SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 41
13. febrúar 2011 41
LÁRÉTT
2. Fataðir Hönnu einhvern veginn frá listamönn-
um. (12)
7. Einlitt fræ er einhvern veginn fyrir uppáhöldin.
(10)
9. Vöxtur skrámu. (7)
10. Menntaskóli leitar að breytilegum. (9)
11. Vopnað lið dragi til sín aðalsmann. (7)
12. Falla ekki á hálfu ári við Menntaskólann við
Sund. (7)
13. Sé dragbít vera á mörkum þess að finna föt. (5)
15. Tinna dó einhvern veginn syngjandi. (7)
17. Bernskubrek án teppis. (6)
20. Álegg í viðbót. (8)
22. Æðisleg að mati ungs fólks spili með veikindi.
(9)
26. Kolfinna fer frá loftskeytamanni út af skraut-
steini. (7)
27. Hefur Gunnar tælt einhvern veginn í þennan
tíma. (10)
28. Stig Magna vaxa. (9)
29. Lág varðar aðalsmanna að sögn. (8)
30. Barnagull og mór nægja til að búa til band. (12)
31. Sjá stofnun hljóma fyrir framan hálfgert geð-
veikrahæli. (9)
LÓÐRÉTT
1.Súkkulaði gert úr hluta af Felis domestica. (11)
2. Skítapíla gefur ávinning. (7)
3. Óbrotin læri um heilbrigði. (8)
4. Rétti ennþá einfaldlega hávaða af leyfunum. (9)
5. Sár er möguleiki að sjá hjá stilltu. (8)
6. Var grískur guð til vandræða í þessu ríki. (6)
8. Ingi fær eitthvað sem hægt er að borða frá
skyldmenni. (7)
9. Stífar vegna hreystinnar. (7)
14. Tengir Egilssaga sig við stærðfræðihugtak?
(10)
16. Lokuð með fisk og kóða. (6)
18. Úr yrði dónaskapur með klukku. (8)
19. Herra einn stingur með mjólkurvöru. (10)
20. Ekkert bófaföruneyti er nefnt. (9)
21. Hljóð við að ná ekki prófi berst um ræsi. (9)
22. Versla með grjót og krydd (10)
23. Sé ilm af agni hjá veikburða. (10)
24. Katrín kom með gráðu í grafhýsi. (9)
25. Hagræddi næstum því með því að undirbjóða.
(8)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu 13. febrú-
ar rennur út 17. febrúar. Nafn
vinningshafans birtist í blaðinu
20. febrúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinn-
ing. Vinningshafi krossgátunnar 6. febrúar er Guð-
laug Elísa Kristinsdóttir, Suðurgötu 72, Hafnarfirði.
Hún hlýtur í verðlaun bókina Hundrað ára einsemd
eftir Gabriel García Márquez. Forlagið gefur út.
Krossgátuverðlaun
Allar sterkustu skákkonur
heims að Polgar-systrum þó
undanskildum voru sam-
ankomnar í byrjun desember sl.
í Hatay í Tyrklandi vegna
heimsmeistaramóts kvenna.
Þarna var Maja Chiburdanidse,
yngsti heimsmeistari sögunnar,
Humpey Koneru, Pia Cramling,
Alexandra Kosteniuk, Antoa-
neta Stefanova svo nokkrar séu
nefndar. Þegar heimsmeist-
aramótinu lauk, sem 64 skák-
konur hófu og háð var með út-
sláttarfyrirkomulagi, steig fram
nýr heimsmeistari kvenna: hin
16 ára gamla kínverska stúlka
Hou Yifan. Í lokaumferðinni
vann hún kínverska stöllu sína,
Ruan Lufei, en í fyrri umferðum
lagði hún að velli Humpey Ko-
neru hina indversku, sem álitin
var sigurstranglegasti keppandi
mótsins, Zhu Chen, fyrrv.
heimsmeistara kvenna sem nú
teflir fyrir Katar, og Katherinu
Lahno frá Úkraínu.
Yngsti heimsmeistari skák-
sögunnar hefur vakið talsverða
athygli fjölmiðla og blaðamaður
breska blaðsins The Telegraph
sem var sendur út af örkinni til
að kynna sér bakland Hou Yifan
var fyrirfram nánast sannfærður
um að hitta fyrir „tígurmóður“
– með vísan í harðneskjulegt
uppeldi kínverskra barna sem
lýst hefur verið í frægri bók,
Why Chinese Mothers Are Su-
perior. Einbirnið Hou Yifan er
altalandi á ensku og mikill unn-
andi verka Charles Dickens.
Móðir hennar reyndist vera
rösklega fertug hjúkrunarkona
sem upplýsti að snemma hefðu
komið fram hæfileikar Hou Yif-
an í alls kyns borð-leikjum. Hún
hefði bent dóttur sinni á að ef
hún ætlaði að leggja skáklistina
fyrir sig yrðu önnur áhugamál
að víkja. Sem varð raunin og frá
unga aldri var prógrammið eitt-
hvað á þá leið, að þegar heima-
lærdómnum lauk um kl. 17 dag
hvern tóku við 5 til 6 klst. skák-
rannsóknir eða þátttaka í mót-
um. Og hún fékk aldrei ĺeið á
skákinni.Ástundunin ein er ekki
nægjanleg; enginn kemst svo
langt án þess að hafa hæfileika
til að bera og þá virðist skák-
gyðjan hafa úthlutað hinni ungu
stúlku í miklum mæli. Grein-
arhöfundur sló upp í gagna-
grunni og fann þessa skák sem
tefld var seint í september 2009.
Það verður ekki af kínverskum
skákmönnum skafið að þeim
lætur vel að stýra liði sínu til
sóknar:
Hou Yifan – Tan Zhongui
Pirc vörn
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4.
Be3 c6 5. Dd2 b5 6. Bd3 Rbd7 7.
Rf3 e5 8. dxe5 dxe5 9. h3 Bg7 10.
Re2 O-O 11. a4 Bb7 12. Rg3 a6 13.
O-O De7 14. c4 b4 15. c5!
Byrjunin minnir á þekkta sig-
urskák Hannesar Hlífars gegn
Ruslan Ponomariov á EM tafl-
félaga 2001. Ekki gengur 14. …
Rxc5 vegna 15. Dxb4 með
óþægilegri leppun.
15. … a5 16. Dc2 Re8 17. Hfd1
Rc7 18. Bc4 Kh8 19. Bb3 f5!?
Skiljanlegur leikur, ella myndi
hvítur herða tökin með því að
tvöfalda hrókana á d-línunni.
20. exf5 Rd5 21. fxg6 Rxe3 22.
fxe3 Rxc5 23. Rf5! 23. … Hxf5 24.
Dxf5 Rxb3 25. Rg5 h6 26. Rf7
Kg8 27. Hd7 Bc8!
Krókur á móti bragði, 28.
Had1 liggur beinast við en svart-
ur fær varist með 28. … De8!
Hou Yifan hefur séð lengra.
28. Hd8+! Dxd8 29. Rxh6+
Kh8
30. Rf7+ Kg8 31. Rh6+ Kh8 32.
Dh5! Ha7 33. Rg4+! Bh6
Eða 33. .. Kg8 34. Dh7 Kf8 35.
Hf1+ Ke8 36. Dg8+.
34. Rxh6 Kg7 35. Rf7 Dd5 36.
Dh6+ Kf6 37. g7 Kxf7 38. Hf1+
Ke7 39. Dg5+
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Engin „tígurmamma“ á bak við nýjan heimsmeistara kvenna
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta