SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 45

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 45
13. febrúar 2011 45 Í aðfaraorðum nýrrar bók- ar sinnar Faulks on Fict- ion (sem gefin er út í tengslum við sjónvarps- þáttaröð á BBC) ræðir breski rit- höfundurinn Sebastian Faulks um þann vanda sem við stönd- um frammi fyrir á okkar póst- módernísku tímum að ekki megi segja að skáldverk (eða hvert annað listarverk) sé betra eða verra en annað tiltekið verk. Í því ljósi er Agatha Christie jafn góður (eða slæmur) höfundur og Virginia Woolf, John Grisham jafn góður (eða slæmur) og Jon- athan Franzen og svo má telja. Þar er reyndar rétt í sjálfu sér að ekki er hægt að meta list á vísindalegan hátt, mæla svo óyggjandi sé hvort skáldsaga sé „góð“ og þá hversu „góð“ hún er, uppá milli- eitthvað. Að því sögðu þá gera allir upp á milli bóka og þótt það sé alltaf persónulegt mat eru menn yf- irleitt sam- mála um það til að mynda að Sjálfstætt fólk sé „betri“ bók en Mannasiðir Gillz. Þegar bandaríski fræðimað- urinn Harold Bloom gaf út bók sína The Western Canon, sem snara má sem Hefðarveldi Vest- urlanda, spunnust fróðlegar deilur um það annars vegar um það hvort við hæfi sé að tala um hefðarveldi í bókmenntum yf- irleitt og svo hinsvegar það hvernig á því stæði að hefð- arveldið væri að mestu feðra- veldi, enda höfundarnir flestir karlmenn: Bloom nefnir tuttugu og tvo karla og fjórar konur. Margir bentu líka á þrönga landfræðilega skilgreiningu; einn Ítali, einn Portúgali, einn Norðmaður, einn Rússi, einn Tékki, einn Spánverji, tveir Sílemenn, tveir Þjóðverjar, tveir Tékkar, tveir Bandaríkjamenn, tveir Írar, þrír Frakkar og níu (!) Englendingar. Á nafnalista Blooms eru að sönnu verðugir höfundar og hann færir rök fyrir valinu. Þeg- ar upp er staðið verður hver og einn þó náttúrlega að velja fyrir sig og að mínu viti eiga menn ekki að vera feimnir við að láta ánægju sína í ljós og alls ekki að skirrast við að segja eina bók betri en aðra. Hver er bestur allra? ’ Að mínu viti eiga menn alls ekki að skirrast við að segja eina bók betri en aðra. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ég er skorpumanneskja í lestri. Eins og svo margir þigg ég með þökkum góðar bækur í jólagjöf, því fátt er betra en að sitja í fal- legri birtunni frá jólaljósunum með góða bók að lesa, tebolla og konfekt að maula. Ég tek líka skorpur á sumrin, því líkt og með jólaljósin er birtan frá hlýrri sumarsól góð til lesturs. Í lestrar- skorpum verða skáldsögur, bæði íslenskar og erlendar helst fyrir valinu og þá er gott að taka blöndu af sænskum glæpasögum og íslensku raunsæi eða róm- antík. Svo koma mislöng tímabil þar sem bóklestur situr á hakanum. Og þó ekki því börnin mín þrjú hafa séð til þess að móðir þeirra lesi reglulega og alltaf nýt ég þess að lesa með þeim og fyrir þau. Barnabækur, eins og aðrar bók- menntir, eru auðvitað misgóðar og æði margt höfum við lesið sem ekki er upp á marga fiska. Annað er hins vegar prýðisgott og ég ber mikla virðingu fyrir höfundum sem tekst að skrifa góðar barna- bækur því það er ekki öllum gef- ið. Heimasæturnar tvær eru orðn- ar vel læsar og því hefur lestur fyrir þær smám saman farið minnkandi samfara því að þær lesa sjálfar, en við sonur minn 15 mánaða lesum mikið saman. Efn- istökin eru fjölbreytt, enda litli maðurinn forvitinn um margt, og það sem fellur vel í kramið er les- ið aftur og aftur og aftur og … Þannig höfum við margoft lesið söguna um bangsastrákinn Ara sem fer í gönguferð með vin- konu sinni, Erlu önd. Eins er dagurinn hjá Bóbó bangsa alltaf jafn spennandi og þá ekki síður dagurinn hennar Emmu á leik- skólanum. Við lesum reglulega um það hvernig litla barninu gengur að vera bleiulaust og pissa í koppinn sinn, og alltaf klappar litli maðurinn fyrir barninu þegar takmarkinu er náð. Allt eru þetta ágætar bækur, en ein bók ber þó af öðrum í hill- unni og um það erum við mæðg- in sammála; Arngrímur apaskott og fiðlan. Skemmtileg saga um apastrákinn Arngrím sem heyrir svo fallega fiðlutóna og dreymir um að geta spilað líka. Þessi bók er eins og góðar barnabækur eiga að vera, lifandi og skemmtileg saga með litríkum og fallegum teikningum. Höfundinum, Kristínu Arngrímsdóttur, er það greinilega gefið að skrifa fyrir börn – og foreldra. Lesarinn Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur Lifandi og skemmtileg saga af apastráknum Arngrími Arngrímur apaskott og hrafninn LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KARL KVARAN 17.11. 2010 - 13.2. 2011 Sunnudagsleiðsögn kl. 15 LÍNA OG LITIR Í VERKUM KARLS KVARAN Ásdís Ólafsdóttir sýningastjóri SÍÐASTA SÝNINGARHELGI á sýningu Karls Kvaran! ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 LANDSLAG Í LISTASAFNI 5. - 22.2.2011 Sýning á verkum nem. barna- og unglingad. Myndlistaskólans í Rvk ÞAÐ BLÆÐIR Á MORGUNSÁRINU 22.1. - 13.2. 2011 Jónas E. Svafár MARENGS veitingastaður á 2. hæð. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar AUGASTAÐIR-BEHIND MY EYES Ný verk eftir Óla G. Byggðasafn Reykjanesbæjar: Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar: 100 bátalíkön Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78 (11.2. - 29.5. 2011) Leiðsögn sun. 13.2. kl. 14: Ásdís Ólafsdóttir sýningarstjóri HÚSGÖGN Í HÖRPU - samkeppnistillögur (14.1. - 13.3. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17 KRAUM og kaffi Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Ásýnd landsins: Vatnið, jörðin, hafið og himinninn Daði Guðbjörnsson, Gunnlaugur Ó. Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Rúrí, Vilhjálmur Þ. Bergsson Sýningarstjóri: Guðbergur Bergsson Sýningin stendur til 20.02.2011 Aðgangur 500 kr. Ókeypis á miðvikudögum Safnið er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga www.gerdasafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ Gunnhildur Hauksdóttir og Kristín Ómarsdóttir Gjöf til þín, yðar hátign Áheyrnarprufur á lau. kl. 13 Páll Haukur Björnsson Við bjuggum til okkar eigin leiki Curver Thoroddsen Fjölskyldukvintettinn II Fjölskylduspjall sun. 13. feb. kl. 15 Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Laugardagur 12. febrúar: Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár Leiðsögn á ensku kl. 11 og á íslensku kl. 13 Sunnudagur 13. febrúar: Kl. 13: Inga Lára Baldvinsdóttir veitir leiðsögn um nýja sýningu; Ljósmyndari Mývetninga - Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar Kl. 15: Lilja Árnadóttir veitir leiðsögn um nýja sýningu; Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga 11-17 Þjóðleg fagurfræði 12 listamenn – tvennra tíma Listamannaspjall með Ólöfu Nordal sunnudag kl. 15 OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði 12. febrúar – 13. mars 2011 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Libia Castro og Ólafur Ólafsson Sunnudag 12. febrúar lifandi flutningur hefst kl. 15 – Opnun 8. janúar – 21. febrúar Kjarvalar – Stefán Jónsson Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.