Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 19
samið hefur verið fyrir sópran- rödd. Og fjórum árum síðar lék hún sama leikinn og lærði óperuna Medeu á viku. Mönnum ber saman um að María Callas hafi staðið á hátindi söngferils síns á árunum milli 1950-1960. En margir halda því samt fram að rödd hennar hafi breyst eilítið árið 1955 eða þar um bil og kenna um afar ströngum megrunarkúr söngkonunnar. A þessum árum, um 1958-1959, kynntist hún gríska skipajöfrinum Aristoteles Onassis, en hún var þá gift Meneghini nokkrum sem var reyndar umboðsmaður hennar um tíma. En hún heillaðist af herra Onassis og nokkrum mánuðum síðar sagði hún skilið við Menegh- ini. Þau Onassis voru síðan saman næstu árin, en giftu sig þó aldrei. Maríu hafði alla tíð langað mikið til að eignast barn, en Onassis var á öðru máli og þegar hún varð ófrísk setti hann henni kostina, lét hana velja milli sín og barnsins. Þetta hefur sjálfsagt verið gífurlega erfið ákvörðun fyrir hana því að hún var þá kominn á fimmtugsaldur og síð- ustu forvöð að leggjast í barnseign- ir. En hún elskaði Onassis og hann var því fyrir valinu. Stuttu eftir fóstureyðinguna fór Onassis frá henni og sneri sér að næsta leik- fangi sínu, Jaqueline Kennedy, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkj- anna. Onassis hefur örugglega ekki verið skilningsríkur maður, a.m.k. sýndi hann starfi Maríu engan skilning: „Hvers vegna ertu að stússast í þessu, ég á fullt af pen- ingum?“ hreytti hann út úr sér eitt sinn er María var að undirbúa söngferðalag. Eftir að Onassis fór frá Maríu varð hún niðurbrotin kona og eftir það fór lífskraftur hennar smám saman þverrandi. Hún lést úr hjartaslagi í íbúð sinni, húsi númer 36 við Avenue George Mandel í París, aðeins 55 ára að aldri. Er nöturlegt til þess að hugsa að eina skyldmennið, sem sá sóma sinn í að vera við útförina, var systir hennar, Jakie. Móðir hennar lét ekki sjá sig. María var síðan brennd að eigin ósk og öskunni dreift yfir Eyjahaf. Áhrif Það er ljóst að áhrif Maríu Callas á óperuflutning eru geysimikil. Hún átti þátt í að endurvekja gamlar óperur og hefja til vegs og virðingar, óperur sem fram að þeim tíma höfðu lítið verið settar á svið. Má þar nefna óperur eftir ítalana Vincenzo Bellini og Gaetano Donizetti. Ef athugað er hver viðhorfin voru til óperusöngv- ara fyrir tíð Maríu þá þótti það fullsæmilegt að söngvarinn stæði á sviðinu og syngi sína aríu án nokk- urra leikrænna tilþrifa. Af þessu má sjá að lítil sem engin rækt var lögð við leikhæfileika söngvara ef einhverjir voru. En þegar María kom fram á sjónarsviðið heillaði hún áhorfendur ekki aðeins með stórkostlegri rödd sinni, heldur einnig áhrifamiklum leik. Og nú á dögum þykir alveg bráðnauðsyn- legt að óperusöngvari hafi fengið tilsögn í leiklist ef hann á að vera frambærilegur á sviði. Pað er ef til vill fullmikið að eigna Maríu allan heiður af þessum breytingum, en því verður ekki neitað að hún átti mjög mikinn þátt í þeim. Anna Dís Ólafsdóttir. 19 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.