Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 45
Stúdentar 1928: Gunnar Guðjónsson sjötti frá vinstri í annarri röð.
Var einhver deildaskipting?
Já, eftir 4. bekk, var máladeild
og stærðfræðideild. Langflestir
fóru í máladeild. Um 10-12 fóru í
stærðfræðideild. Strákarnir í stærð-
fræðideildinni sluppu fremur létt
við latínuna, þar var hún ekki
tekin mjög hátíðlega. En ég var
afskaplega ánægður með að læra
hana, því að ég hafði aldrei skilið
málfræði, fyrr en ég fór að læra lat-
ínu. Þá opnaðist nýr heimur,
hvernig tungumál væru upp byggð.
Við höfðum mjög góðan latínu-
kennara, Pál Sveinsson. Hann var
helvíti- harður, og maður þorði
ekkert annað en að standa sig.
Eru einhverjir kennarar þér sér-
staklega minnisstæðir?
Þarna voru m.a. menn eins og
Jakob Jóhannesson Smári, sem
kenndi íslensku, Bogi ólafsson,
sem kenndi ensku, Jón Ófeigsson,
sem kenndi þýsku, allt mjög
þekktir menn og indælir. Árni
Pálsson, síðar prófessor, kenndi
okkur sögu og var sérstaklega
skemmtilegur kennari. Þá voru af
yngri kennurunum þeir Kristinn
Ármannsson og Einar Magnússon,
sem síðar urðu báðir rektorar.
Hvernig var félagslífið? Voru
haldin böll?
Já, já, það var haldin árshátíð
alltaf í gyllta salnum. Skemmti-
nefndin fór út í bæ og fékk lánuð
húsgögn, og svo var höfð lúðra-
sveit neðst við Lækjargötuna. Þá
gekk maður afskaplega hátíðlega
með dömuna upp eftir. Strákarnir
máttu bjóða dömum með sér og
öfugt, svo að þetta var meiri háttar
viðburður. Dansað var við píanó-
undirspil. Það var í fimmta bekk,
að ég spilaði eitthvað á píanó, og
vinur minn, Björn Sveinsson, sag-
aði á fiðlu, en þá var lítið um
hljómsveitir í bænum. Við komum
okkur því inn á það fag að spila um
helgar á skemmtunum og þetta var
heilmikill bisniss. Við fengum 20
kall á mann fyrir kvöldið, sem var
stórfé í þá daga. Við lentum einu
sinni í því, eftir að við höfðum
spilað í skólanum úti á Seltjarnar-
nesi, að það skall á blindhríð, og
þegar við vorum á leið heim, voru
komnir háir skaflar, og við óðum
upp undir axlir í fönninni en við
létum ekkert á okkur fá, með tutt-
ugu kall í vasanum!
Voru starfrœktir einhverjir
klúbbar eða slíkt?
Já, það var leikið á einu sinni á
ári, Herranótt stóð fyrir því. Svo
var kór. Ég man eftir því, að í
fyrsta bekk var tónskáldið Sigfús
Einarsson söngkennari, afskaplega
elskulegur maður, og hann stjórn-
aði skólakórnum. Við vorum tveir,
Óli Hjaltested og ég, sem vorum
ekki komnir í mútur og vorum því
látnir syngja sópran. Kórinn hélt
söngskemmtun í skólanum einu
sinni á ári, og fengum við tveir að
gaula með. Ég man eftir því, að
eftir þessa söngskemmtun var það
eitt sárasta augnablik í lífi mínu að
sjá stelpuna, sem ég var skotinn í,
labba burt með einum, sem var
kominn úr mútum, suður Lauf-
ásveg. Svo fékk ég að vera með í
leikuppfærslu, lék voðalega mikinn
lækni! í stað Skólablaðsins var það
fært inn í bók, sem menn skrifuðu.
Málfundafélagið Framtíðin var
starfrækt og svo önnur ræðufélög.
Ég var einu sinni svo óheppinn að
gefa mig í það að hafa framsögu
um esperantó í neðri bekkjar mál-
fundafélagi, af því að ég hafði lesið
í Skírni frá 1905 um esperantó. Svo
flyt ég þetta, en þá kemur í ljós,
þegar farið er að spyrja mig, að ég
veit ekkert eftir 1905. Ég fór alveg
hroðalega út úr þessu! Af bekkj-
arbræðrum mínum má nefna Óla
Hjaltested lækni, Theodór Skúla-
son lækni (bróður Þorvalds Skúla-
sonar listm ilara), sem var á Frekj-
unni, Bja na Oddsson lækni, Ólaf
Hansson, sem varð seinna yfir-
kennari við Menntaskólann,
Agnar Kl. Jónsson, sendiherra og
ráðuneytisstjóra, og síðan vígslu-
biskupinn, Sigurð Pálsson, og
Sverri Kristjánsson sagnfræðing.
Ég man eftir því, að þessir strákar,
sem voru að hugsa um að fara í
læknisfræðina, voru voðalega
45