SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 36

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 36
36 13. febrúar 2011 Ferðalög S érstaða ÍT ferða á ferðamarkaði var lengi vel íþróttatengd ferða- þjónusta, en nú má segja að sér- staðan felist einna helst í fjöl- breyttu ferðaframboði þar sem bæði er um að ræða sölu utanlandsferða til Ís- lendinga og móttöku erlendra ferða- manna á Íslandi. Að sögn Harðar Hilm- arssonar, eiganda fyrirtækisins og framkvæmdastjóra, felst sérstaðan einnig í sjálfstæði skrifstofunnar og sveigjanleika vegna stærðar (les: smæðar) og skuldleysis á sama tíma og fyrirtæki í greininni urðu gjald- þrota, fengu skuldir niðurfelldar, skiptu um eigendur o.s.frv. í kjöl- far bankahrunsins. „En samkeppni við slíka aðila getur vissulega verið erfið og ósanngjörn,“ segir Hörður. Hrun íslensku krónunnar og íslenskra fjármálastofnana 2008 hafði eðlilega mikil áhrif í ferðaþjónustunni. Utan- landsferðir Íslendinga urðu miklu dýrari því öll þjónusta erlendis, gisting, fæði o.fl. tvöfaldaðist í verði. Samdráttur í utanlandsferðum 2009 er talinn hafa verið um 70%. Viðsnúningur varð 2010, óopinberar tölur nefna 25% aukningu frá 2009 og árið 2010 lítur ágætlega út, að dómi Harðar. „Þetta er samt langur vegur frá 2005-2007 og reyndar fram að 1. september 2008. Til að mæta sam- drætti í utanlandsferðum hafa ÍT ferðir lagt vaxandi áherslu á þjónustu við er- lenda ferðamenn sem til Íslands koma, einkum hópa.“ Þetta eru fjölbreyttir hópar, íþrótta- hópar, s.s. knattspyrnulið frá Bandaríkj- unum, skólahópar frá Englandi, fyr- irtækjahópar í hvataferðum frá Hollandi, Svíþjóð o.fl. „Einnig bjóðum við upp á golfferðir til Íslands sem og golfþjónustu við ferðamenn sem eru á leiðinni eða komnir til landsins. Við erum yfirleitt ekki í beinu sambandi við hópana sem koma heldur vinnum við með erlendum ferðaskrifstofum sem selja okkar þjón- ustu, þ.e. „Íslandspakka“ ásamt flugi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur starf- seminnar, ekki síst þar sem verið er að gera samfélagslegt gagn með öflun er- lends gjaldeyris.“ 25 ár í bransanum Um leið og ÍT ferðir fagna 15 ára afmæli fagnar Hörður Hilmarsson 25 ára starfs- afmæli í ferðaþjónustu. „Það var árið 1986 að ég og Þórir Jóns- son, stórvinur minn, sáum að það vant- aði þjónustu við íslenska íþróttahópa sem vildu ferðast til útlanda í æfinga- og keppnisferðir. Þá voru Samvinnuferðir- Landsýn og Útsýn (síðar Úrval-Útsýn) langstærstu ferðaskrifstofurnar. Við settum hugmyndir okkar niður á blað og kynntum þær fyrir Helga Jóh., fram- kvæmdastjóra S-L, sem leist vel á og réð okkur sem verktaka. Þar vorum við í fjögur ár þangað til Úrval-Útsýn hafði samband og bauð okkur betri vinnuað- stöðu og stærri starfsvettvang. Þá bætt- um við tónlistarferðum við íþróttaferð- irnar og vorum Íþrótta- og tónlistardeild Ú-Ú þar til leiðir skildi og ég stofnaði ÍT ferðir. Þá hafði ég unnið 10 ár í ferða- þjónustunni. Þetta hefur verið afar skemmtilegur og gefandi tími. Það er ekki slæmt að geta svarað þegar maður er spurður að starfi: Ég vinn við að gleðja fólk.“ Þemaferðir færst í vöxt Ferðalög Íslendinga hafa breyst mjög á 25 árum, að sögn Harðar. „Þegar ég byrjaði voru sólarlandaferðir lang- algengustu ferðirnar. Fólk flykktist til Suður-Evrópu og flatmagaði þar í 2-4 vikur. Borgarferðir urðu einnig fljótt vinsælar; verslunar- og skemmtiferðir um helgi til borga í nálægum löndum, einkum Stóra-Bretlandi. Á síðustu árum hafa færst mjög í vöxt alls kyns „þema- ferðir“ þar sem fólk ferðast til að stunda áhugamál sín, hvort sem um er að ræða golf, göngu, sögu, menningu, skíði eða annað. Ferðamaðurinn er þá ekki bara „njótandi“ heldur tekur „aktívan“ þátt í ferðinni. Þetta er meira í anda þess sem við viljum gera. Ég kem úr íþróttahreyf- ingunni og tel það hafa verið forréttindi að vinna svo lengi við eitthvað sem tengist helsta áhugamálinu, íþróttum, og ekki leiðinlegt að geta tengt saman íþróttir og ferðalög. Og nú þegar tónlist, saga, menning og fleira hefur bæst við, er starfið þeim mun fjölbreyttara og skemmtilegra.“ En maður gerir ekkert nema með öðru fólki, segir Hörður og kveðst hafa verið heppinn með samstarfsfólk í gegnum tíðina. „Hjördís systir mín hefur verið viðloðandi ÍT ferðir frá stofnun og er sérfræðingur okkar í göngu- og sérferð- um. Hún er einstakur dugnaðarforkur, stálheiðarleg og elskuð og virt af þátt- takendum í ferðum sem hún stýrir. Hannibal, sölustjóri, hefur verið hjá okkur í nokkur ár og reynst afar vel; duglegur ungur maður með mikla þjón- ustulund.“ En víkjum þá að því sem er fram- undan hjá ÍT ferðum á því ágæta ári 2011: Einn af hápunktum íþróttaársins, all- tént hvað okkur Íslendinga snertir, verður lokakeppni Evrópumóts ung- mennalandsliða í knattspyrnu sem fram fer í Danmörku dagana 11. til 25. júní. Hörður segir ÍT ferðir að sjálfsögðu verða á staðnum. Ýmsir möguleikar eru í boði, svo sem gisting í Árósum, í strandbæn- um Lökken o.fl. Allt eftir óskum og þörfum. ÍT ferðir láta enska boltann sig líka varða og fyrir vorið verða m.a. ferðir á leiki Liverpool gegn Newcastle 29. apríl til 2. maí og Man. Utd gegn Blackpool 21. til 24. maí. „Þetta er síðasta umferðin, gæti verið spurning um bikar til Man- chester United,“ segir Hörður. ÍT ferðir hafa lengi skipulagt æfinga- og keppnisferðir fyrir íþróttahópa og segir Hörður mjög góða valkosti fyrir meistaraflokka í boltaíþróttum í boði í Danmörku og á Spáni en einnig geti ferðaskrifstofan skipulagt ferðir til Hol- lands, Englands og fleiri landa. Fyrirtækið býður einnig upp á fjöl- breytt framboð íþróttaferða fyrir ung- linga, alþjóðleg mót, góðar íþrótta- miðstöðvar o.fl. Sú vinsælasta af því tagi er án efa ferð í Knattspyrnuskóla Sir Bobbys Charltons í Manchester en þang- að hafa um 1.700 íslensk ungmenni farið frá árinu 1994. ÍT ferðir hafa ekki verið atkvæðamikl- ar á golfferðamarkaðinum undanfarin ár en Hörður segir fyrirtækið á hverju ári skipuleggja vandaðar golfferðir. Í apríl er boðið upp á ferðir til Eng- lands og Spánar og haustferðir eru á teikniborðinu. Hörður segir upplagt fyrir knattþenkjandi kylfinga að sameina áhugamálin, taka golf og fótboltaleik í sömu ferðinni. Í fótspor Guðríðar ÍT ferðir sérhæfa sig ekki síður í menn- ingar- og söguferðum og ætla nú í sam- Dómkirkjan í Santiago de Compostela. ÍT ferðir munu ganga Jakobsveginn þangað á árinu. Sveigjanleiki í fyrirrúmi ÍT ferðir bjóða upp á fjölbreyttar ferðir á fimmtán ára afmælisári sínu, þar sem íþróttir, menning og saga verða í öndvegi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hörður Hilmarsson Vaskur hópur ferðalanga á vegum ÍT ferða við Machu Picchu í Perú á síðasta ári.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.