Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 9
Bangsímon og veiðimennirnir Peir sögðu að Björn væri kom- inn í heimsókn, stór og mikill Hvíta-Björn, og þeir ætluðu að fara og ná honum. Þeir báðu mig að koma með. Við lögðum allir þúsund krónur í púkkið. Sá sem nær honum, fær sjóðinn. Vilt þú ekki leggja í líka? Ætlið þið að skjóta hann? Hann er hættulegur. Getum við ekki náð honum lif- andi? Nei, hann er allt of hættulegur. Það verður að skjóta hann. Einu sinni kom hvítabjörn á land í Stór- hamarsvík. Hann var næstum búinn að éta allt upp til agna, fólkið, féð og jafnvel bæjarhúsin líka. Bóndinn skaut hann á hlaðinu hjá sér. Ég get skotist í bæinn. Það tekur ekki nema hálftíma. Hann Pórður á meðal, - Þórður læknir. Ég fæ hjá honum meðalið, og svo skjótum við á bangsa með pílu. Hann sofnar. Það er allt of hættulegt. Hugs- aðu um féð. Ef hann kæmist nú í fjárhúsin? Eða börnin! Nei, það verður að skjóta þessi kvikindi. Við getum fengið Gæsluna til að leita að honum. Peir geta fylgst með honum úr þyrlunni. Nei. Við þurfum ekki að fá neina hjálp að Sunnan. Við skulum sýna þeim að við erum einfærir um að verja bú okkar fyrir þessum ófögnuði. Hann er hættulegur. Við gætum selt Sædýrasafninu hann - eða einhverjum öðrum dýragarði. Sædýrasafnið er ekki til lengur. Auk þess er hann allt of hættuleg- ur. Við verðum að verja okkur. Allt var hvítt. Ég sá ekki mun á himni og jörð. Ég kallaði. Ekkert heyrðist nema brakið í snjónum. Hvað, ef bangsi væri nú í nágrenn- inu? Kannski var hann fyrir aftan mig? Ég sneri mér við. Eða var það öruggt? Ég sá ekki neitt. Kannski var það bara ímyndun mín að ég hefði snúið mér við. Ég datt. Nú fann ég að minnsta kosti að ég lá á bakinu. Þess vegna velti ég mér um hrygg. Ég fann kaldan snjóinn við kinnina. Mig langaði til að sofna... Ef ég gæti bara sofnað.....PÁ YRÐI ÉG ÚTI! Og hvað um það? Ég reis upp við dogg. Það var loks farið að dimma. Ég sá ofan í vík. Ef ég tæki af mér hettuna, mundi ég heyra öldu- gjálfrið. En mig langaði ekki til þess. Þarna var rolla á beit, stór rolla, - stór rolla að bíta snjóinn. Það ætti að segja málaranum að hætta að búa til svona dellu. Málarinn sagði: Það ert þú sjálfur sem ert vitlaus. Þetta er Björn en ekki Sauður. Ég tók upp riffilinn. Þá skal ég skjóta gat á málverk- ið. Birnir eru hættulegir. Ef þú gerir það, skal ég mála allt hvítt, eins og áðan. Þá sérð þú ekki glóru, og Björninn kemur og étur þig- Þú getur það ekki. Sólin er sest. Nú sé ég bangsa í kíkinum. Er nauðsynlegt að skjóta þá? Þeir eru hættulegir. SKOT. Morðingi. Það var ekki ég sem skaut. Satt segirðu. Ég málaði fyrir hlaupið. Ég skoðaði. Riffilhlaupið var fullt af snjó. Þú værir dauður, hefðirðu skotið. Helvítis óheppni. Björninn lá dauður í snjónum. Hann sem var svo fallegur. Nú lag- aði blóðið úr hálsinum, og allt varð rautt. Okkur tókst það. Veiðimennirnir voru komnir aftur. Nú er hann ekki hættulegur lengur. ALLAR NÝÚTKOMNAR BÆKUR ÚTVEGUM ALLAR ÍSLENSKAR BÆKUR SÉRSTÖK BARNADEILD BLÖÐ — TÍMARIT — FERÐABÆKUR — KORT MJÖG GOTT ÚRVAL AF RITFÖNGUM ÍSAFOLD AUSTURSTRÆTI10, S 14527 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.