Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 11
Nafnlaust III
Eg man
þegar...
Hann sagði mér
að á daginn
spilaði hann á lírukassa
á horninu við
Rue Chimay og Rue Notre Dame.
Á kvöldin spilaði hann á spil
í lítilli búlu
við Place d'Armes,
þar sem hljómsveitir léku valsa
á laugardagskvöldum og fólkið
sat á hvítum stólum
með værð yfir svipnum,
hlustaði eða talaði rólega
hvert við annað.
Stöku elskendur, sem gátu ekki
sleppt höndum hvert af öðru,
og manneskjur, sem bara elskuðu.
Þetta var á kvöldin
þegar götuljósin vörpuðu
feimnum geislum á andlitin
og hljóðfærin.
Svo þagnaði hann
því hvað var hægt að segja meira?
Einhver talaði
handan veggjarins.
Annar þagði,
bað stöku sinnum,
ógreinilega.
Einhver var að lemja hest
áfram yfir brekkuna
við bæjarhliðin.
Múrari var að hlaða vegg
á nýju húsi í götunni.
Annars staðar var verið
að rífa niður Ijóta húsið,
sem hafði kastað nornaskuggum
í náttmyrkrinu.
Það mátti ekki seinna vera,
því nóttin kom röltandi
upp brekkuna, fram hjá hestinum
og bóndanum
og okkur öllum, sem höfðum beðið
eftir einhverju allt öðru.
Dagurinn flúði eins og
fætur toguðu undan nóttinni,
líkt og maðurinn í húsinu á móti
flúði undan eiginkonu sinni
þegar hún var búin að
fá sér í staupinu.
Þannig leið dagurinn
eins og hver annar
og sólin kinkaði kolli
til okkar,
líkt og hún hefði gleymt
hve vel hún þekkti okkur.
H.L.
H.L.