SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 37

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 37
13. febrúar 2011 37 Í framhaldi af umfjöllun síðustu viku um það hvort skynsamlegt sé að koma sér upp vínkjallara er rökrétt að fjalla aðeins nánar um það hvaða vín það eru sem eiga heima í slíkum kjöllurum. Það er alls ekki svo að öll vín verði betri með geymslu. Flest vín sem hægt er að kaupa í vínbúðum á Íslandi batna lítið við það að þau séu geymd í lengri tíma jafnvel þótt um besta vínkjallara í heimi væri að ræða. Mörg þeirra munu vissulega lifa góðu lífi í einhver ár í viðbót og sum jafnvel ná meiri dýpt og breidd við það að öðlast aukinn þroska í örfá ár. Í flestum tilvikum er hins vegar lítið á því að græða. Þetta á ekki síst við um hvítvín en flest þeirra njóta sín best þegar þau eru spræk og fersk. Það er orðið algengt að sjá hvítvín sem eru innan við ársgömul og á síðari hluta ársins koma á markað vín frá Suðurhvelinu sem voru enn þrúgur á runnum í byrjun ársins. Oft er jafnvel eftirsóknarvert að hvítvín séu sem yngst, ekki síst ef þeirra á að njóta við sumarlegar aðstæður eða verið er að sækjast eftir ferskum og þægilegum fordrykk. Stundum rekst maður þó á vín þar sem asinn hefur ver- ið allt of mikill við að koma víninu á markað, ekki síst þegar um rauð- vín er að ræða. Þau hafa enn ekki náð tilhlýðilegu jafnvægi. Þar með er ekki sagt að þau þurfi langtímageymslu. Hálft ár til ár myndi breyta miklu. Lengi vel var það af illri nauðsyn sem vín þurfti að geyma. Þau voru of sýrumikil eða tannísk í æsku og því nauðsynlegt að geyma þau þar til að þau öðl- uðust nægilega mýkt. Það hefur margt breyst með nýrri tækni og aðferðum í víngerð á síðustu ára- tugum og víngerðarmenn hafa lagað sig að þeirri kröfu neytenda að þegar vín- flaska er keypt sé hún tilbúin til neyslu. Þetta breytir þó ekki því að enn eru til vín – sem betur fer – sem munu aldrei njóta sín til fulls nema þau fái tilhlýðilega geymslu. Jafnvel í einhverja áratugi. Og þótt ung vín geti verið heillandi er ekkert sem jafnast á við það að smakka stórkostlegt vín á hátindinum er nær að sýna þeim sem bragðar á því alla sínar margslungnu leyndardóma. Bestu vín heims eru aldrei vond. Þau geta verið dul á ákveðnum tímabilum en kraftur þeirra og fegurð verður hins vegar aldrei umflúin. Þau geta líka verið of ágeng og yfirþyrmandi, krafturinn ægilegur og allt að því fráhrindandi. Tannínin sem koma úr bæði þrúgum og eik hörð og hrjúf. Bestu hvítvínin eru oft auðveldari. Þau eru ávaxtarík og falleg fyrstu árin en verða dekkri og flóknari með árunum. Að vissu leyti er þetta líka spurning um smekk. Það kunna ekki allir að meta þau brögð sem einkenna þroskuð vín. Ávöxturinn hverfur í ilm vínsins og bragði og við tekur flóknara samspil. Til að geta elst þurfa vínin að vera sýrumikil í upphafi og tannísk ef um rauð- vín er að ræða. Þroskaferli vínsins er flókið ferli þar sem hinir ólíku þættir vínsins taka efnafræðilegum breytingum. Tannínin sem gera vínin hrjúf í byrj- un mildast og mýkjast. Eik og ávöxtur bræðast saman í eina heild og vín sem eru allt að því svört eða fjólublá í byrjun verða ljósari og með tímanum brún- leitari. Eftir því sem vínið er stærra að upplagi tekur þetta ferli lengri tíma. Það hvaða þrúga er notuð skiptir miklu máli og þær þrúgur sem eru hýð- isþykkar og vatnslitlar gefa yfirleitt af sér vín sem hentar betur til geymslu. Besta dæmið er Cabernet Sauvignon sem við kjöraðstæður til dæmis á bestu svæðum Bordeaux í Frakklandi og í Napa í Kaliforníu er uppistaða vína sem geta lifað áratugum saman án þess að sýna nokkur þreytumerki. Nebbiolo- þrúgan ítalska er önnur þrúga sem nær slíkum hæðum til dæmis í Barolo í Piedmont á Norður-Ítalíu. Það eru færri hvítvín sem henta til geymslu. Sýrumestu og sætustu vínin frá Þýskalandi eldast hins vegar betur en flest vín og sætvínin frá t.d. Sauternes í Bordeaux eða Tokaji í Ungverjalandi geta sömuleiðis verið ótrúlega langlíf. Þegar upp er staðið snýst þetta hins vegar um hvað þér þykir gott. Og ein mikilvægasta reglan er að geyma vínið ekki of lengi. Það er skemmtilegra að opna flösku sem er enn á uppleið en flösku sem farin er að dala. Vín 101 Steingrímur Sigurgeirsson Að geyma eða geyma ekki Það er alls ekki svo að öll vín verða betri með geymslu. vinnu við Steinunni Jóhannesdóttur rit- höfund að fara í fótspor Guðríðar Símonardóttur leiðina heim til Íslands frá Alsír. Guðríður var sem kunnugt er einn þeirra Íslendinga sem ofbeldismenn frá Alsír námu á brott árið 1627 í svo- kölluðu „Tyrkjaráni“. Leiðin verður far- in í þrennu lagi, einni ferð á ári, og verður sú fyrsta farin í sumar. Flogið verður til Alsírs og dvalist þar í nokkra daga, síðan siglt til Marseille í Frakklandi og flogið heim þaðan. 2012 og 2013 verð- ur haldið áfram með heimferð Guðríðar. Önnur menningar- og söguferð verð- ur farin í haust en þá verður Jakobsveg- urinn eða Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostela á Spáni gengin. Leiðsögn og farastjórn verður í höndum Hjördísar Hilmarsdóttur og Jóns Björnssonar sem getið hefur sér gott orð fyrir fróðleg námskeið um Jakobsveginn hjá Endur- menntun HÍ og ennfremur skrifað bók um Jakobsveginn. Göngu- og ævintýraferðir ÍT ferðir vinna að skipulagningu göngu- og ævintýraferða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. Ein gönguferð um Perú verður í mars-apríl og stefnt er að páskaferð þangað 2012. „Í boði er sann- kölluð garpaferð um austurströnd Grænlands í byrjun ágúst og svo er aftur í boði frábær ferð á góðu verði til Pól- lands seinni partinn í ágúst,“ segir Hörður. Af öðrum stöðum sem ÍT ferðir hafa og geta sett upp gönguferðir til má nefna Grand Canyon í Bandaríkjunum, Dólómítafjöllin, Pyreneafjöllin, Svart- fjallaland, Kilimanjaro, Aconcagua í Argentínu o.fl. ÍT ferðir bjóða einnig upp á fjöl- breyttar borgarferðir fyrir hópa sem í eru tíu manns eða fleiri. Að sögn Harðar eru vinsælustu borgirnar Lundúnir, Manchester og Kaupmannahöfn en einnig hefur ferðaskrifstofan skipulagt ferðir til Newcastle, Liverpool, Glasgow, Edinborgar, Stokkhólms, Helsinki, Amsterdam, Parísar, Þórshafnar o.fl. Undanfarin ár hafa ÍT ferðir haslað sér völl á sviði tónleikaferða. Hvergi verður slegið af í ár og í boði er ferð á Soni- sphere í júlí sem verður klárlega stóra málmhátíðin í ár í Bretlandi; Metallica, Megadeth, Slayer, Anthrax, Slipknot, Motörhead o.fl. Svo er High Voltage Festival rokkhá- tíðin í London – „nirvana fyrir þá sem fíla klassískt rokk“. Þar eru nöfn eins og Judas Priest, Dream Theater, Jethro Tull, Michael Schenker Group o.fl. Ráðgjafar fyrirtækisins í þessum ferð- um eru Ólafur Páll Gunnarsson, Sigurður Sverrisson og Óttar Felix Hauksson. Ónefndar eru sérferðir hvers konar fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. Klæðskerasaumaðar ferðir samkvæmt óskum og þörfum hvers hóps, að sögn Harðar. Eða eins og hann orðar það: „ÍT ferðir bjóða upp á afar fjölbreytta flóru ferða og segja má að við bjóðum upp á allar teg- undir ferða nema skíðaferðir og sólar- landaferðir.“ Farið verður í fótspor Guðríðar Símonardóttur, Tyrkja-Guddu, til Alsírs og aftur heim. Reuters Meðlimir málmbandsins Metallica í ham á tónleikum. Þeir sem vilja sjá Gylfa Þór Sigurðsson og félaga á EM í sumar geta snúið sér til ÍT ferða. Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.