SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 40
Ef þig langar til að koma elskunni þinni á óvart á Valentínusardaginn er um að gera að nota hugmyndaflugið. Hér eru þrjár hugmyndir að öðruvísi útfærslu á matarboði. Þær taka smá tíma en er ekki betra að gera hlutina með stæl, ella gera þá ekki? Frönsk veisla í tjaldi Þú getur ferðast til annars lands með elskuna þína en samt verið heima í stofu. Eld- aðu mat frá því heimshorni sem ykkur líkar best og skreyttu umhverfið í stíl. Svo er ekkert verra ef þú getur kynnt matinn á viðeigandi tungu- máli, eða slegið fram nokkrum góðum setningum. Leggðu þig alla/n fram og þetta ætti að verða skemmtilegt kvöld. Önn- ur hugmynd er sú að fara í útilegu. Já, veðrið um miðjan vetur er kannski ekki ákjósanlegt en það er alveg hægt að græja tjald innandyra. Við munum t.d. flest eftir teppatjöldunum góðu sem við bjuggum til á milli stóla sem börn. Hafðu nóg af þægilegum púðum og teppum við höndina og útbúðu góðan mat. Það hljómar kannski undarlega að skipta um umhverfi á þennan hátt en getur um leið verið mjög spennandi og rómantískt. Nú ef veðrið er ljómandi gott er ekkert því til fyrirstöðu að fara í lautarferð með troðfulla körfu af góðu nesti. Passið ykkur bara að hafa hlýtt teppi til að sitja á og heitan drykk á brúsa. Eftir lautarferð- ina er góð hugmynd að skella sér í heitan pott til að hlýja sér aðeins. Rómantísk inni-útilega Pakkaðu niður góðgæti fyrir rómantíska lautarferð. 40 13. febrúar 2011 Lífsstíll Þ á er hann alveg að skella á dagurinn sem enginn fær umflúið. Eða hvað? Blóma-, konfekt- og gjafasalar kætast og bleikir ástarpeningar renna í kassann. Pör leiðast um allan bæinn ljómandi af hamingju á meðan þeir einhleypu draga sængina upp yfir haus og vona að dagurinn hverfi. Eða fara á barinn og drekkja saman sorgum sínum, tala ófallega um ástina, sem er hvort sem er löngu dauð, og yrkja harmaljóð fram undir morgun. En hvaða dagur skyldi þetta eiginlega vera sem setur allt svona á annan endann í samfélaginu? Í það minnsta má ímynda sér það á þennan hátt. Jú, Valentínusardagurinn ógurlegi er upprunninn. Bandarísk þvæla og auglýsingamennska segja sumir, rómantískur dagur sem lífgar upp á veturinn segja aðrir. Fólk virðist hafa mjög svo misjafnar skoðanir á þessum ágæta degi en mikilvægast er nú kannski bara að æsa sig ekkert yfir þessu. Við eigum vissulega okkar bóndadag og konudag. Okkar íslensku daga þar sem bóndi og frú leggja sig fram við að vera sæt og góð hvort við annað. Mörgum finnst þetta bara alveg nóg og því sé algjör óþarfi að bæta Val- entínusardeginum við. Enda heyrði maður lítið af þess- um degi hér á landi fyrr en fyrir kannski um fimm árum. Síðan þá er auglýst hitt og þetta sem gefa má og gera á þessum degi og fólk hvatt til að gera eitthvað fallegt fyrir elskuna sína á Valentínusardaginn. Nú bjó ég í Englandi um tíma og vandist því þar í nokkur ár að fá sendan glaðning á þessum degi, súkkulaði eða eitthvert dúllerí. Það var vissulega notalegt og ég mat það mikils á þeim tíma. Nú bý ég hins vegar á Íslandi og þar af leiðandi finnst mér okkar dagar hér mikilvæg- ari en þessi. Um leið er ég samt ekki að segja að á konudeginum ætlist ég til að fá gefins hvaðeina sem mig langar í. Bakaríisferð eftir snúð myndi alveg duga mér svo lengi sem honum fylgdi gott knús. En mér finnst líka að fólk megi bara sjálft velja sér dag til að gera eitthvað fallegt fyrir sinn heittelskaða eða -elskuðu. Það þarf ekki að fela í sér mikla viðhöfn eða skipulag heldur er best ef rómantíkin felst í hversdeg- inum. Samt má fólk alveg missa sig eins mikið og það vill. Kaupa 18 rauðar rósir og haug af súkkulaði á Valentínus- ardaginn. Sumir finna sig í slíku og aðrir í einhverju öðru. Verum glöð yfir því að vera ekki öll eins og leyfum þeim sem vilja að njóta dagsins. Hér má líka skjóta inn í að hans má vel njóta einn eða með vinum yfir kertaljósi. Hvað sem þið kjósið að gera er í það minnsta algjör óþarfi að breytast í Valentínusar-fýlupoka. Það hjálpar engum að sitja með skeifu úti í horni. Bleikur rómans Valentínusardagurinn er næst- komandi mánudag. Þá skellur ástaralda yfir heiminn en ekki eru allir sammála um hvort fagna eigi deginum hérlendis. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Sumir nota Valentínusardaginn til að gifta sig, jafnvel í lest eins og þessi brúðhjón í Kína. AP ’ Fólk virðist hafa mjög svo mis- jafnar skoðanir á þessum ágæta degi en mikilvægast er nú kannski bara að æsa sig ekkert yfir þessu. Á Valentínusardaginn er vel við hæfi að horfa á nokkrar vel valdar, rómantískar kvikmyndir með nóg af poppi og nammi í skál. Kvikmyndin Valentinés Day, sem sýnd var í kvikmyndahúsum í fyrra, myndi t.d. smellpassa. Í myndinni segir frá upplifun bæði einhleypra og para í Los Angeles af Valentínusardeginum og öllum þeim væntingum og pressu sem honum geta fylgt. Í kvik- myndinni leika meðal annars Jessica Alba, Ashton Kutcher og Bradley Cooper. Annars eru það náttúrlega Love Actually eða Wimbledon. Rómantískar gaman- myndir sem klikka varla. Rómantískt í tækinu Persóna Ashton Kutcher sýnir rómantískar hliðar. Valentínusardagurinn er hald- inn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febr- úar ár hvert. Áður en dagurinn var kenndur við Valentínus var hann haldinn til heiðurs róm- verska frjósemisguðinum Lu- percusi. Í þá daga var slátrað geit og drukkið vín auk þess sem menn hlupu um bæinn útataðir í blóði. Sagan segir að eftir að þáverandi keisari Rómar hafði bannað hjóna- bönd, hafi dagurinn verið eign- aður prestinum Valentínusi. Hann var hálshöggvinn þennan dag fyrir að gefa saman ung pör sem mátti ekki gefa saman. Sú hefð að senda sínum heittelskaða eða sinni heittelskuðu gjafir og Val- entínusarkort á uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Í öðrum löndum gilda hins vegar aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar. Í löndum þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hafa banda- rískir siðir gjarnan fylgt þegar venjan er tekin upp. Upp- runalega var hefðin sú að senda bréf eða kort til sinnar heittelskuðu sem hefur í dag skapað sölu á um miljarði Valentínusarkorta á ári hverju. Allt fyrir ástina Margir senda elsk- unni sinni blóm á Val- entínusardaginn.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.