýðsfélögin þurfa að tala saman. Námskráin í skólunum þarf
að breytast og kennsla í írsku þarf að byrja hér eins og hún er kennd á Írlandi. Fólk má
ekki halda að baráttan hafi verið til einskis. Við erum að stefna að sama marki og alltaf,
það gerist bara hægar en við héldum.“
Gengið yfir Ísland
„Hann var drullufær gítarleikari.“
Siggi Bach gítarleikari The Jimi Hendrix Project um
goðið Hendrix.
„Nei, ég held ég láti það vera, hann
er svo massaður kvikindið.“
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri, spurður
hvort hann hafi farið inn í hnefaleikahringinn með
leikaranum Mark Wahlberg, en þeir vinna saman
um þessar mundir.
„Ef einhver hefur heyrt það þá
er það ekki eftir mér haft!“
Haraldur Helgason á Akureyri á 90 ára af-
mælinu; segir ekki standa til að hann
hætti að vinna.
„Afleiðingin hlýtur að
verða afsögn ráð-
herrans.“
Sigurður Ingi Jóhannsson, al-
þingismaður um Svandísi
Svavarsdóttur umhverf-
isráðherra vegna dóms
Hæstaréttar um að-
alskipulag Flóahrepps.
„Akureyri er
heimsklassalið í
hraðaupphlaupum …
Ef þeir hefðu ekki
þetta vopn þá væru þeir líklega í botn-
baráttu því aðrir þættir leiksins hjá
þeim eru ekki samanburðarhæfir við
bestu liðin í landinu.“
Sebastían Alexandersson, þjálfari Selfoss, eftir
átta marka tap fyrir toppliði Akureyrar.
„Það er bara ekki jafnflott að heita
Keith Ólafsson og að heita Elvis Ólafs-
son.“
Ólafur Daði Helgason, faðir fyrsta Elvisar Ís-
lands, en Ólafur segist meiri aðdáandi
Stones en Elvis.
„Það virðist bara allt vera í
steik hjá félaginu, eftir því
sem ég kemst næst.“
Sigurbergur Sveinsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, eft-
ir að félag hans, DHC Rhein-
land óskaði óvænt eftir
gjaldþrotaskiptum í byrjun
vikunnar.
„Ég fullyrði að
málefnið „sjónvarp í
almannaþágu“ sé
mikilvægara en Ice-
save.“
Ragnar Bragason leikstjóri.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
freistaðist til að afla með slíkum hætti þurfti því að
skapa fjarlægð frá því. Það yrði að líta svo út að
blaðinu hefðu „borist“ upplýsingarnar og það
ekki treyst sér til þess, vegna almennra hagsmuna
um að veita upplýsingar, að gera annað en að
koma þeim á framfæri. Það er von að slíkur felu-
leikur sé farinn enda hafa dómstólar fallið fyrir
slíku, jafnvel hér á landi.
Eru þá ekki réttu viðbrögðin þau að vera var um
sig? Segja sem minnst í síma. Senda ekki síma-
skilaboð nema um það sem á að kaupa í næstu
búð. Og skrifa ekkert í tölvupóst sem ekki mætti
birta næsta dag sem opið bréf til almennings.
Sjálfsagt eru það réttu viðbrögðin. En þá fer fljótt
glansinn af þeirri hagræðingu sem tæknin átti að
tryggja. Og mörg skref væru þar með stigin til
baka í samskiptaháttum. Og það er ekki víst að sá
hraði sem heimurinn hefur vanið sig á síðustu ár
og áratugi leyfi mönnum slíka starfshætti.
Hin aðferðin er sú að taka jafnhart á slíkum
brotum og öðrum afbrotum. Það er sjálfsagt góður
kostur, en ekki endilega skilvirkur. Rannsókn
slíkra mála er flókin og kallar á mikla tæknikunn-
áttu, löggjöf mjög brotakennd og sönnunarfærsla
enn flóknari og dómstólaleið ekki nein hraðbraut,
bæði þyrnum stráð og kostnaðarsöm. Hugarfars-
breyting væri ofarlega á óskalistanum. Almenn
fordæming fældi brotamenn frá sinni iðju. En það
er ekki víst að slík hugarfarsbreyting liggi í loft-
inu. Það sanna dæmin úr bloggheimum, sem vikið
var að í upphafi. Þar sjáum við hálaunamenn við
sína iðju beinlínis ýta undir söguburð, jafnvel róg-
burð og auðvitað sleggjudóma og skæting og fjar-
lægja eingöngu af síðum sínum það sem kemur illa
við þá sjálfa. Það er enn sem fyrr mála sannast að
ekki er allt gull sem glóir og á það enn þá fremur
við um þann málminn sem næstur stendur.
Skarfar í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Ómar