Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 32
firrtan viti með öllu. Nauðugur
einn kostur var að meðtaka fárán-
leikann hráan, kokgleypa draum-
sýnina eða að öðrum kosti, segja
sig úr lögum við geð sitt og heilsu.
Þegar hann sá hana vaða hrímhvíta
skaflana á leiðinni til baka, bogna
undir þungri byrði átakanna, kaus
hann hið fyrrnefnda: Séð var satt.
Hún var kinnrjóð eftir kalda
athöfnina, fötin sett dreifðum
snjónum, eins og yfir þau hefði
verið kastað handfylli hrísgrjóna, í
svörtu hárinu blikuðu úðaperlur.
Ögn var hún ráðvillt, eins og hún
hefði í flýti verið vakin af draumi, í
augum hennar lá enn svefninn
djúpur. Hann vafði kropp hennar,
kulda, örmum, þrýsti henni að
brjósti sér, strauk blítt hár hennar
sem gáraðist yfir kuldastokkið hör-
und hennar og heitt hörund hans.
í greip hennar, innrammaðan
saman hreptum fingrum, er héldu
taki ótta eða skelfingar, glytti í
bláhvítan, eðalstein er af óx rýt-
ingsskefti, og egghvasst blað, langt
og grannt. Hún rétti rýtinginn upp
í augnhæð og sagði lágt: „Þetta er
lykillinn sem mér var fenginn,
hann á að opna leið til hamingju.“
Hann lagði hönd sína á hennar og
þau sátu út nóttina með hendurnar
á vopninu, óttuðust það, báru lotn-
ingu fyrir því og hötuðu djúpt. Það
fól í sér fæðingu nýs lífs þeirra en
jafnframt dauða ótalmargra ann-
arra, því að svo er um leiðann að
hann liggur mestmegnis í mönnun-
um sjálfum en ekki umhverfi. Til
að gereyða leiðanum þyrftu þau að
svipta eigendur hans lífi. Að fórna
öðrum á altari eigin lífs er eðli
mannsins.
32
Verkið, sem í vændum var, lam-
aði tungu þeirra og bærði vissu í
djúpi sálnanna um dauðann; brátt
dræpi hann að dyrum hjá grun-
lausum mönnum í þeirra líki. Allt
var nú óafturkræft, tímanum yrði
ekki umsnúið. Kyrrlátlega drógu
þau tjöld fyrir hið liðna.
Morgundagurinn beið í nánd.
Að bílnum fennti, sær lék við
strönd. Báran braut á steinunum.
Bifreiðin tók á sig mynd hvíts
kattar, er hneigði höfuðið fram og
varð síðan eitt með snæbreiðunni,
örsmár svaf hann í yfirþyrmandi
stærð næturinnar. Þar lá hann kyrr
og ógreinilegur. Kringum fjalls-
tindana, er skipuðu sér í röð í
suðri, var dagur á sveimi þegar
hann hristi af sér kaldan feldinn.
Af morgunskímunni stafaði gervi-
birtu, eins og hulinn fyrirboði hins
óorðna.
Þau óku heimleiðis og er hann
sagði henni fyrstu hugdettu sína,
hló hún klingjandi hlátri kæti, sam-
þykkjandi. Þau báru einungis föt
sín í burtu, síðan lögðu þau eld í
húsgögnin, gluggatjöldin, innrétt-
ingarnar - brenndu húsið sem
geymt hafði leiða hans svo lengi, til
kaldra kola. Þau æddu burt þegar
það stóð enn í björtu báli, eldtung-
urnar sleiktu himininn, skuggar
loganna er stigu af bálkestinum,
hvíldust aldrei á hvítu tjaldi vetrar,
allt í kring. Svo glaður var funinn,
að þegar dagur þvarr og nótt seig
niður og þau löngu farin á brott,
bliknuðu norðurljósin við hlið rís-
andi loganna, sem skóku sig
hvasstypptir, ægisterkir, græðgis-
fullir. Það kvöld settist sólin rauð.
Hann kreppti fingur um stýri,
augun störðu einbeitt fram á við.
Ásjóna gærdagsins var fölnuð
gríma, óljósar voru línur hins liðna
og brottgengna. Raust tröllsins í
huga hans hafði misst kraftinn,
hljómurinn fullur máttleysis, mynd
fölleits skrokksins verpst. En rýt-
ingurinn var hárbeitt staðreynd
sem lét engan gleyma tilveru sinni,
á hvaða hátt hann var upprunninn
og hve dýrkeyptur hann væri. Ljós-
brot eðalsteinsins sem varpaði lita-
flæði á kaldar eggjar rýtingsins,
virtust skrifa í stálið að það krefð-
ist fleiri fórna en fé gæti veitt.
Dauðinn er dýrasta gjaldið.
Himnarnir voru þrúgaðir af
loðnum, hvítköldum kornum
snjósins, þau fölva slógu blámann,
féllu á verksummerki sjálfseyð-
ingar náttúrunnar, þar sem hún
hafði veitt sér sár og lagt gróðurinn
úfnu grjóti. Þar, í miðri eyðimörk
snæaldnanna og hraunsins, stóð
veitingaskáli eins og trjám prýdd
vin og táknaði lífsbjörg veður-
bitnum ferðalang.
Þau lögðu bifreiðinni í skjóli
kassalaga flutningavagns sem húkti
yggldur á brún fyrir utan skálann,
samlitur nóttu. Hann stökk út,
velti sér yfir snævi falda vélarhlíf-
ina og opnaði fyrir henni, buktandi
sig með bros á vör. Þau gengu yfir
hjarnið og bílastæðið frosið, þar
féll blámi himnanna á snjóinn
hvíta.
í skálanum var einungis einn
gestur, grafinn ofan í dagblöð og
pappamál. Hann skotraði önugum
augum í átt til þeirra en hvarf aftur
til lestursins með því að bera
pappamálið upp að vörum og stara
þrákelknislega niður rauðar hliðar
þess.
Þau settust, drukku kaffi áfergju-
laust, hlógu og augun snertust í
sameiginlegum skilningi. Um líf
þeirra fór ferskur blær gleði og
þeim skildist að banvænn leiðinn
hafði komið nær lífi þeirra en þau
héldu, að leiðinn, sem minnstu
munaði að tortímdi honum, væri
aðeins forsmekkur að því sem
skuggar fjallanna geymdu álengd-
ar, í bið eftir hentugu andartaki. Á
þeirri stundu sem hik hindraði
dráp leiðans, risi hann upp og
reiddi til höggs.
Veröldinni umhverfis veittu þau
ekki snefil af athygli, þau töluðu í
eigin heimi, fjarri hvunndegi veru-
leikans, ieiða hans.
Hann braut saman dagblaðið og
barði hnefa í borðið. Röddin í
honum var rám og hún vafðist um
steingráan tóbaksreykinn er hann
sló af vindli sínum, fingurinn eins
og markviss fallöxi og dauð glóð
hraut á gólfið. „Hættið þessum