Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 30
NÁTTTRÖLL í nótt vaknaði hann og heyrði vind- inn hvína. Hann gekk að glugg- anum og virti fyrir sér trén í garð- inum, rytjuleg eftir vos og vinda. Rúður hriktu í gluggum, kuldinn gerði andardrátt hans sýnilegan á glerinu. Eins og pírðar kattarglyrn- ur, tindruðu stjörnurnar á svart- klæddum himni og þegar hann leit upp og starði uns hann sundlaði, hafði hann á tilfinningunni að hann stæði umkringdur óargadýrum, í skógarrjóðri með úlfaslóð í hnapp umhverfis. Og allt um kring stjörn- urnar svifu norðurljós í nætur- dansi, sameinuðust og sundruðust í einni og sömu andránni, ófu ólg- andi geislaflóð í myrkrið. „Petta augnablik verð ég að fanga með orðum,“ hugsaði hann með sér, „það er í anda verka minna, þeirra sem hæfa húmi nætur.“ Að baki honum reis hún á fætur, tiplaði yfir gólfið og tók utan um hann, þéttingsfast. „Á hvað horfirðu?" hvíslaði hún spyrjandi. Þau spegluðust bæði í glugganum, eins og foss í ham féll hár hennar úfið fram á ennið, og inn á milli flókans glitruðu tveir eðalsteinar gulgrænir, íhugul augu sem skiptu litum jafn hratt og ljósið. „Ég horfi á myrkrið,“ svaraði hann og yppti lítillega öxlum eins og í vörn. Um stund stóðu þau þögul og horfðu á trén skjálfa undir þrumu- raust vindsins, einblíndu gegnum spegilmynd sína. Þá brast stíflan, hann sagði það sem honum bjó í brjósti: „Ég er fullur leiða, fullur tærs, ómengaðs leiða. Mér leiðist seigfljótandi lífið, tif klukkunnar, fólkið sem kemur, fólkið sem fer, mér leiðist biðin eftir einbeitninni, 30 sem fær mig til að skrifa, mér leið- ist fönnin á jörðu og umfram allt þetta hús. Já, þetta helvítis hús...“ Röddin brast. Faðmlag hennar varð þéttara, en þögnin ríkti enn. Hann hélt áfram. „Tökum sem dæmi sýnina, sem blasir við augum; tré í hnipri og stjörnum prýdd norðurljósaslæða sem flöktir við undirleik stormsins, ráðvillt spora- slóð í snjónum, kuldinn næstum áþreifanlegur. Auðnaðarleg feg- urð, fullkomin sem svið fyrir hvaða atburð sem vera skal, lífsins þræði og dauðans hnúta, en ég get ekki skrifað stakt orð.“ Hann vissi að hún brosti. „Um leið og dagarnir ríkja lengur en nóttin,“ sagði hún, „ven- urðu þig af þunglyndinu. Skamm- degið eftirlætur þér fingraför á sál- inni. Þau fyrnast með rísandi sólu. Komum út.“ Og þau klæddu sig og keyrðu út í myrkrið, hún þekkti hann og vissi að ökuferð gerði honum rórra í skapi. Undir hjólunum risu krapa- veggir og hnigu. Dropar spruttu örskjótt upp á rúðunni, vindurinn stóð beint á bílinn og hríslóttir lækir runnu upp í móti í sundur- slitnum farvegum, uns svört gúmmí- þurrkan eyddi þeim af yfirborðinu. Á götunni streymdu flattar ljós- skellur fram malbikið, eins og lind- artjarnir ljóss í sorta. Milli götu- ljósanna voru strengdar rafmagns- línur, við höfuð stauranna glöns- uðu þær grannar, skulfu ögn, en þegar birtan þvarr hurfu þær á vit nætur. Hann fyllti bifreiðina tónlist, hröðum trumbuslætti og hásri rödd karlmanns er sagði sögu sálarlauss morðingja og brennuvargs. Við hlið hans sat hún, horfði á ljósin líða hjá og sagði ekki orð. Loks stöðvaði hann bílinn við ströndina, þau horfðu á ólmandi hafið, löður- skellurnar tvístrast á grjótinu, hlustuðu á öskri líkast fnæs þess. Flóðið byltist að ströndinni. Þar sem hönd hafsins missti máttinn, tók snjófölið við, fjöru- grjótið stakk svart upp kollinum, og þegar steinana bar við drifhvíta grundina, líktist umhverfið allt gamalli ljósmynd, óskýrri í fjúk- inu. Það hvessti. Mannlaus veröldin fyrir augum þeirra öll undir snjó, hvít hring- iðan hljóp ógagnsæ yfir breiðuna, plægði hana og sáði í jöfnum höndum, hóf sig til flugs og flaug yfir öldurnar til ókannaðra landa. Og fumlaust, með ástúðlegri hægð, elskuðust þau í bílnum. Hún sat lengi á eftir í fangi hans, renndi fingrunum í gegnum hárið, klauf lokkana og flækti. Hann hvíldi hnakkann við höfuðpúðann,augun í friðsælu húmi augnlokanna, en samt vissi hann að hún horfði á andlit hans, sjálfsagt hugsandi. Fingur hennar gældu við hörund hans, drógu í línur andlitsins með fiðurkenndum snertingum. Varir hennar, rauðar sem nýrunnið blóð, lögðust upp að hlustum hans og bærðust: „Ég vill firra þig leiðind- um, kynna þér heim óravídda og hins ómögulega, þar sem fjar- stæður eru daglegt brauð. Á ég?“ Hann spurði: „Hví?“ - óviss hvert stefndi. Rödd hennar varð sem niður, lágvær og voldug í senn: „Vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.