Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 23
því var ekki lokið áður, - og eru enn að læra! Það var í mínum árgangi að fleiri stelpur fóru í stærðfræðideild en áður hafði þekkst, og það er í minnum haft að einn af gagnmerk- ustu lærifeðrum okkar hafði upp á gamla móðinn af því áhyggjur og spurði við þessa margföldu innrit- un: „Hafið þið raunverulega gert ykkur grein fyrir því, stúlkur mínar, hvað þið eruð að gera?“ Þetta var nú andinn. En við skjald- meyjar á þessum árum þóttumst geta eitthvað, sem gæti komið stærðfræðinni að gagni, og stofn- uðum fyrsta kvenfélagið sem sett var á laggirnar í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég var þá í 6. bekk. Og er það ekki lýsandi fyrir alla tíma á öllum tímum að það voru stelp- urnar í 5. bekk, árinu yngri en við, sem voru potturinn og pannan í því, en auðvitað með einörðu lið- sinni okkar sjöttubekkinga. Þetta kvenfélag hlaut að sjálfsögðu nafnið Aþena, en lognaðist út af þegar stofnendakjarninn lauk menntaskólagöngu sinni. Það þurfti sterk bein í nefi til að standa í þeim gamanmálum, þótti senni- lega ekki allt of sniðugt. Og nú er mér spurn: Hefur nokkurn tíma síðan starfað kvenfélag í skólan- um? Hef ekki heyrt um það. Enda kannske óþarfi. En mikið dæma- laust var allt skemmtilegt í kringum þetta kvenfélag okkar. Við héldum dansæfingar með öfugum formerkjum: Piltarnir urðu að sitja sem fastast meðan stúlkurnar buðu upp, og við höfðum stúlku sem dyravörð og útkastara. í þá daga voru dans- æfingarnar á Sal og stofurnar þar hjá notaðar til þess að selja gos og sitja og spjalla. Á dansæfingum var spilað undir á flygilinn og gjarnan eitt hljóðfæri til viðbótar. Pálmi Hannesson, sem þá var rektor, var mjög aðhaldssamur og kröfu- harður um stundvísi. Pá var alltaf sunginn morgunsöngur og útdyr- unum lokað á meðan. Þeir sem komu eftir að morgunsöngurinn hófst, urðu að bíða og norpa fyrir utan skólann þar til söngnum var lokið. Síðan skrifaði Pálmi sjálfur alla upp, sem komu of seint, og það var svo skráð í einkunna- bókina. Þetta gerði það að verkum að stundvísi varð öllum mikið kappsmál. Ég sakna þess að morgunsöngur var lagður niður í Mennta- skólanum og reyndar öðrum skólum, og það væri þess virði að hann yrði tekinn upp aftur. Fyrir utan að vera skemmtileg samein- ingarstund allra bekkja stuðlaði morgunsöngurinn að því að fólk lærði ljóð þjóðskáldanna, og sann- ast best að segja hef ég orðið vör við það að mín kynslóð hefur miklu næmara brageyra en þeir sem síðar hafa farið á mis við slíkan samsöng. Þar á ofan er þetta aðferð til að viðhalda orðauðgi íslenskrar tungu. Sjáið þið til dæmis hve menn hafa gaman af hagyrðingunum í þáttunum hans Ómars. Það þarf talsverða leikni til þess að nota stuðla og höfuðstafi og krefst þjálfunar líkt og skákin. Þetta er menningararfur íslendinga og engrar annarrar þjóðar, og þarf að rækta hann til þess að hann týn- ist ekki. Morgunsöngurinn stuðlaði að þessu. HVERNIG VAR SAMBAND KENNARA OG NEMENDA? Það var ekki mikið persónulegt samband, en vinsamlegt. Við bárum mikla og djúpa virðingu fyrir kennurunum og lærdómi þeirra. Nemendur þéruðu kennara og gagnkvæmt. Kennarinn var tal- inn æðri vera. Sumir voru auðvitað meira aktaðir en aðrir, eins og gengur. Þetta var svo allt farið að breytast þegar ég byrjaði að kenna upp úr 1960. Þá var andrúmsloftið meira „kammó“ og samband kennara og nemenda fór að færast í þá átt að þeir væru félagar. Þá þéruðust menn enn í þjóðfélaginu ef þeir þekktust ekki því betur, en á haustin var nemendum formlega boðið „dús“. Við ættum reyndar öll að kunna að þéra þó að við beittum því ekki daglega. Sann- leikurinn er sá að þetta orð er alveg horfið úr nútímamáli og íslenskan er svo merkilegt tungu- mál að við höfum ekki efni á að týna nokkru orði úr henni. Ég byrjaði að kenna um það leyti er nýir kennsluhættir, öðruvísi kennslubækur og aðrar aðferðir voru teknar upp, en skólinn var þó áfram í eðli sínu íhaldssamur. Þannig á hann einnig að vera því að allt skólahald er að sjálfsögðu hlekkur milli fortíðar og framtíðar. VAR EINHVER FÉLAGS- AÐSTAÐA? Nei, engin sérstök. Hún var inni í okkur sjálfum. í frímínútum hlupum við niður í Skalla og út í Freyju, eins og Brekkusjoppan var þá kölluð. Við máttum borða 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.