SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 39
13. febrúar 2011 39
Stjórnarkreppan í landinu gerist
Belgum hvimleiðari með hverjum
deginum sem líður en 244 dagar
eru nú liðnir frá síðustu þingkosn-
ingum og enn gengur hvorki né rek-
ur við myndun starfhæfs meiri-
hluta. Ljóst er að grípa þarf til
örþrifaráða og það gerði þingkonan
Marleen Temmerman einmitt í vik-
unni. Í blaðagrein hvatti hún maka
allra þingmanna til að fara í kynlífs-
bindindi þangað til búið verður að greiða úr flækjunni.
„Ekki stunda kynlíf fyrr en ný ríkisstjórn stendur á
tröppum þinghússins,“ segir Temmerman en hug-
myndina fékk hún frá Sómalíu. Þar skilaði sambæri-
legt átak nefnilega nýrri ríkisstjórn árið 2009.
Kynsveltir þingmenn
Ætlar þú að
semja, karlinn?
Þegar kona nokkur í Sandusky í
Ohio-ríki í Bandaríkjunum sá blikk-
andi ljós í baksýnisspeglinum
keyrði hún samviskusamlega út í
vegkantinn og stöðvaði bílinn. En
hvað var a’tarna? Ekki var lög-
reglan á ferð heldur blikkandi ljósa-
skilti á hjólaskautasvæði. Þegar
konan ætlaði að drífa sig aftur af
stað sat bíllinn hins vegar fastur í
skafli. Miskunnsaman samverja
dreif að en þegar hann áttaði sig á því að konan var í
glasi hringdi hann umsvifalaust á lögreglu. Kom hún í
skyndingu á vettvang og handtók konuna fyrir ölvun
við akstur. Átti hún, að sögn, bágt með að standa í
fæturna.
Stöðvaði sjálfa sig
Lögregla eða
skautasvæði?
ég, helst eitthvert góðgæti. Ég get samt verið hörð
við sjálfa mig líka, hafi ég sett mér markmið. Það er
einmitt partur af munaðinum, að ná eins langt og
maður mögulega getur. Það kostar mikla vinnu.“
Svarti svanurinn verður Portman eflaust eft-
irminnileg fyrir fleiri sakir en meðan á tökum stóð
kynntist hún ballettdansaranum Benjamin Mille-
pied og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni.
Æsileg ástaratriði með annarri konu
Bíóunnendur muna fyrst eftir Portman sem litlu
stelpunni í þrillernum Léon með Jean Reno og
ýmsum mun sjálfsagt bregða þegar þeir berja ást-
arsenurnar í Svarta svaninum augum. Bæði ver
Nina vönduðum tíma í einrúmi og dregur svo Lily,
helsta keppinaut sinn um hlutverk Odette/Odile í
Svanavatninu, eftirminnilega á tálar – enda þótt
ekki sé allt sem sýnist í þeim efnum.
Ekki er á Portman að skilja að þessi atriði hafi
tekið á taugarnar. „Kynlífsatriði, lesbísk atriði.
Nóg er af þeim,“ segir Portman við Vogue en með
hlutverk Lily fer úkraínska leikkonan Mila Kunis.
„Af því að þetta er ég bregður fólki. Ég sé kostina
við það að vera „góða stelpan“ og það er auðvelt að
grafa undan þeirri ímynd.“
Sem betur fer var hún til í tuskið, segir Aro-
nofsky leikstjóri. „Natalie fær of sjaldan tækifæri til
að sýna sínar háskalegu hliðar en hún á auðvelt
með að vera ærslafull, stríðin og löðrandi í kyn-
þokka. Hún er svo falleg að mann verkjar.“
’
Ég sé kostina við það
að vera „góða stelpan“
og það er auðvelt
að grafa undan þeirri ímynd.
Á vettvangi stjórnmálanna fór Albert sínar eigin leiðir og tók stund-
um hressilegar einleikssyrpur eins og á fótboltavellinum forðum.
Þannig bryddaði Albert upp á mörgu sem var, að sögn, í þágu „litla
mannsins“ en svo nefndi hann þá samborgara sína sem á einhvern
hátt höfðu farið halloka í lífinu. Það fólk taldi sig eiga Albert allt gott
upp að unna og veitti honum atfylgi sitt eins og kom á daginn í þing-
kosningunum vorið 1987 þegar Albert bauð fram undir merkjum
Borgaraflokksins þegar leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins skildi.
Hulduherinn, en svo voru stuðningsmenn Alberts stundum nefndir,
stóð með sínum manni og náði flokkur borgara alls sjö mönnum á
þing. Síðar komst flokkurinn í ríkisstjórn, en þá hafði Albert yfirgefið
stjórnmálin og var kominn til Parísar þar sem hann gegndi embætti
sendiherra Íslendinga síðustu æviárin. Albert lést í Reykjavík vorið
1994.
Margir urðu til að minnast Alberts Guðmundssonar látins, til að
mynda Ólafur Ragnar Grímsson, þá formaður Alþýðubandalagsins.
Þar lýsti hann Albert svo að hann hefði haft ótrúlegt næmi á menn og
málefni, skýra dómgreind og mikils virði hefði verið að sækja til hans
lærdóm og visku.
„Albert Guðmundsson var að mínum dómi einhver gáfaðasti stjórn-
málamaður Íslendinga á síðari áratugum. Gáfur hans voru hins vegar
ekki allra og hann kaus að sýna ekki margbreytileika þeirra nema við-
mælandi væri vinur og verðskuldaði trúnað. Á opinberum vettvangi
var hann maður hinna einföldu lýsinga og fæstra orða. Í samræðum
okkar tveggja var dómgreindin eins og beittur geisli og skarpleikinn
líkur hörðum gimsteini.“
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Á opinberum
vettvangi var
hann maður
hinna einföldu lýs-
inga og fæstra orða.
Ólafur Ragnar
Grímsson.
O
g er makinn þinn þér trúr? Ef þú svarar afdrátt-
arlaust „já“ ættir þú kannski að hugsa þig tvisvar
um. Nýleg rannsókn sem gerð var við Oregon
State University leiddi í ljós að í samböndum
40% giftra og ógiftra para á aldrinum 18-25 ára hélt annar
aðilinn því fram að samið hefði verið um einkvæni á meðan
hinn hélt því fram að slíkur samningur hefði aldrei verið
gerður.
Í annarri könnun, þar sem úrtakið var 434 gagnkynhneigð
pör, kom í ljós að í 30% tilfella hafði a.m.k. annar aðilinn í
sambandinu einhvern tímann stigið hliðarspor þrátt fyrir að
hafa heitið trú og tryggð. Það að parið væri gift og ætti börn
saman jók ekki líkurnar á því að það
hefði ákveðið að stunda einkvæni.
Raunar sýndi tölfræðin að þau pör
sem áttu börn höfðu í færri tilfellum
samið um einkvæni.
En hverju er um að kenna? Skorti á
tjáskiptum og mismunandi mein-
ingum um hvernig skilgreina beri
einkvæni. Pör ræða það ekki hvað
einkvæni nákvæmlega felur í sér. Og
það er skortur á þessum samræðum
sem leiðir til svikinna tilfinninga og
aukinnar heilsufarslegrar áhættu, t.d. kynsjúkdóma.
Það er því vert að spyrja sig: „Get ég sagt með fullri vissu að
ég sé í traustu sambandi?“ Það er auðvelt að leiða hjá sér
rannsóknarniðurstöður af þessu tagi og hugsa sem svo:
„Þetta á ekki við um mig.“ Fólk á það til að halda að samband
þess sé að einhverju leyti öðruvísi en samband annarra og
einstakt, sérstaklega ef skipst hefur verið á ástarjátningum og
jafnvel brúðkaupsheitum. (Og augljóslega eru margir sem líta
á það seinna sem innsiglun á einkvæni, nema um annað hafi
verið samið). En í mörgum samböndum, sérstaklega meðal
ungs fólks, er það það sem ekki er sagt sem veldur vanda-
málum.
Til þess að geta verið viss um að þú sért í þess konar sam-
bandi sem þú vilt vera í, þarftu að fá staðfestingu á því að þú
og maki þinn séuð á sömu blaðsíðu þegar kemur að einkvæni
– hvort sem það er það sem þið sækist eftir eða ekki. Ég hef
persónulega átt frumkvæðið að slíkum tjáskiptum með því að
segja: „Ég vil ekki deila með öðrum,“ þegar sambandið er
komið á ákveðið stig. Vísbendingin er síðan smám saman
gerð afdráttarlausari þegar rætt er um langanir, þarfir og
þrár, m.a. einkvæni.
Það er nauðsynlegt að hafa þessi mál á hreinu þegar litið er
til kynheilbrigðis, sérstaklega með það í huga að mörg pör
sem stunda einkvæni sleppa því að nota vörn. Og það er ekki
síður mikilvægt þegar kemur að því að vernda sjálfa/n sig til-
finningalega.
Ert þú trúr
maka þínum?
Kynfræð-
ingurinn
Yvonne Kristín Fulbright
kyn@mbl.is
Pör ræða það ekki hvað einkvæni nákvæmlega felur í sér.
’
Get ég
sagt
með
fullri vissu að
ég sé í traustu
sambandi?
Natalie Portman, lengst til vinstri, mun etja kappi við þessar fræknu leikkonur á Óskarsverðlaunahátíðinni 27.
febrúar næstkomandi. Þær eru Michelle Williams, Jennifer Lawrence, Nicole Kidman og Annette Bening.
Reuters