Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 44

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 44
Frekjan. Hvernig tóku Bretarnir svo við ykkur? Þeir tóku okkur vel, en spurðust þó fyrir um okkur heima. Það var auðvitað allt saman í lagi og við tókum stefnuna á Vestmannaeyjar eftir nokkurra daga viðdvöl í Fær- eyjum. Við komuna þangað ætl- uðum við að hafa samband við Breta, en einhvern veginn varð ekkert úr því, og við héldum til Reykjavíkur. Var ekki skrýtið að koma heim og sjá bara Breta úti um allt? Ja, maður var orðinn vanur að sjá Þjóðverja í Danmörku og var nú ánægðari að sjá Bretana en þá. 44 Nú hafið þið flestir verið fjöl- skyldumenn og gott að komast heim í faðm fjölskyldunnar? Jú, mikil ósköp. Ég vona bara, að allir hafi verið jafnánægðir með að sjá okkur! En var báturinn svona sæmilega traustur á leiðinni? Þetta var fínt skip. Flann hafði verið notaður til þess að flytja lif- andi fisk, og það var sjór neðst í lestinni. / bókinni segir, að þið hefðuð, þegar þið voruð að sigla meðfram Noregsströnd, óvart lent inni í tundurduflabelti. Já, þá komu Norðmenn frá landi í veg fyrir okkur, sögðu, að við værum á þessu svæði og skyldum koma nær ströndinni, fara aðra leið. Við fórum því alveg að landi, inn að skerjum. Það var afskaplega „sjarmerandi“ að sigla þessa leið. Það tók um þrjár vikur að sigla frá Kaupmannahöfn til íslands, með töfunum og öllu. Þetta var um há- sumar, í ágúst, og veðrið því fínt. Það var verst, þegar við lögðum af stað, rok í Kattegat á leiðinni til Kristjánssands. En það var gott til að sjóast. Petta hefur verið heilmikið œvin- týri. Já, já, maður fær ekki aftur tæki- færi til þess að fara í slíkan skemmtitúr á friðartímum, því miður! Maður var síðar oft að tala um, að það væri gaman að fá svona bát og fara einhvern djöfulinn, til Grænlands eða eitthvað. Petta hefur verið sérstakt að fá þetta leyfi og allt. Já, það var það í raun og veru, Gísli Jónsson var afskaplega dug- legur við að hóa í alls konar menn og fá byr. Er þá ekki bara eftir að vinda sér í menntaskólaárin? Hvernig var M.R. fyrir rúmum 60 árum? Ég fór í Menntaskólann 12 ára gamall 1922 og útskrifaðist 1928, 18 ára. Hvernig var þá skólakerfið? Það var þannig, að þrjú fyrstu árin var gagnfræðadeild, svo að þá var maður kominn í menntaskóla, en síðar lærdómsdeild í þrjú ár. Þar bættist við franska, latína og þýska. Fram að því var bara danska og enska, að því leyti hefur þetta breyst. Það var inntökupróf og um 40, sem útskrifuðust árlega, og það var allur stúdentafjöldinn á íslandi. Það var enginn annar skóli, sem útskrifaði stúdenta. Voru þá bara strákar? Nei, nei, það voru þrjár stúlkur, sem útskrifuðust með mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.